Fyndinn kjörseðill

Í kosningunum vann ég fyrir yfirkjörstjón Reykjavík suður við að fara yfir utankjörfundar vafaatkvæði sem úrskurða þurfti gild eða ógil.  Flest urðu atkvæðin ógild vegna smávegilegs  klaufaskapar á formsatriðum sem þarf að fylgja en stundum stungu ógildu seðlarnir virkilega í stúf.

Einn seðill merktur tilteknum flokki voru eftirfarandi skilaboð: Ég kýs ykkur núna í þetta sinn og vona svo að þið getið gert eitthvað fyrir mig í staðin. Lalli Johns


mbl.is Davíð eyðilagði landsfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Eins og Kolbrún Halldórsdóttir skekkti útkomu VG miðað við tiltölulega áreiðanlegar skoðanakannanir með bulli sínu varðandi Drekasvæðið, þá tel ég að Frjálslyndir hafi Sturlu vörubílstjóra í fyrsta sæti í Reykjavík hafi eyðilagt mikið fyrir Frjálslyndaflokknum og komið X-F út af Alþingi Íslendinga.  Fólk nennir ekki að styðja flokka sem halda frammi afglöpum eins og Ástþóri og Sturlu, hvort sem þeir heita Lýðræðisflokkur eða Frjálslyndir. 

Borgaraflokkurinn hafði vit á því að vera ekki með "opinberan" rugludall í sinni fremstu röð.    Sjáðu hvert þeir náðu.

Því voru þetta mikil mistök hjá Frjálslyndum tel ég.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 26.4.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er nú alls ekki sammála þér Björn bóndi. Sturla fékk mesta fylgi meðal frjálslyndra hér á höfuðborgarsvæðinu og ca 25% meira en varaformaðurinn Kolbrún Halldórsdóttir í SV kjördæmi sem fékk 1,5%. Ég get líka bætt því við að það voru óvenju fáar útstrikanir hjá FF í Reykjavík suður þar sem Sturla bauð sig fram. 

Sigurður Þórðarson, 26.4.2009 kl. 21:23

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir traustið Gulli mér líður best í baklandinu. Kosturinn við það er sá að þá þarf maður ekki að berjast fyrir sjálfum sér heldur getur maður óskipt barist fyrir málefnum.

Sigurður Þórðarson, 26.4.2009 kl. 21:27

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Ég hef hvergi séð hvort það hafi verið óvenjumikið af auðum seðlum og ógildum. Veistu eitthvað um þetta? Aftur á móti er mikið búið að tala um óvenju miklar útstrikanir.

Sturla var flottur.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2009 kl. 23:30

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já Ró0sa, það var mikið af ógilædum seðlum

Sigurður Þórðarson, 27.4.2009 kl. 00:04

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég lít nú ekki svo niður á Sturlu að ég færi að stilla honum við hliðina á Kolbrúnu Halldórsdóttir til samlíkingar.  Enginn karlmaður á slíkt skilið.

Nú fékk ég aulahroll Siggi.

Kveðja,Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 27.4.2009 kl. 02:10

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Æji fyrirgefðu Björn bóndi mér varð illa á í messunni. Ég meinti Kolbrún Stefánsdóttir varaformaður FF en hafði óvart skrifað hana Halldórsdóttur.  Sorry!!!

 En talandi um hina einu sönnu Kolbrúnku Halldórsdóttur þá lenti hún í þriðja sæti hjá VG og þess utan fékk hún urmul af útstrikunum sem ekki er búið að telja og ég býst við að hún muni jafnvel færast enn neðar og mig undrar það ekki.    Sjáumst!!

Sigurður Þórðarson, 27.4.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband