Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er markleysa

Sjálfstæðisflokkurinn mun gera allt sem í hans valdi stendur til að forðast kosningar, bæði vegna þess að hann stendur illa í skoðanakönnunum og ekki síður vegna þess að gríðarlegar Geir_Haardeeignir eru nú að færast til ríkisins sem forysta flokksins vill ráðstafa til sinna manna.  Ingibjörg Sólrún hefur sett Sjálfstæðisflokknum skýra kosti: Samþykki landsfundurinn ekki ESB aðild mun hún slíta stjórnarsamstarfinu og efna til kosninga.

Því er sjálfstæðismönnum nauðugur einn kostur þ.e. þeir verða að samþykkja ESB tillögur Samfylkingarinnar. Þess vegna er landsfundurinn sjónarspil og markleysa.


mbl.is Segir utanríkisráðherra vinna gegn ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ertu viss um þetta? Ég held að flokkurinn verði að halda landsfund núna, þétta raðirnar, gera upp mál, marka stefnu til framtíðar. Hárrétt ákvörðun. En þú virðist sjá þetta frá öðrum sjónarhóli.

Baldur Hermannsson, 4.1.2009 kl. 19:44

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst hann hafa mikið til síns máls ef trúa má sögusögnum um að allir stjórnmálflokkarnir " að Sjálfstæðisflokknum undanskildum" líta á eignir ríkisins sem sínar og rétturinn sé þeirra að ráðstafa þeim til sinna manna. En ég hef nú aldrei heyrt að Sjálfstæðisflokkurinn geri svoleiðis.

Gísli Ingvarsson, 4.1.2009 kl. 20:23

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Athyglisverð ábending, Gísli. Má ég vitna í þig?

Baldur Hermannsson, 4.1.2009 kl. 20:26

4 identicon

Eigum við ekki að fá eihverja aðra en misvitra pólitíkusa til að stjórna landinu okkar? Er ekki nóg komið af þessum bakeyrnablautungum?

axel (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 20:45

5 identicon

ég er viss um það að Haarde höndlaði ekki að vera verslunarstjóri í litlum söluturni hvað þá meira!!!!

lelli (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 20:56

6 identicon

já til sinna manna sama sukkið áfram.

gunna (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 21:03

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka ykkur öllum athugasemdirnar.

Það getur vel verið Baldur að það sé rétt hjá Sjálfstæðisflokknum að halda landsþing en það vita allir niðurstöðuna vegna þess að hún er þvinguð.

p.s. 

 Ef ég fengi að ráðayrði hún önnur "men det er nu en anden sag"

Sigurður Þórðarson, 5.1.2009 kl. 00:19

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Siggi, skýrðu út í 20 orðum hver þú vilt að hún verði! Ég ætla svo að bera saman við útkomuna!

Baldur Hermannsson, 5.1.2009 kl. 00:58

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tel að það muni gagnast Íslendingum illa að fara í ESB og myndi vilja að sú yrði niðurstaðan þar.

Sigurður Þórðarson, 5.1.2009 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband