Mun Garrí Kasparov bjarga Íslandi?

Ég hef mikla trú á Garrí Kasparov og verkefni hans til að koma á umbótum í Rússlandi. En það verkefni er svo viðamikið að ég held við ættum að bjóða honum að koma til Islands og taka létta æfingu fyrst með því að koma lag á hlutina hér á Íslandi. Garrí gæti örugglega lært eitt og annað af því sem myndi nýtast síðar við að koma á lýðræðisumbótum í Rússlandi. Við þurfum að eignast kröftugt stjórnmálaafl, sem vinnur með fólkinu og  í þágu fólksins en ekki sérhagsmuna spillingarafla sem sitja á svikráðum við almenning. Við þörfum að nýta auðlindir okkar betur einkum fiskimiðin en til þess þurfum við að afnema kvótakerfið og alla þá sóum sem því fylgir. Við þurfum að efla virðingu fyrir  þjóðlegri arfleið okkar menningu í besta skilningi þess orðs. Við stöndum nú í brunarústunum og leitum með priki eftir einhverju nýtilegu, þó hálfbrunnið sé. Örsaka brunans má reka til tryllts dans í kring um Gullkálfinn sem ráðamenn þjóðarinnar ýmist klöppuðu eða slógu takt fyrir hamlausa dansara sem sumir fóru í trans en eru nú allir dasaðir.  Einstaka spilafíklar úr stjórnmálastétt spyrja hvort ekki sé til eitthvað meira sem hægt er að veðsetja? Enn aðrir vilja fara í ESB og selja fiskimiðin fyrir evru. Kannski hefur þetta tilgang eftir allt saman? kasparov
mbl.is Kasparov stofnar Samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; forni spjallvinur, líka sem aðrir skrifarar og lesendur !

Sigurður minn ! Er þér ekki sjálfrátt; drengur ? Að lyfta þessum andskotans ekkisen lýðskrumara á stall, Kasparov ? Það var þá helzt.

Pjakk skratti; hver er treystur og taldur, af Evrópusambandinu, og bandarískum heimsvaldasinnum, til þess að grafa undan réttmætum stjórnvöldum Rússlands, sem og þjóðareiningu þar, allri.

Skoða þú betur; færzlur mínar, fyrr á árinu, um þennan skálk, áður þú ferð, að lofsyngja hann, svo gjörla, Sigurður minn.

Með beztu kveðjum; samt, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 02:10

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka ábendinguna Óskar. Eftir á að hyggja sé ég að þetta var tálsýn og hálmstrá. Hugsanlega hef ég fallið í þá gryfju að hugsa að allt sé hey í harðindum og biðst afsökunar á því.  Leyfi samt færslunni að standa, ásamt afsökunarbeiðni minni.

Sigurður Þórðarson, 14.12.2008 kl. 06:49

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband