Mannlegir skildir mútuþega.

Mér hefur lengi þótt Helgi Hjörvar geðugur maður, já líka þingmaður, en nú veldur hann mér sárum vonbrigðum, með því að neita að gefa upp kostunaraðila sína. Það liggur fyrir að það voru útrásarvíkingar og handbendli þeirra í stjórnmálastétt sem knésettu Ísland.  Ég ætla alls ekki að fara að væna Helga Hjörvar um neitt misjafnt en með því að neita að gefa upp styrkveitendur eru menn að búa til lifandi skildi fyrir hina raunverulegu mútuþega. Það getur ekki verið vilji Helga og því ætti hann að endurskoða ákvörðun sína fyrir kosningar.
mbl.is Neitar að gefa upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Það er víða pottur brotinn.

Margir dýrkuðu Mammon

Gleðilegt sumar, takk fyrir skemmtilegt heitin hér á blogginu

Við erum langflottust.

Guð veri með þér Siggi minn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2009 kl. 15:17

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Satt segir þú Rósa

Taumlaus græðgi og siðleysi  eru síst af öllu gildi sem við eigum að standa vörð um, þó það sé í nafni frelsis. 

Vertu Guði falin Rósa.

Sigurður Þórðarson, 23.4.2009 kl. 17:05

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

menn hafa nú verið duglegir og snöggir til að væna alla sjálfstæðismenn við mútur og spillingu. óþarfi að halda slíkum hlífskyldi yfir öðrum þó þeir séu "jafnari" en við hinir.

Fannar frá Rifi, 23.4.2009 kl. 21:17

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fannar það getur vel verið að þetta sé réttmæt gagnrýni hjá þér, hvað mig varðar og þá biðst ég afsökunar á því. Ég veit vel að það eru ekki eintómar heilagar kýr í Samfylkingunni og hef heyrt frásagnir frá mönnum sem ég tek fullt mark á varðandi Steinunni Valdísi, fyrrum borgarstjóra, um stóra styrki sem ekki eru komnir fram í fjölmiðlum. Viðkomandi átti í miklum  samskipum við skipulagsyfirvöld í Reykjavík Ég var bara svo bláeygur að halda að Helgi væri ekki í þessum pakka.

Sigurður Þórðarson, 23.4.2009 kl. 22:21

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

verð að taka undir með Gudlaugi. Er það í raun ekki jafn mikið mútur þó að menn selji sál sína fyrir lítið heldur en mikið?

Fannar frá Rifi, 23.4.2009 kl. 23:38

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gulli og gleðilegt sumar.

Ég veit að þú skilur þetta mjög vel og kannski hefur þú heyrt um svona hættur í þínu starfi, sem er ábyrgðarmikið. Það er mjög eðlilegt að þínir kúnnar reyni að láta þér líða vel á alla lund, það flokkast undir heilbrigða gestristni.  En ef kúnnarnir færu að bera á þig milljónir þá værir þú bjáni ef þú fattaðir ekki að þeir vildu fá eitthvað í staðin.

Ef borgarstjóri eða borgarfulltrúi þiggur milljónastyrki frá verktökum sem eiga viðskipti við borgina eru menn komnir í snúna stöðu. Ef viðkomandi stjórnmálamaður sækist eftir að fá styrk fráfyrirtæki sem  hann sem umbjóðandi skattgreiðenda á í samningum við þá er hann á grásvörtu svæði.  

Sigurður Þórðarson, 23.4.2009 kl. 23:51

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fannar Gulli vinnur við að meta fjárfestingakosti og þess vegna tók ég þetta dæmi við hann. Ég er sammála ykkur báðum að vissu leyti. 

Reynslan sýnir að st jórnmálamenn eru jafn breyskir og aðrir menn, þess vegna verða þeir að sæta aðhaldi og eftirliti.  Stjórnmálamenn mega ekki vera svo bláeygir (og eru það örugglega heldur ekki) að halda að fyrirtæki sem eiga mikilla hagsmuna að gæta styrki þá bara af því bara. Dæmi: Ef Björgólfur Guðmundsson, sem átti mikla hagsmuni undir Reykjavíkurborg,borgaði auglýsingareikninga fyrir Steinunni Valdísi meðan hún var borgarstjóri, getum við spurt okkur:

Gerir hann það af því að honum finnst auglýsingarnar hennar flottar?  Eða vegna þess að hann telur sig græða á að hafa hana í embætti?  Ef við veljum seinna svarið er ekki endilega víst að það falli að hagsmunum Reykvíkinga.

Með sama hætti vakna upp spurningar varðandi stöðu Illuga í einkavæðingarnefnd  og Guðlaugs sem stjórnaformanns Orkuveitunnar í tengslum við styrki frá FL group.

Sigurður Þórðarson, 24.4.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband