Fær Gordon Brown Jóhönnu til að samþykkja skuldaklafann?

Bretar bjóða Íslendingum svokallað kúlulán (þar sem vextirnir leggjast við höfuðstólinn og greiðast í einu lagi) fyrir 650 milljörðum með 5.5% vöxtum til 7 ára.  Þetta gerir 997,5 milljarða að 7 árum liðnum sannkallaðar drápsklyfjar  fyrir jafn lítið þjóðfélag og okkar. Bretar standa á hæpnum lagalegum grundvelli að krefjast þessa af okkur enda segir EES samningurinn ekkert annað en að ábyrgðarsjóður banka sé ábyrgur en ekki ríkissjóður. Bretar veifa aftur á móti þeirri dulu að þeir muni reyna að fá IMF til að beita okkur þrýstingi og eins telur Samfylkingin sig þurfa að reiða sig á Breta til að komast í ESB.

En hvernig haldið þið að Bretar myndu fara með Íslendinga ef þeir undirgengust þeirra vald með inngöngu í ESB fyrst þeir koma svona fram við okkur?


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sigurður..

Það eru eignir á vöxtum sem ganga upp í þessar skuldir og verður heildarniðurstaðan því væntanlega sú að það falli þegar allt kemur til alls 35 milljarðar íslendinga (5 % af skuldunum ). Það er nægur andskotin samt sem áður en víðfjarri því að vera ógjörningur að gangast við þeim reikningi þó svo að mikil sé. Gott dæmi um hve mikill peningur það er samt sem áður er að núna er verið að reyna að brúa 20 milljarða og er það nægjanlega mikið vandamál fyrir okkar Íslendinga.

 Ég er þeirrar skoðunar að það sé nú fullréttlæting að við íslendingar eigum eignarrétt í björgólfsfeðga og það verði að gera eigur þeirra upptækar. 

Brynjar Jóhannsson, 6.6.2009 kl. 03:22

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Brynjar, þetta gera 1000 milljarða með vöxtum en eignasafnið er óöruggt.

Sigurður Þórðarson, 6.6.2009 kl. 03:50

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Innflutningur okkar er 80% frá helsta lánadrottni okkar ES: Þar eru menn farnir að gera ráð fyrir 5 ára samdrætti, stutt síðan botninum átti að vera náð 2011.

Á Íslandi tala "ráðamenn" um erlenda fjárfesta og lán til fjárfestinga. EF þeir finnast ekki í ES:EU og USA er þá eitthvað að dómgreind heimsins fyrir utan landsteinanna. Kínverjar eru að kaupa USA LoGo í gríð og erg.

Þetta er sennilega óseljanlegt safn í 5 ár?  Bretar gáfu nú ekki mikið út á eigur Íslenskra banka hér um árið. Þeir hafa sína leyniþjónustu og beinan aðgang að ES:Nefndinni sem heldur um ES Seðlabankakerfið: Seðlabanki Íslands hefur haft upplýsingaskyldu gagnvart Seðlabanka Evrópu síðan aðildarsamningurinn um ES regluverkið var gerður 1994.

Efnahagstríð enda oft með vopnuðum átökum. Ritskoðun er í gangi og leynd vegna þjóðaröryggis er daglegt brauð. Ríkisstjórnin svipt fjárforræði [AGS] að eigin ósk, að áskorun ES og Jóns Baldvins. Fjárforræðissviptingin heldur áfram gagnvart ES þó skipt sé um talendur í stólunum.  

Júlíus Björnsson, 6.6.2009 kl. 04:54

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágætar athugasemdir, venju samkvæmt, hjá þér Júlíus.

 Með því að standa utan ESB getum við elft viðskipti við Asíu með fríverslun. Það getum við auðvitað ekki  ef við göngum í ESB.

Sigurður Þórðarson, 6.6.2009 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband