Geir telur sig ábyrðalausan & ómissandi

922

Sjálfstæðisflokknum hefur nú eftir 17 ára valdazzzz tekist að koma Íslandi á hausinn og er nú í óða önn að skuldsetja ófædd börn. Forsætisráðherrann Geir Haarde, sem verið hefur ráðherra í 10 ár, þar af 8 ár sem fjármálaráðherra,  telur sig í viðtali við AP alls ekki bera neina persónulega ábyrgð á því  hvernig fór. “’Ég get ekki tekið ábyrgð á framferði bankamanna."  Auðvitað er enginn að biðja hann um það. En ef hann vill ekki taka ábyrgð á einkavinavæðingunni og því að gefa bönkunum leyfi til að veðsetja þjóðina, langar mig að spyrja: Er þessi maður ekki að sækjast eftir ábyrgð þegar hann gefur kost á sér í stjórnmálum?  Björgólfur Guðmundsson axlaði ábyrgð með því að viðurkenna mistök sín en sagðist þó  alltaf hafa farið að settum reglum. Geir segir að ekki megi kjósa því hann hafi svo mikið að gera við að bjarga þjóðinni með skrifa upp á skuldir fyrir hönd hennar.  Hvernig getur maður sem telur sig ábyrgðarlausan talið sig samt svona ómissandi?

Geir Haarde telur sig ábyrgðarlausan og ómissandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð spurning?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.11.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband