Mega þingmenn þiggja mútur?
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Menn tala núna fjálega um að uppræta spillinguna: Nýtt Ísland. Helstu hugsuðir landsins koma fram og leggja til að við stofnum nýtt lýðveldi. Hvorki meira né minna. Jafnvel framsóknarmenn tala nú um að kosið verði til stjórnlagaþings. Það er alveg ljóst að dýpt kreppan sem við stöndum nú frammi fyrir stafar ekki síst af spillingu, þar sem peningaöflin höfðu keypt sér öll þau áhrif í stjórnkerfinu sem þau vildu og þess vegna sungu stjórnmálamennirnir með þrátt fyrir að öll rauð ljós blikkuðu. Við þurfum þess vegna að fá heiðarlega stjórnmálamenn.
Fyrsta skrefið ætti að vera að þeir þingmenn sem hafa orðið uppvísir og fengið fangelsisdóm fyrir að þiggja mútur séu ekki kjörgengir. Í þessu er mikill fælingamáttur. Sé gerð undantekning frá þessu ætti að vera algjört skilyrði að einungis þjóðkjörinn forseti geti veitt sakamanninum uppreisn æru. Þá gætu spilltir flokksbræður ógæfumannsins, sem hugsanlega finna til samkenndar, ekki tekið sig saman um að bregða út öryggisneti fyrir félaga sem var svo óheppinn að gera tæknileg mistök þannig að upp komst. Þessir handhafar forsetavalds gætu líka verið undir óþægilegum þrýstingi þar sem sá sem gripinn var hótar að fletta ofan af hinum, um margfalt stærri spillingarmál og gefa jafnvel út bók um spillingu sem þessir félagar hans kunna að vera blandaðir í. Því er ekki rétt að setja veiklundaða handhafa forsetavalds í þá stöðu að hægt sé að ógna þeim með því að skrifuð verði bók.
Árni hótaði að skrifa bók, ef með þyrfti og fletta ofan af spillingaröflunum!
Lagt til að kosið verði til stjórnlagaþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Ljóð, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 22:47 | Facebook
Athugasemdir
góður pistill!
Guðrún Sæmundsdóttir, 14.1.2009 kl. 23:21
Gott innlegg Sigurður og sjónarmið sem þurfa einmitt að fara inn á stjórnlagaþing.
Gestur Guðjónsson, 14.1.2009 kl. 23:31
Skemmtileg pæling Siggi.
"Fyrsta skrefið ætti að vera að þeir þingmenn sem hafa orðið uppvísir og fengið fangelsisdóm fyrir að þiggja mútur séu ekki kjörgengir. Í þessu er mikill fælingamáttur. "
Þessum orðum þínum get ég verið sammála.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.1.2009 kl. 23:33
Já og væri ekki spillingarbók Árna öndvegis jólabók í ár. Kannski fara þingmenn að keppast um að skrifa bækur. það verður þá (ógn)vænlegt jólabókaflóðið í ár.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.1.2009 kl. 23:48
Góður pistill og hverju orði sannara! Ísland er ekki bara spillt að fordæmi Rússlands heldur er regluverkið ónýtt. Hvað hefur þetta lið verið að gera á Alþingi í öll þessi ár? Ekki að vinna fyrir okkur - það er alveg á tæru!
Þór Jóhannesson, 14.1.2009 kl. 23:49
Þetta er brilljant færsla og einmitt svið!
Ég fékk einu sinni 40 mjilljónir í "styrk" sem ég hef verið boðaður til RLR og eru kallaðar mútur. Orðið er ekki skýrt í íslenskum lögum svo engin fær ákæru á sig.
FME fékk ferðalök, kókaín og útlenskar stelpur í sumarbústöðum á Íslandi. Svaona samkvæmi myndi verða lögreglumál í hvaða öðru norðulandi sem er, nema á Íslandi. ´
Þingmenn eru á bólakasfi í hlutabréfaviðskiptum og fyrirtækjarehstri á sama tím og þeir eru þingmenn eða ráðherrara! FME forstjórinn fékk "hugboð" dagin á enn hann sjálfur tók yfir Lansbankan og seldi sín hlutabréf í Landsbankanum. Heppin gaur. Dagin eftir voru öll Landsbankabréf því hann mætti það sjálfur í Nafni Ríkisstjórnar og tók yfir bankann.
Aldrei fæ ég svona "hugboð". Fæ bara SMS, mail og símhringingar.
Hefur þú nokkurn tíma fegðið svona "hugboð" og árangurinn varð fleiri milljónir? Ég hef fengið hugmyndir, enn alddrei "hugboð" sem er það sama og hugskeyti. Ég trúi nú frekar fax eða símkeyti. Það er allt í þessum dúr í þessu kerfi.
Þetta kerfi var búið til fyrir framan nefið á öllum Íslendingum og engin móðmæli. Ekki neitt. Ætli Davíð ætli að stefna sænka bankanum fyrir að vara við Íslankum fjárhag? Þeir höfðu meiri skilning á íslenskum fjárhag en öll Ríkisstjórn , Bankastjórar og Seðlabanki til samans!
Þeir vorkenna bara svona villimanna- og indiánalandi.
Sendu mér mail, ég er með oskar.evropa@gmail.com þarf að eiga nokkur orð við þig sem ég vil ekki setja á bloggið.
Kveðja,
Óskar Arnórsson, 14.1.2009 kl. 23:59
Góður pistill!
Heidi Strand, 15.1.2009 kl. 00:01
Takk öllsömun. Mér fannst það vera mikið skapleysi að handhafar forsetavalds skyldu láta þessar hótanir yfir sig ganga. Árni þurfti ekki að gefa út bókina enda fékk hann að komast á þing.
Sigurður Þórðarson, 15.1.2009 kl. 00:07
Ops!
Þröstur, takk fyrir innleggið. Það var ekki forsetinn sem gerði þetta heldur handhafar forsetavalds sem biðu ekki boðana þegar forsetinn var kominn út á völl til að veita Árna uppreista æru.
Voru það ekki forsætisráðherra, forseti þingsins og forseti Hæstaréttar. Mig minnir að það hafi verið Geir Haarde, Sturla en ég man ekki hver forseti Hæstaréttar.
Sigurður Þórðarson, 15.1.2009 kl. 00:15
Í alþjóða viðskiptum sér í lagi á svæðum þar sem mútur eru sjálfsagðar: engin er sekur nema sekt hans sé sönnuð, eru erlendir fjárfestar[auðhringir] daglegt brauð. Þeir bjóða alltaf mútur ef það eykur hagnað fjárfestingarinnar til langframa. Það er aldrei hægt að sanna því paradísirnar eru út um allan heim [Luxemburg er næst okkur eftir hrunið].
Hinsvegar er ýmislegt sem bendir til þess hjá aðilum hér eins og lág arðbæriskrafa hvað varðar viðskipti við erlenda aðila. Maður hefur nú séð ýmsa lifa ansi hátt erlendis og gæti ímyndað mér að eignir margra þeirri eldri séu ekki skýrð með þingmannalaunum eingöngu. Fisksölusamtök vekja líka spurningar hjá mér. Áherslan er oftast magn: réttlætt með einfaldleika í sölumálum. Arabískur vinur minn spurði mig hvort einhver mjög háttsett persóna hefði fengið eitthvert dýrindis skart frá fursta í Dubæ. Ég kalla nú veislur sem venjuleg mánaðarlaun flokkast undir mútur.
Ef þessar mútur eru ekki í þágu þjóðarinnar allar þá mega aðilar alls ekki þiggja þær.
Júlíus Björnsson, 15.1.2009 kl. 00:18
sem kosta á gest
Júlíus Björnsson, 15.1.2009 kl. 00:20
Þakka þér kærlega fyrir þitt góða innlegg Júíus.
Sigurður Þórðarson, 15.1.2009 kl. 00:21
Takk kærlega Mannsi, verð í sambandi um helgina
Sigurður Þórðarson, 15.1.2009 kl. 00:23
Heyr heyr
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.1.2009 kl. 00:31
Takk Jóna, það væri gaman að svara hverju og einu ykkar en það er áliðið og ég er orðinn framlágur. Takk fyrir innleggin góða nótt zzzz
Sigurður Þórðarson, 15.1.2009 kl. 00:37
Er ekki hver maður að verða síðustur að gefa út bækur, áður en prentsmiðjur fara á hausinn eða þeim verður lokað af spillingum. En ég held barasta að ég sé sammála þér um allt, Sigurður.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.1.2009 kl. 00:39
Athugið! verðtrygging er á öllum lánum erlendis en raunvextir mest 2% á almenning. ESB er engin undantekning. Vextir af fasteignalánum erlendis taka mið af fasteignverðbólgu til langtíma kannski 3% og þá þá setja útlendingar 5% vexti ofaná lánin. Heimilið veður þá ekki vart við sveiflur á neysluvörum jafnt og hér. því að eitt ár er verðlág 5% og 1 ár er hún 2% eitt ár er hún 7% og 5 ár er hún 1%. Meðaltalið gefur 3%. kröfu á snertanlegu eignirnar allan tíma um 30 ár.
Kjósið ekki fólk sem heldur því fram að verðtrygging sé ekki grundvöllur allra lána. Kjósið ekki fólk sem segir 6% raunvaxtakröfu á heimilin réttlætanlegar.
Ég var dúx frá MS 82 í stærðfræði og fór í marga stærðfræði kúrsa í H.Í.
Ég hef líka rekið fyrirtæki og veit út á hvað raunveruleg viðskipti ganga út á.
Þeir sem segja að ESB losi Íslendinga við verðtryggingu eru að múta þeim með svikinni vöru til að greiða sér atkvæði.
Lækkun raunvaxtakröfur á almenning og hækka þær á áhættufyrirtæki og ofurlauna lið. Breytir skuldastöðu íslenskra heimila fljót. Þeir sem borga alltaf skuldir sínar með reiðufé og fasteigntryggingu eiga að borga lægstu raunvextina: hér sem erlendis.
Svikin Kosningaloforð eru ígildi svikinna múta. Mútar sá sem er mútað?
Júlíus Björnsson, 15.1.2009 kl. 00:42
Sæll Vilhjálmur og takk fyrir athugasemdina. Ert þú ekki sammála mér um að það sé skapleysi hjá handhöfum forsetavalds að láta Árna hóta sér?
Sigurður Þórðarson, 15.1.2009 kl. 00:44
Eins og ég sé það, þá er um að gera að brjóta af sér, hvíla sig á Kvíabryggju, og hoppa svo inn á þing aftur! Í slíkum tilfellum er eingöngu við kjósandann að sakast. Það er nú þetta með gullfiskaminnið.
Þráinn Jökull Elísson, 15.1.2009 kl. 00:53
Heill og sæll; spjallvinur góður, Sigurður, líka sem aðrir þeir, hverjir geyma vilja, sem brúka,, síðu Sigurðar, til forsorgunar sinna meininga !
Sigurður minn ! Fyrirspurn þín er; í hæsta máta hógvær. Hógvær; sökum þess, að ég get trúað öllum andskotanum, upp á þingseta flesta.
Hefi margnefnt; þennan mögulega löst þeirra, á minni síðu, sé grannt skoðað, Sigurður minn.
Þessi auma stofnun; Alþingi, hvert betur hefði ei verið endurreist, á 19. öldinni, á engrar virðingar að njóta - miklu fremur, útikamrar þeir, hverjir í aldanna rás, hafa þjónað Reykvízkum, sem gestum þeirra, mörgum.
Svo, afstaða mín, sé alveg ljós, ykkur öllum, Sigurður minn !!!
Með baráttukveðjum; vísum, sem oftlegast /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 01:24
Árni er stálheiðarlegur miðað við þá sem ekki eru búnir áð fá dóma og hann er enginn krimmi Þröstur. Hann er náðaður samkv. lögum.
Hann var bara að gera eins og allir hinir, enn það komst upp um hann. Dadíð Oddson stal einu sinni 1, 3 milljarði, og mér vitanlega hefur engin kæra borist. "Þetta er einkamál" sagði lögreglan. Ekki hægt að kæra. Ég er með öl skjöl sem sanna þetta.
Þarf ekki einu sinnin að rannska, bara senda beint til saksóknara. En þá rekst maður á Valtý Sigurðsson Ríkissaksóknara sem hendir því bara á ruslahauganna. Hann er jú ráðinn til að vernda Sjálfstæðismenn.
Forseti á að vera maður með viti og með miklu meiri völd. Núna er hann bara puntudúkka í íslenskum stjórnmálum. Engan útbrendan stjórnmálamann.
Það er íslenska þjóðin sem er búin að vera í kóma, enn ekki gangsterarnir sem stjórna landinu. Þjóðin eru að ranka við sér núna, af því það hurfu samanlagt 5000 milljarðar úr bönkunum sem engin veit "hver á", eða hvar eru geymdir. Allt í gjaldeyri. Smá skuld sem lenti á Ríkinu.
"Þetta er bara einhvernvegin" á vel við stjórn landsins. "Gerum þetta bara í næstu viku" passar líka.
Hver ætlar að leggjsat gegn mútu-kúlturnum á Íslandi í stjórnmálum? Neytendasamtökinn, Rauði Krossinn? Kirkjan? Nei, gömlum hefðum verður ekki breytt.
Íslenska þjóðin hagar sér gagnvart greinilegum bjánum í Ríksstjórn, Seðlabankastjórn og embættismannakerfinu, eins og hirðin í kring um aðalinn í Frakklandi, nema það vantar bara hárkollurnar á landann.
Hneigja sig ig beigja í allar áttir og þrátt fyrir einhver "friðsamleg mótmæli" þá skellihlægja þessir sömu menn að íslenskum skríl. Svo kekur alvarlega "lookið" á þá þegar þeir tala opinberlega.
Sér þetta enginn? Jú ég held að fullt af fólki sjái þetta, og hneykslist bara og fá sér bara kaffibolla og kvarta meðan þeir svo fá sér kleinu með kaffinu við félaga sem síðan eru á sama máli, enn gera ekki neitt heldur.
'Íslenska þjóðinn bjó til þessa Ríkisstjórn og er hægt að mæla bæði vit og visku hins almenna borgara út frá þeirri staðreynd. Það er bara að sætta sig við þetta. Ekkert annað.
Spilling er t.d. kallað "að hafa góð sambönd" á Íslandi. Og bara þar! Og svo mun það verða um langa framtíð.
Óskar Arnórsson, 15.1.2009 kl. 01:30
Árni hefði aldrei verið kosinn aftur á þing í raunverulegu lýðræði. Þetta er enn eitt dæmið um flokksræðið sem Njörður P. bendir á. Það er flokkurinn sem velur Árna í öruggt sæti á listanum og svo kjósa kjósendur Sjálfstæðisflokkinn (með góðri samvisku? veit það ekki) og finnst þeir ekki vera að kjósa glæpamanninn.
Flokksræðið er algjört!
Þór Jóhannesson, 15.1.2009 kl. 02:02
Já, margt skrýtið í kýrhausnum Sigurður, þörf og góð færsla.
Georg P Sveinbjörnsson, 15.1.2009 kl. 04:03
Júlíus? Hvar eru verðtryggð lán erlendis? Ég reyndi að útskýra fyrir sænskum bankastjóra hvað vertrygging væri og er betur talandi á sænsku enn íslensku. Það var ekki nokkur leið.
Í hvaða löndum er verðtrygging á almennum venjulegum lánum? Ertu með einhvern lista?
Endilega skelltu honum á bloggið. Þetta hefur alveg farið framjhá mér, og er búin að vera um allann hnöttin, nema Afríku...
Óskar Arnórsson, 15.1.2009 kl. 07:00
Þakka ykkur Þráinn, Óskar, Mannsi, Þór og Georg fyrir athugasemdirnar.
Sigurður Þórðarson, 15.1.2009 kl. 07:39
Hvenær drepur maður mann...og hvenær drepur maður ekki mann? Það er í raun ekkert auðvelt að átta sig á því hvað eru mútur og hvað er styrkur til framboðs. Hér ætla ég ekki að verja Árna Johnsen en vil koma smá raunsæi á kortið.
Hvað varðar kjörgengið er ég alveg sammála þér Sigurður. Það er ekki óeðlilegt að um það gildi sérstakar reglur og strangari en annað. Um auðgunarbrot hlýtur að vera hægt að setja slíkar reglur.
Reyndar fá sakamenn ekki einu sinni að kjósa í Bandaríkjunum en það má spyrja sig hvar eigi að draga mörkin. Hvað með umferðarlagabrot?
Hins vegar verð ég hér að benda á að það voru íbúar í kjördæmi Árna sem kusu hann í prófkjöri og komu honum þannig á listann í öruggt sæti en ekki einhver illgjörn flokksklíka eins og hér hefur verið gefið í skyn. Það má líka setja spurningamerki við það ef vilji þessarra kjósenda hefði verið hafður að engu - hvað með lýðræðið? Mér er það til efs að allir í forystu flokksins hans Árna hafi verið ánægðir með þessa niðurstöðu.
Eins og ég sagði þá er ég sammála þér Sigurður með strangari reglur varðandi kjörgengið... það gæti sparað okkur margt rifrildið og vesenið en ég vildi bara benda á að málið er ekki bara svart eða hvítt.
Örvar Már Marteinsson, 15.1.2009 kl. 09:07
Fyrir utan það að "þrískipting ríkisvaldsins" er þverbrotin, bloggaði um það sjá hérog sendi til tveggja þingamanna sem báðir eru lögmenn og hafa talað mikið um stjórnarskrárbrot og einnig hafa þeir talað eitthvað um spillingu, en hvorugur þeirra hefur séð nokkra ástæðu til að svara þessu sem ég sendi þeim, er ég þess fullviss að hvert einasta orð í þessari grein er rétt og mætti bara taka sterkar til orða, ef eitthvað er.
Jóhann Elíasson, 15.1.2009 kl. 09:22
Tek algjörlega undir með þér Sigurður, flott grein hjá þér.
Svona til að halda því til haga forsetinn náðaði ekki Árna Johnsen, það voru Sólveig Pétursdóttir, Geir Haarde og man ekki hvað hæstaréttardómarinn heitir en þau voru handhafar forsetans og skelltu sér í þetta skítverk meðan forsetinn brá sér af landinu. Sólveigu hefur náttúrulega ekki fundist mikið til um þjófnað Árna hún hafði jú góðan samanburð frá manni sínum, meðan hún var Dómsmálaráðherra. Hvar í veröldinni hefði slíkur fengið að sitja áfram nema hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2009 kl. 09:41
Sæll Sigurður og aðrir, sem tjáð hafa sig hérna. Um þetta tiltekna mál Árna mætti skrifa langa ritgerð, en ekki ætla ég mér það, ekki að þessu sinni. Aðeins nokkra punkta set ég hér á blað. Íhaldið hér í Eyjum hefur verið sterkt svo langt sem elstu menn muna og eru því miður enn. Á árunum áður átti íhaldið hérna öll þau fyrirtæki og fiskverkanir, sem eitthvað hvað að. Þar með höfðu þeir í höndum sér velflest störf í þessu bæjarfélagi og einnig lengst af yfirstjórn bæjarmála, haft meirihluta bæjarfulltrúa hér í Eyjum lengst af. Þessi tök á bæjarfélaginu hérna hafa þeir aldrei sleppt, allt fram á þennan dag. Þegar Árni og hans fólk (sjálfstæðisflokksfólk og nokkrir í ætt við Ragnar Reykás) hófu hér herferð, aðallega hér í Eyjum, að Árni fengi aflausn sinna synda með því m.a. að safna undir skriftum og áróðri sem að stærstum hluta gekk út á það, að hann Árni væri sko ekkert verri en hver annar. Árni má eiga það, að hann var duglegur að ota málefnum sem viðkom Eyjunum áfram og allir gátu leitað til hans með sín vandamál, sem hann leysti oft og vel af hendi og verður það ekki af Árna tekið. Sem dæmi um ákafa manna hér í bæ fyrir, að sem flestir skrifuðu á stuðningslista Árna. Má geta þess, að ég sem skrifa þessa færslu vinn við þjónustu fyrirtæki í eigu Vestm.bæjar og yfirmaður þess spurði mig hvort ég ætlaði ekki að skrifa á listann. Ég sagðist enga ástæðu sjá til þess og brást minn yfirmaður ókvæða við og hafði á orði, að allir værum við þessir kommar eins. - Þannig að fleiri en bara þingmenn ´Sjálfstæðisflokksins hafa þarna haft áhrif á, að Árni "gekk aftur".
Þorkell Sigurjónsson, 15.1.2009 kl. 11:00
Óskar! það er eðlilegt að það hafi farið fram hjá þér. Erlendis kemur fram Afborgun + kostnaður + vextir. Erlendi banki hefur sína formúlu til að ákvarða sína Vexti: [út] Vextir = verðtrygging + raunvextir.
Í Bretlandi t.d. [út] Vextir =7% = 4,5% + 2,5%. Þar sem verðbólga er 4,5% að meðaltali.
Bretar sundurliða ekki eins og á Íslandi Vextina, viðskiptavinurinninn sér bar eina tölu.
á Íslandef verðbólga í mánuðinu væri 4,5% þá er það rukkað sem verðbótaþáttur.
Vextir settir fram í tveimur tölum.
Það sem er að á Íslandi er að raunávöxtun fasteignalána er að jafnaði 300% hærri en erlendis. Margt smátt gerir eitt stórt á 25 -40 árum.
Á Íslandi er gerð krafa um að höfuðstóll tvöfaldi sig á 12 árum.
Erlendis er gerð krafa um að höfuðstóll tvöfaldi sig á 35 árum.
Þessi okur raunávöxtun á almenningi er vandinn almennt.
Notkun CIP til að ákveða verðbólguvaxtaþátt [verðbætur] á fasteignlánum almennings á Íslandi fellur því að breytingar á erlendum gjaldeyrir koma strax fram á greiðsluseðli Íslendings.
Útlendir gera sínar eigin fasteignavísitölur þegar þeir reikna vexti á fasteigna lánum almennings [þær eru samkeppnis leyndar mál]
Í útlöndum er miðað við breytingar á fasteignaverði á mörgum mánuðum , árum og það að verðbólga má ekki vara yfir 7%. Og hóflega raunvaxtakröfu.
6% ávöxtunarkrafa á almenning er ávísun á hrun. Við förum ekki inn í ESB fyrr en við erum búinn að lækka þessa kröfu og er það eina sem er gott við okrið.
Júlíus Björnsson, 15.1.2009 kl. 11:45
Takk Júlíus fyrir skýr og greinagóð svör. Enn hvernig stendur á því að ekki einu sinni bankastjórar í Svíþjóð skilja hvað verðtrygging er? Eru það bara nöfn sem ery á sama fyrirbærinu?
Enn Þeir skilja stýrivexti og almenna lánavexti og allir sem ég tala við segja það sama.
Þetta mun ganga af íslensku efnahagslífi dauðu ef það er ekki stoppað strax í gær! Takk fyrir gott svar.
Óskar Arnórsson, 15.1.2009 kl. 13:15
Kæru bloggarar ég hef ekki tíma til að svara hverjum og einum núna, geri það síðar en læt þetta duga þangað til. Ég lít ekki á setu Árna á þingi sem brýnt þjóðfélagsvandamál en það endurspeglar samtímann við skulum hafa eftirfarandi yfirlýsingar Árna í huga:
1. Að brot hans séu smávægileg.
2. Að brot hans séu tæknileg mistök
3. Að hann hafi tekið á sig sök fyrir aðra.
4. Að ef ráðandi aðilar muni leggja stein í götu hans að fara aftur í pólitík muni hann fletta ofan af spillingunni á Íslandi og segja til þeirra manna sem brotlegir eru.
5. Að hann sé tilbúinn með bók þar sem hann muni upplýsa ýmislegt misjafnt og þar muni hann ekki hlífa mönnum sem séu hærra settir en hann.
6 Þegar hann verði búinn að fletta ofan af spillingunni muni menn sjá að hans brot séu hreinir smámunir miðað við það sem hefur tíðkast.
Sigurður Þórðarson, 15.1.2009 kl. 13:19
Hættu að kalla mig mansa Siggi! Þetta er barnanafnið mitt og flestit eru hættir þessu uppnefni nema nokkrir aðilar. Ég fékk þetta nafn vegna þess að þetta var fyrsta orðið sem ég sagði aftur og aftur þegar ég var að læra að tala.
Mundu að ég var fluglæs 5 ára gamall! Kunni stafrófið 2ja ára gamall. Var talin "furðulegur" bara út á það. ;) Það er samt alveg rétt að ég eer svolítið "furðulegur"! Ekki satt Siggi?
Óskar Arnórsson, 15.1.2009 kl. 13:23
Það var eftir að hann hafði gefið þessar yfirlýsingar sem í raun er bein hótun sem Geir, Sólveig og Markús veittu honum uppreista æru gott ef dómsmálaráðuneytið var ekki búið að blessa málið líka.
Þá stendur eftir spurningin: auðvelduðu hótanir Árna honum að fá uppreista æru?
Sigurður Þórðarson, 15.1.2009 kl. 13:23
Kæri Sumarliði Óskar, ég meina þetta alls ekki neikvætt og er síst af öllu að uppnefna þig. Þú veist að við erum gamlir og góðir félagar og fyrir mér verður þú alltaf gamli góði M.... fyirgefðu Óskar ætlaði ég að segja og á alveg rosalega erfitt með að venja mig á það en lofa að reyna mitt besta.
Sigurður Þórðarson, 15.1.2009 kl. 13:28
Takk Siggi ;)
Óskar Arnórsson, 15.1.2009 kl. 13:32
Örvar, takk fyrir þínar góðu pælingar. Það eina sem mér finnst einkennilegt í þessu öllu saman er að Árni hafði í hótunum við þau öfl sem hugsanlega voru í aðstöðu til að hefta för hans, þ.m.t. flokksforystan, dómsmálaráðuneytið og handhafa forsetavalds.
Sigurður Þórðarson, 15.1.2009 kl. 14:30
Sæll Sigurður! Ég get tekið undir það sem þú segir í pistli þínum og finnst löngu kominn tími til að fólk í ábyrgðar- störfum og atöðum þurfi að hafa ákveðionn hreinleika á mannorði sínu. Ég get því einnig tekið heils hugar undir það sem Örvar Már, segir hér að ofan.
Umræður Júlíusar og Óskars um vexti og verðtryggingu eru mikið stærra mál en hægt er að ræða í svona innskoti. Þess ber þó að geta að alls staðar í veröldinni, þar sem reiknaðir eru vextir á lánsfé, er áætluð verðbólgutala inni í vaxtaprósentunni, líkt og Júlíus útskýrir. Þannig greiðir fólk í raun verðbætur með hverri afborgun, en raunvextir eru hins vegar lágir. Helgast það fyrst og fremst af vandvirkni lánastofnana við útlán, að lítið er lánaðþar sem endurgreiðsla er vafasöm. Fjármunatap er því lítið.
Það sem hins vegar er sérstak við Ísland, er að hér er hin erlenda vaxtatala, með innifalinni verðbólu, notuð sem grunntala undir vextina eina og við það bætt ákveðnu vaxtaálagi, sem getur orðið 4,5% og í einstöku tilfellum hærra. Við erum hins vegar ein um að nota neysluvísitölu til þess að hækka reglulega höfuðstól lána. Slíkt er hvergi gert í veröldinni, nema hér.
Guðbjörn Jónsson, 15.1.2009 kl. 14:53
Sæll Sigurður! Ég get tekið undir það sem þú segir í pistli þínum og finnst löngu kominn tími til að fólk í ábyrgðar- störfum og atöðum þurfi að hafa ákveðionn hreinleika á mannorði sínu. Ég get því einnig tekið heils hugar undir það sem Örvar Már, segir hér að ofan.
Umræður Júlíusar og Óskars um vexti og verðtryggingu eru mikið stærra mál en hægt er að ræða í svona innskoti. Þess ber þó að geta að alls staðar í veröldinni, þar sem reiknaðir eru vextir á lánsfé, er áætluð verðbólgutala inni í vaxtaprósentunni, líkt og Júlíus útskýrir. Þannig greiðir fólk í raun verðbætur með hverri afborgun, en raunvextir eru hins vegar lágir. Helgast það fyrst og fremst af vandvirkni lánastofnana við útlán, að lítið er lánaðþar sem endurgreiðsla er vafasöm. Fjármunatap er því lítið.
Það sem hins vegar er sérstak við Ísland, er að hér er hin erlenda vaxtatala, með innifalinni verðbólu, notuð sem grunntala undir vextina eina og við það bætt ákveðnu vaxtaálagi, sem getur orðið 4,5% og í einstöku tilfellum hærra. Við erum hins vegar ein um að nota neysluvísitölu til þess að hækka reglulega höfuðstól lána. Slíkt er hvergi gert í veröldinni, nema hér.
Guðbjörn Jónsson, 15.1.2009 kl. 14:53
Jakobína,
ég tek undir með þér að spillingarbók Árna væri prýðis jólabók og hún væri áreinalega mjög fróðleg. Hitt veit ég að eftir að dómsvaldið og handhafar forsetavalds urðu við kröfum Árna missti hann áhuga á að upplýsa um spillinguna. Því virðast handhafar dóms- og forsetavalds hafa eyðilagt þessa gagnlegu og góðu jólaskemmtun fyrir almenningi.
Maður getur varla fyrirgefið þeim það
Sigurður Þórðarson, 15.1.2009 kl. 18:48
Sama hér Laxdæla þá fyrsta alvörubókin.
Júlíus Björnsson, 15.1.2009 kl. 21:10
Nú, jæja Júlíus! Við eigum þá eitthvað sameiginlegt. ;)
Óskar Arnórsson, 15.1.2009 kl. 22:05
Þið eruð merkismenn báðir tveir.
Sigurður Þórðarson, 15.1.2009 kl. 22:49
"Og var Ólafur snemma ólæs" sagði maðurinn í ræðunni sem hann flutti til heiðurs Ólafi heitnum Thors. Ekki veit ég um lestrarkunnáttu Ólafs Thors en fáir fluttu snjallari ræður. Og auðvitað var þetta kátlegt mismæli.
Þegar ég velti fyrir mér mikið umræddu dóms-og sýknunarmáli umrædds manns verð ég ævinlega dálítið hugsi. Árni Johnsen er óvenjulegur maður á flesta lund og margra manna maki að kostum sem göllum. Hvorttveggja er utanáliggjandi og öllum sýnilegt. Innan um það geldfé í fletum skilningi sem fyllir þingflokk hans finnst mér hann bera af eins og gull af eiri.
Aflátsathöfnin með fulltrúum forsetavaldsins var hörmungaratburður í tilliti pólitískrar siðfræði með þessari þjóð. Hann var eiginlega aukapersóna í þeim leik.
Árni Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 22:50
Júlíus! Ég er líka nokkuð sleip í stærðfræði (ekki læs fyrr en 7 ára og ekki vel skrifandi fyrr en 14 ára!- þetta eu að vísu FULLKOMIN aukaatriði - )Erindið við þig var að taka undir með þér og Guðbirni J. hve raunvaxta-okrið hérlendis er stóralvarlegt. Hef sjálf reynt að skjóta þeirri staðreynd inn í bloggið. Nú er helst að heyra að íslensku bankarnir muni fara aftur á hausinn, ef hnikað verði við þessu verðtryggða vaxtaokri þeirra - og einnig ef krónan styrkist, því þá lækki "körfu"-lánin! Valdhafar virðast trúa því að hægt sé að Marg-slátra kúnni og mjólka hana samt áfram, ef til stendur að setja stóran hluta almennings og atvinnuvega landsins í gjaldþrot, til verndar bönkunum!
Hlédís, 15.1.2009 kl. 23:45
Við erum ekki öll eins, ekki einu sinni systkyni og bræður, staðreynd sem gleymist oft hjá hæstráðendum risa samfélaga. Hver einstaklingur á fá að njóta, sín í þágu heildarinar, á sínum forsemdum. Þess vegna hlusta ég alltaf á hvern einstakling áður en ég legg mat á hann. Hef alltaf haft það gott í Evrópu, Afríku, Suður Ameríku og Norður. Hjá öllum stéttum. Í Róm hegðar maður sér eins og Rómverji. Í Napólí... Brást mér aldrei. Múhameð fór til fjallsins, en fjallið....
Júlíus Björnsson, 16.1.2009 kl. 00:05
Velkomin og takk fyrir innlitið Árni og Hlédís. Árni þú segir að nafni þinn hafi verið aukaleikari en þá gefur þú þér að hótanir hans hafi engin áhrif haft á yfirmenn dómsmála og handhafa forsetavelds.
Tvennt í þessu máli er fordæmalaust:
1. Hótanir Árna
2. Snör viðbrögð yfirvalda, bæði handhafa forsetavalds og dómsmála.
Eru þetta sem sagt bara tilviljanir? Eða létu yfirvöld hótanir Árna sem vind um eyru þjóta og juku hraðan fyrir tilviljun?
Sigurður Þórðarson, 16.1.2009 kl. 00:14
Sæll Siggi , mér er ekkert illa við Árna en ég held að flestir geri sér grein fyrir því að hann átti ekki að fara á þing aftur , Árni er hinsvegar afar klókur maður og stillti sjálfum sér upp sem talsmanni sjómanna gegn hinum mjög svo umdeilda nafna sínum Árna Matt meðal annars . Mér er sagt að hann sé hunsaður af samherjum sínum og hljóti að hætta eftir þetta kjörtímabil . kv .
Georg Eiður Arnarson, 16.1.2009 kl. 07:49
Tek undir með Hlédís.G og Júlíussi, ásamt Guðbirni sem líklegast veit mest af öllum um þessi vaxtamál.
Það er vilja gert að hafa stýrivexti svo háa að bara sá gjörningur setur þúsundir fyrirtækja á hausinn. 18%?
Bankavextir eru þeir hæstu í heiminum. Þetta kemur til af því að íslendingar eru algjörlega fatlaðir á félagsmál.
Ef baður ætlar að byggja hús (samfélag) byrjar maður á grunninum. (þeir sem minnst mega sín) síðan koma veggirnir (millistéttinn) og síðast þakið! (Aðallinn.) Kann nokkur að smíða "hús" (félagsmál) á Íslandi?
Aldeilis ekki! Hvað er að Árna Jhonsen? Ekki neitt. Ég myndi frekar vilja Lalla jóns sem fjármálaráðherra enn Árna Matt.! Hvers vegna? Hann stelur aldrei meiru enn hann þarf.
Óskar Arnórsson, 16.1.2009 kl. 07:54
Sæll Goggi,
Ég er sammála því að Árni Johns er skemmtileg týpa og mikklu skemmtilegri en nafni hans fjármálaráðherrann.
En ef einhver myndi hóta mér svona opinberlega myndi ég skora á hann að koma með allt sem hann vissi.
Það gerðu valdhafarinir ekki heldur hröðuðu afgreiðslunni "uttmost urgent express" Ólafur brá sér af landi brott í í tvo daga og þessu var hespað af á meðan og til þess þurfti hraðsendiboða milli ráðuneyta. Fjölmiðlar spurðu aldrei af hverju.
Sigurður Þórðarson, 16.1.2009 kl. 08:14
Óskar, þú gleymir einu.
Lalli Johns stelur aldrei því sem honum er trúað fyrir.
Sigurður Þórðarson, 16.1.2009 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.