Gunnar Birgisson er öflugur og vinsæll

gunnar-birgisson Gunnar Birgisson nýtur víðtæks stuðnings og er óumdeilanlega einn vinsælast foringi sjálfstæðismanna.  Menn sjá í honum leiðtoga sem getur tekið ákvarðanir og margir þakka einmitt honum hve gott er að búa í Kópavogi.  Ýmsir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa óskað sér þess að hún (ríkisstjórnin) hefði á að skipa leiðtoga sem gæti tekið ákvarðanir en á það hefur skort.  Þessi staðreynd hefur leitt til öfundar og ólundar þannig að þyrlað hefur verið upp moldviðri um "dótturfélög" Kópavogsbæjar.
mbl.is Falið að ræða við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvort sem í þessu felst kaldhæðni eða ekki þá er ég sammála. Það er nefnilega staðreynd að þer menn sem aldrei gustar um og sýnast vera gallalitlir eru lítils virði þegar mikið reynir á. Ég hef bent á þetta sama og þú með að okkur vantar einhvern Gunnar Birgisson í ríkisstjórnina núna.

En ekki nema í fremur skamman tíma!

Árni Gunnarsson, 16.6.2009 kl. 00:43

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt frændi.

Þess utan þá segir gamalt máltæki að allt orki tvímælis þá gert er og þeir sem gera ekki neitt geta kannski hælt sér af því að gera engar vitleysur en þannig menn viljum við samt ekki.

Sigurður Þórðarson, 16.6.2009 kl. 00:47

3 identicon

Ansi finnst mér nú illa komið fyrir okkur Íslendingum ef Gunnar Birgisson þykir besta leiðtogaefni þjóðarinnar :-o  Nú leggst ég endanlega í þunglyndi yfir hvernig fyrir þessari þjóð okkar er komið.......

ASE (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 09:21

4 Smámynd: Hlédís

Segi enn aftur: áran hans er dökk og rytjuleg.

Hitt er annað mál að hann setur upp kómískan fórnarlams-sakleysis-svip þessa dagana ;)  -

það er alveg sama hvort hann verður stjóri áfram eða ekki - nema það ÆTTI ekki að verðlauna nepótisma eins og maðurinn stundar.

Hlédís, 16.6.2009 kl. 16:01

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég skil ASE að ýmsu leyti vel og get að minnsta kosti tekið undir að mannvalið mætti vera mun betra. Ég skil líka Hlédísi stórvinkonu mína sem drakk siðferðis- og réttlætiskenndina með móðurmjólkinni.  En pólitíkusarnir okkar eru misgallaðir. Gunnar er sakaður um að hafa litið til með einu dótturfélagi, sem ég ætla ekki að réttlæta en ef við setjum það í samhengi við vanhæfnina sem er nú að setja ekki bara Ísland á höfuðið heldur skuldsetja komandi kynsóðir þannig að þeim verður ef til vill búið það hlutskipti að verða indíánar í eigin landi, þá hallar ekki á Gunnar.

Sigurður Þórðarson, 16.6.2009 kl. 20:22

6 Smámynd: Hlédís

Við erum algjörlega sammála, kæri Sigurður!

það munar ekki nokkurn skapaðan hlut um einn kepp í sláturtíðinni! Sú samlíking á einkar vel við hér

Hlédís, 16.6.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband