Nú er í tísku að krefjast launalækkunar

Nú er greinilega að komast í tísku að krefjast þess að fá lægri laun. fyrstur var einn bankastjórana, þá komu þingmenn, ráðherrar og nú forsetinn. Vonandi, fyrir okkur skattgreiðendur verður þess skammt að bíða að æðstu embættismenn muni keppast við að hafa lægstu launin á sínum vinnustað?  Á 39aRikisstjornGHHIIalmennum markaði hafa fjöldi manna ýmist beðið um eða samþykkt launalækkun til að halda vinnunni. Ég ég myndi samt ekki endurráða sömu ríkisstjórn þó hún byðist til að halda áfram í sjálfboðavinnu.

 


mbl.is Ólafur Ragnar fer fram á launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Frjáls markaður í þágu fjöldans hefur tilhneigingu til að laga sig að aðstæðum, ef skrifræði og ráðstjórn komi ekki í veg fyrir það.

Sama hyggja byggði á siðum sem ríkja í vestrænum trúuðum samfélögum þó áður hafi ekki þótt ástæða til að taka það fram sérstaklega.

Það er alveg augljóst að margir sem tengjast ríkistjórninni eru illa fyrirkallaðir og veitti ekki af því taka sér tímabundna hvíld frá störfum.

Júlíus Björnsson, 21.12.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vel að orði komist hjá þér Júlíus, að vanda.

Sigurður Þórðarson, 21.12.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Sammála þér að ég vil ekki endurráða ríkisstjórnina þó þau myndu vilja vinna í sjálfboðavinnu.

Fyndið með þessar launalækkanir. 

Guð gefi þér og þínum Gleðileg Jól og farsæld um ókomin ár.

Vertu Guði falinn kæri vinur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.12.2008 kl. 21:56

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þarf hærri laun, ég er láglaunamanneskja og þarf nauðsynlega launahækkun til þess að mæta hækkandi matarverði. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.12.2008 kl. 01:45

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk sömuleiðis Rósa.

Jóna, launin eiga bara eftir að lækka, því miður.  Það var ljóst 8. des þegar alþingi samþykkti að borga Icesave skuldirnar. Geir sagðist ekk láta kúga sig en hann lét ESB og ISG kúga sig til að veðsetja framtíð ófæddra íslenskra barna til æviloka. En lánin eru afborgunalaus næstu 3 árin eða rúmlega út þetta kjörtímabil.

Af hverju vildi ISG ganga að þessum ósanngjörnu kröfum, sem gera barnabörnin okkar að þrælum?

Sigurður Þórðarson, 22.12.2008 kl. 03:01

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Poul Thomsen IMF sagði: Stjórnvöld vildu bregðast við. Einkabankar á erlendri grund eru ekki á ábyrgð ríkisins ef þeir fremja refsiverðan verknað.  Stjórnendum var sleppt. Það vekur spurningar?

Lánin er afborgunarlaus á hvaða gengi?

Ég kalla það refsivert að auðgast á því að reka banka á sviknu eiginfé.

Júlíus Björnsson, 22.12.2008 kl. 03:26

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Júlíus, þetta er alveg rétt hjá þér. Lánin eru með hæstu vöxtum eða um 5 %. Reyndar lá þeim svo mikið á að samþykkja þetta að það var ekki búið að ganga frá vöxtunum. Færeyingar lánuðu Íslandi þó vaxtalaust.

Það voru hörmuleg afglöp hjá Geir að láta Ingibjörgu þvinga sig í þetta.

Sigurður Þórðarson, 22.12.2008 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband