Eru kosningar = stjórnarkreppa? Rýnum í það.

Ég er kominn yfir miðjan aldur og því búinn að upplifa margar kosningar mig rekur ekki minni til stjórnarkreppu eftir að ég komst til vits og ára. Samt klifa stjórnarflokkarnir sínkt og heilagt á því að ekki megi kjósa því þá skapist  neyðarástand og  landið verði stjórnlaust. 

Veit þetta fólk ekki að það er að skapaðist neyðarástand á þeirra vakt og þess vegna vill fólk kjósa?

Veit þetta fólk ekki að erlendir sérfræðingar hafa sagt að líklegt sé að Íslendingar fái hærri vexti meðan þeir sem sváfu á verðinum eru enn við völd?

Veit þetta fólk ekki að ASÍ hefur sagt að það vilji fresta kjaraviðræðum vegna þess að ríkisstjórnin sé umboðslaus?

 Stjórnarherrarnir hafa líka sagt að ekki megi kjósa fyrr en þeir séu búnir að rannsaka orsakir hamfarana.

Veit þetta fólk ekki að vera þess við stjórnvölinn gerir alla rannsókn ótrúverðuga vegna þess að verk þeirra sjálfra hljóta að vera til skoðunar?39aRikisstjornGHHII

Veit þetta fólk ekki að þeim er ekki treyst?


mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kreppa eða leysi hvort hljómar betur?

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mjög skörp athugasemd hjá þér Júlíus.

Auðvitað eru þau að tala um stjórnleysi en kreppan hljómar verr og því er þessari grein veifað.  En hver er hin raunverulega ástæða fyrir því að þau vilja ekki kjósa?  Vilja þau hafa hönd í bagga með afskriftum eða  niðurfellingu skulda í bönkunum?  Ýmsar yfirlýsingar benda til að svo sé. Vilja þau hafa hönd í bagga með hvernig eignum sem tímabundið lenda hjá bönkunum, verður ráðstafað. Margt bendir til að svo sé.  Og af hverju er svona mikilvægt að einmitt þau séu við stjórnvölinn þegar þeirra eigin gerðir verða rannsakaða?

Spyr sá sem ekki veit. 

Sigurður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 21:08

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hver vill í ESB fangelsi í dag. Varla menn með viðskiptavit. Í upphafi skildi endinn skoða. Burt með meðalmennskuna í forustu Íslands:Alþingi og ráðuneytum. Þjóðin hefur einfaldlega ekki efni á því í stöðunni. Lífið er best skólinn til að læra fyrir þingsetu. Þau sem ekki hafa þorað að taka ábyrgð hafa sagt sér sjálf upp. Allir geta lifað á atvinnuleysisbótum. Allir geta orðið fyrir eignatjóni. Stétt með stétt. Þau hæfustu hneppi hnossið hverju sinni.

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 22:26

4 Smámynd: Jens Guð

  Stjórnvöld eru ráðalaus.  Þau skortir markmið, áætlanir og lausnir.  Þau sitja aðgerðarlaus í ráðaleysi sínum.  Forsætisráðherrann hefur bara bullað mánuðum saman.  Í apríl í fyrra fullyrti hann að efnahagslægð hafi náð botni og framundan væri bara góðæri.  Hann hrósaði sér af aðgerðarleysi sínu.  Taldi aðgerðarleysið vera allra meina bót.  Landið er stjórnlaust. 

  Forsætisráðherrann ráðalausi heldur því engu að síður fram að án sín við stjórnvöl verði landið stjórnlaust. 

Jens Guð, 23.1.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband