Samfylkingin 12 af 18 þingmönnum vilja stjórnarslit Munar um Sleggjuna

Ágreiningur er kominn upp í Samfylkingunni þar sem 12 af 18 þingmönnum flokksins styðja ekki stjórnina lengur, eftir að samfylkingarfélögin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lýstu því yfir að þau vildu slíta stjórnarsamstarfinu tafarlaust. Að því gefnu að þessar  heimildir KristinnH%20Gunnarsson%20bb(1)séu  réttar stenst stjórnin ekki  vantraust þó Kristinn H. Gunnarsson greiði henni atkvæði  nema einhver tólfmenningana sitji hjá. Í því tilviki gæti atkvæði Kristins bjargað stjórninni.

 Getur Sleggjan bjargað stjórninni?


mbl.is Styðja stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Á formaðurinn í lýðræðisflokki, fremstur meðal jafningja, ekki að túlka meirihluta vilja flokksmanna?  Eða á hann að segja þeim hvað þeir eiga að hugsa?

Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 01:47

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ingibjörg er greinilega ekki alveg með á nótunum.

Jens Sigurjónsson, 23.1.2009 kl. 03:59

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þó Ingibjörg sé lasin virðist hún hafa krafta til að lemja meirihlutann til hlýðni.

Sigurður Þórðarson, 23.1.2009 kl. 09:45

4 Smámynd: Halla Rut

Auðvitað vill Kristinn ekki kosningar, hann er þá dottinn út af þingi. Allir eru þeir eins, hugsa aðeins um eigið rassgat (afsakið orðbragðið).

Júlíus: Þetta er rétt hjá þér. EN, skoðum ástæðu þess að Kristinn kaus með stjórnarflokkunum. 

Halla Rut , 23.1.2009 kl. 15:16

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þér Halla. Önnur ástæða er ekki sýnileg.

Sigurður Þórðarson, 23.1.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband