Brennuvargana burt úr slökkviliðunu!

Það er hvorki heiðarlegt né skynsamlegt að spillingaröflin sem ráðstöfuðu þjóðarauðnum til velþóknanlegra ráði för lengur nú þegar þau hafa stýrt landinu í gjaldþrot með því að sitja aðgerðalaus hjá meðan hraukurinn óx. Kannski áttu þeir erfitt uppdráttar þar sem sumir þessara fjárglæframanna kostuðu prófkjörsbaráttu þeirra en það er ekki gild afsökun.           Það er heldur ekki sanngjarnt gagnvart börnum landsins og komandi kynslóðum að brennuvar klæðist búningum slökkviliðsmanna og skuldsetji þær upp fyrir haus. Til þess eru þessir menn umboðslausir án  undangengna kosninga. Áfram íslenska þjóð - burt með spillingarliðið!owen-arthur-barbados-bribes-bim


mbl.is Ávísun á risagjaldþrot ef lán fæst ekki frá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Alveg hárrétt hjá þér Siggi, burt með pakkið og kosningar ekki seinna en í apríl. Það er þarfaverk að fari í hreinsun eftir þessa lið.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Sigurður. Þetta minnir mann á leikritið Bidermann og brennuvarganna.
Nú þarf svo sannarlega að hreinsa til, ekki síst í íslenzkum stjórnmálum.
Vill sjá sterkan ÍSLENZKAN ÞJÓÐARFLOKK koma fram á sjónarsviðið innan
skamms. Flokk sem heiðvirt og þjóðhollt fólk getur treyst.  Áfram Ísland !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 19:57

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það þarf að moka flórinn í stjórnarráðinu, á Alþingi, í seðlabankanum og í öllum bönkunum.  Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband