Hærri skattar dýpka kreppuna

KristinAArnadottirÞað eru gömul og ný sannindi að lækkun skatta hleypir lífi í efnahagslífið og með sama skapi munu hærri skattar dýpka kreppuna sem við stefnum ofaní.  Ríkisstjórnin sker einnig grimmt niður vegaframkvæmdir, allt eru þetta ákvarðanir sem meðvitað leiða til mikils atvinnuleysis og dýpkunar kreppu. Það eina sem ríkisstjórnin hefur gert til að bæta atvinnuástandið er að ráða Kristínu Árnadóttur, vinkonu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem sendiherra.

 

Ráðning Kristínar, sem sendiherra, er eina opinbera ráðstöfunin til að bæta atvinnuástandið. 


mbl.is Tillögur um mikinn niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sæll,

ég var að bæta við athugasemd undir eirðarlausu lóðatíkinni.

Hvað þessa færslu þína varðar vil ég segja að undir flestum kringumstæðum er ég sammála þér um skattapólitíkina. Hins vegar lifum við nú ástand sem líkja má við hamfarir. Stórkapitalistar hafa í skjóli EES reglna og slælegs eftirlits auk óráðsíu yfirvalda, fyrirtækja og stórs hluta heimila landsmanna skuldsett þjóðina í hæðir sem kalla á sértæk úrræði, tímabundið.

Sú gjörgæsla fjármála á öllum sviðum, sem nuðsynleg er til þess að rétta við þjóðarskútuna, kallar á fórnir/aðgerðir í stjórn skatta-, félags- og efnahagsmála. Við slíkar kringumstæður þurfa athafnamenn, sem aldrei fyrr, að ýta úr vör verkefnum sem geta fært björg í bú. Hins vegar er orkugeirinn undir hatti hins opinbera og þar munum við enn þurfa á ríkiskapitalisma að halda.

Mikilvægt er að hið opinbera skapi hagstætt UMHVERFI en sökkvi sér ekki í fyrirgreiðslupólitík. Við viljum ekki fleiri dæmi um ríkisstyrkta uppbyggingu á borð við minkabú, fiskeldi, framræslu lands eða annað sem sagan hefur kennt okkur að muni ávallt fara illa og kosta skattborgarana mikið. Bjóðum athafnamönnum og fyrirtækjum orku, land, hagstætt viðskiptaumhverfi, tímabundnar skattaívilnanir til uppbyggingar nýjum verkefnum. Virkjum opinberar stofnanir til þess að hlúa að atvinnutækifærum, sníða regluverkið að þörfum uppbyggingar og athafnagleði en jafnframt standa vörð um ýmsa grunnþætti velferðarinnar, s.s. skóla og heilsugæslu, sem heilbrigt og gefandi atvinnulíf þarfnast.

Eru þetta ekki verkefnin sem nauðsynlegt er að leggja áherslu á, Siggi?

Ólafur Als, 13.12.2008 kl. 00:33

2 identicon

Sama dag og I.S.G. boðaði samdrátt í utanríkisþjónustunni réði hún vinkonu sína. Á maður að trúa svona fólki? P/S Í minni sveit var svona fólk kallaðir ómerkingar!!!

lelli (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 00:40

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er að mjög miklu leyti sammála þér það hamlar okkur að vísu að við erum svo skuldsett, en við eigum að nýta öll skynsamleg færi til að losa okkur úr skuldasnörunni. Ég leyfi mér að vona að ef allir leggjast á eitt muni okkur takast það. Við eigum tækifæri í sjávarútvegi, orkugeiranum, verslun t.d. í Asíu (ef við förum ekki í ESB) og fljótlega vegna siglinga um svokallaða NA leið.

En meðan við erum svona blönk eigum við ekki að gera út her diplómata til að skála við kollega um víða veröld t.d. í Afríku. 

Sigurður Þórðarson, 13.12.2008 kl. 00:43

4 Smámynd: Björn Birgisson

Kristín Árnadóttir er flott stelpa.

 "Það eina sem ríkisstjórnin hefur gert til að bæta atvinnuástandið er að ráða Kristínu Árnadóttur, vinkonu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem sendiherra. "

Svona tala bara vanvitar

Björn Birgisson, 13.12.2008 kl. 01:13

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir athugasemdina Björn.

Ég er sammála því að Kristín Árnadóttir er falleg kona.

Ég er líka sammála ví að ég sé vanviti. Þá á ég við að ég veit lítið en bæti það þó talsvert upp með því að  gruna margt. 

Sigurður Þórðarson, 13.12.2008 kl. 01:58

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svona svona, rólegir nú! Það er búið að finna aðferðina til að eyða kreppunni.

Ríkið ætlar að hækka skatta upp í 98% svo fólk hafi alla vega 2% af lifa af.

Matargjafir og kokkahús verða sett upp um alla borgina. Matur verður frír. Talið er að þetta ástand sé ekki lengra enn 20 ár.......og svo...

Óskar Arnórsson, 13.12.2008 kl. 03:15

7 Smámynd: Björn Birgisson

Enginn er vanviti nema ég, biðst forláts á orðum mínum. Á það til að vera hvass, en er oftast réttlátur.

Björn Birgisson, 14.12.2008 kl. 23:04

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, Björn Birgirsson! Ég er algjörlega sammála þér. Ég held að þú sért réttlátur. Eiginlega soldið merkilegur maður þegar ég hugsa mig um, sem gerist sjaldan.... 

Óskar Arnórsson, 15.12.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband