Olli Rehn styrkir samningsstöðu VG í stjórnarmyndunarviðræðunum

Olli Rehn framkvæmdastjóri stækkunarsviðs Evrópusambandsins lýsti því yfir að hann vildi að Ísland gengi í ESB "þar ætti það heima".  En hann endurtók jafnframt að útilokað væri að Íslendingar gætu fengið undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB. Með þessu hefur hann gert sínum mönnum í ríkisstjórninni Samfylkingunni óleik, því þetta útilokar algjörlega að Framsókn geti stutt aðildarumsókn á þessum forsendum.       Olli styrkti samningsstöðu VG fyrir slysni.2006_rehn_400
mbl.is Þarf ekki einhug um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Olli Rehn veit sem er að Samfylkingin tekur hverju sem er.

Sigurður Þórðarson, 29.4.2009 kl. 15:06

2 identicon

Við erum ekki "ölmusumenn", eða er það kannski það sem andstæðingar ESB telja okkur. 

Hvað fiskinn varðar, þá ætti nú varla að vera flókið mál að semja um þessa fáu titti sem íslenskir "auðkýfingar" hafa ekki ennþá komist yfir og þegar veðsett   erlendum bönkum.

Oft eru þeir kallaðir kvótakóngar þessir braskarar.  Sumir fyrrverandi kvótakóngar sem seldu auðlind þjóðarinnar og gerðust kaupmenn á mölinni.  Sumir fá leiguna senda til sólarstranda ýmissa ESB ríkja þar sem þeir flatmaga sjálfir og njóta lífsins.  Þar eru líka matvæli og aðrar nauðsynjavörur, svo ég tali nú ekki um áfengið, mun ódýrara en þess mega venjulegir Íslendingar ekki fá að njóta. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 16:18

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Á Albanía ekki sögulega rétt á því að vera sameinað [innlimað] meginlands þjóðarbrot í Evrópu. Af hverju fá Albanir ekki flýti meðferð með 5 sinnum lægri þjóðartekjur en Íslendingar.

Júlíus Björnsson, 30.4.2009 kl. 21:35

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Olli er efnahagssvæða fangari ES [Evrópusameiningarinnar] við sem höfum kaupmannsgen erum nú ekki lengi að sjá í genum lélegan sölumann. Íslendingar á leið inn í ES verða að gera sér grein fyrir því að embættis persónan er ekki sami einstaklingur í sínu prívat lífi.

Tilgangurinn helgar meðalið og stjórnmálamenn sérhæfa sig í að höfða til almennings í opinberri ræðu sinni.  Völdin eru jú ekki tryggð nema með meirihluta almennings í kosningum. Því miður fyrir suma kannski. 

Júlíus Björnsson, 6.5.2009 kl. 00:26

5 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Sé þetta rétt er óþarfi að sækja um aðild.

Eins óttast maður að við fáum ekki réttar upplýsingar eða verðum plötuð með einhverju smáaletri!

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.5.2009 kl. 22:26

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Takk Olli bolli að segja okkur sannleikann.

Guð veri með þér Siggi minn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.5.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband