Hvenær kemur að mannréttindum á Íslandi?

60 ár eru liðin frá því að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var undirrituð meðal annars af Íslendingum sem skuldbundu sig að hlíta úrsurðum úrskurðarnefndarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og diplómatar hennar hafa ekki talið eftir sér að ferðast á fyrsta farrýni og jafnvel einkaþotum um víða veröld fyrir milljarða króna til að bæta ástandið í heiminum. Þetta hefur ekki alltaf skilað þeim árangri sem vonast var eftir s.s. í Írak, Palestínu og Afganistan þar sem sérstök áhersla var lögð á að greina ættflokkadeilur.  En við sjáum ekki eftir þessum peningum og tökum viljann fyrir verkið. Hitt er lakara að stjórnvöld skuli ekki gera neitt til að lagfæra mannréttindi sjómanna á Íslandi, sem ríkisstjórnin hefur þó fengið ákúrur fyrir frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. kiddi___plakat_copy
mbl.is Draumsýnin enn fjarri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband