Jólasveinn reyndi að hleypa fundinum upp

astthor_tru_ur.jpgÁ tímabili lá viðað syði uppúr á sáttafundinum í Iðnó, þegar friðarsinninn Ástþór Magnússon kom í jólasveinabúning og gerði sitt besta til að hleypa fundinum upp.  Jónasveininum var að lokum vísað á dyr og róaðist fundurinn þá og endaði í friði og spekt. Segja má að mikill órói sé nú í kring um jólasveina því ISG var um það bil búin að koma sér út úr húsi í Samfylkingunni með því að lýsa yfir eindregnum stuðningi við jakkafataklæddan jólasvein í ríkisstjórninni. big-ArniMMathiesenI4Y1715___jpg_550x400_q95 Asthor_Magnusson_a_birosagon
mbl.is Fundi lokið í sátt og samlyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þig vantar þessi sjónarmið í greinina þína:

Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi

Ástþór Magnússon í búningi jólasveinsins Ég gekk að dyrunum, fjöldi svartklæddra öryggisvarða í skeggræðum og ég smeygði mér hljóðlega framhjá þeim grímuklæddur sem jólasveinninn.

Barði stafnum hennar mömmu minnar sálugu í gólfið og hrópaði "Fær jólasveinninn að tala hér?"

Mikið fát kom á Gunnar leikstjóra sem hótaði að slíta fundinum ef jólasveinninn fengi orðið.  Ekki mátti heldur afhenda lögreglustjóra kærugjafir úr poka sveinka.

Eftir vel æfðum handabendingum af leiksviðinu var ég um leið umkringdur svartklæddum öryggisvörðunum sem tóku sig til og í orðsins fyllstu merkingu báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi undir hrópum mínum "Það er verið að bera jólasveininn út af fundinum"

Kommúnistar fjarlægja fundargest Þegar út í bíl var komið og búið að taka niður skegg-grímu sveinka komu aðvífandi nokkrir fundargesta og sögðu að búið væri að "kjósa þig" inná fundinn. Ég gekk með þeim til baka að hurð leikhússins en þar biðu þá aftur öryggisverðirnir, nú ekki eins utangátta, og vörnuðu mér inngöngu.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf um leiksýninguna Opinn borgarafund?

Útilokað er að byggja nýtt Ísland á grímuklæddum leiksýningum og sovét-fasískum vinnubrögðum. 

Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 23:10

2 identicon

Sigurður þessi jólasveinn er ekki orðlaus.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:15

3 identicon

Þú ert vitfirrtur, Ástþór.

Elvar (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:16

4 identicon

Ég varði jólasveininn af alúð, fannst forsendurnar þó breyttar um leið og ég komst að því að þetta væri þú, Ástþór. Í fyrsta lagi þá finnst mér þú hafa ýmis tækifæri til að tala hingað til, ef þú hefðir viljað tala hefðirðu amk getað mætt án jólasveinabúningsins og beðið um að fá að spyrja spurninga eins og aðrir, og kynnt þá kæru þína með þeim hætti. Auk þess verður ekki því ekki neitað að þú hefur hingað til fengið nokkur tækifæri til að tjá þig, en flestir almennir borgarar hafa ekki kynnt sjónarmið sín í gegnum forsetaframboð. 

Þá hefðirðu eflaust ekki mætt sömu "leikstýringu" og þarna. Þar sem þú hefur þegar átt í útistöðum við þá sem standa fyrir þessum fundum get ég mun betur skilið það viðhorf þeirra að vilja koma þér út. Svipað og að það er skiljanlegt að neita manni inngöngu að bar sem er iðulega með stæla og leiðindi við aðra gesti.

 Ég vil ítreka að ég hefði varið þetta við flest önnur tilefni, ef manneskju er svo annt um að fá að koma máli sínu á framfæri að það klæðir sig upp í jólasveinabúning finnst mér sú viðleitni amk verðskulda orðið í smástund. Ég vil líka meina að fyrir forvitnissakir hefði mér alveg þótt þú eiga rétt á að fá tækifæri til að kynna erindi þitt, stuttlega, í nafni þess að halda friðinn og svo hefði fundurinn haldið áfram.

Þetta fór aðallega illa í mig því ég vissi ekki hver þetta var og hvað hann hafði að segja, og þótti leiðinlegt að það ætti að loka á borgara á borgarafundi frá því að tjá sig. En því miður Ástþór, þar sem þú áttir í hlut get ég mun betur skilið afskipti dyravarða og fundarhaldara.

Á sama tíma set ég spurningamerki við að fundarstjóri hóti að slíta borgarafundi... finnst það bera vott um foringjatakta sem ég er kominn með hundleið á. En ég veit ekki nákvæmlega hvað hefur farið milli hans og Ástþórs áður, skildist að það væri eitthvað sem útskýrði hvers vegna hann hafi orðið jafn pirraður og hann varð.

en þetta leit allavega mjög illa út, og olli því að ég ætlaði að yfirgefa fundinn, svo þegar ég kom út sá ég hver átti í hlut og fannst forsendurnar því allt aðrar, svo ég sneri aftur inn og þar var málið betur útskýrt.

Ég vil líka ráðleggja þér Ástþór ef þú hefur eitthvað til málanna að leggja þá er örugglega lítið mál að fá að spyrja spurninga á sama hátt og aðrir borgarar, svona pólitískur aktívismi á betur heima á stöðum sem reyna að loka á umræðu eða sjónarmið, ekki opnum borgarafundi sem þessum.

Guðjón (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ þvílík vitleysa allt sama og yfirgangur í einum manni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband