Hver verður formaður Sjálfstæðisflokksins í janúar 2009?

Geir H. Harrde hefur ekki setið lengi í stól formanns Sjálfstæðisflokksins, en þegar er farið að gnauða um hann og það kólnar á toppnum núna. Geir er vænsti maður, en hvernig verður hans minnst?  Verður hans minnst sem forsætisráðherrans, sem stýrði Íslandi á hausinn? Eða verður hans minnst sem forsætisráðherrans sem lenti í hremmingum en stýrði þjóðarskútunni lítt laskaðri í höfn? Samfylkingin vill segja Ísland til sveitar hjá ESB og afhenda fiskveiðiauðlindina í meðgjöf, Samfylkingin fitnar því á vonleysinu. Geir hélt því fram að hann myndi ekki láta kúga sig. Nú reynir ESB að kúga Íslendinga og Samfylkingin reynir að kúga Sjálfstæðisflokkinn.  Verður Geirs minnst fyrir að láta báða þessa aðila kúga sig?  Það vona ég ekki en geri hann það mun það verða hlutverk framsýnna stjórnmálamanna að benda á alla þá möguleika sem Ísland gæti átt með fríverslunarsamningum við  lönd utan ESB, sem eru á hraðri siglingu, ólíkt því sem gerist hjá bandalaginu.

Áfram íslenska þjóð - burt með spillingarliðið!

 


mbl.is Þokast í átt að lausn á IceSave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Geir er líklega vænsti maður en hann bara lenti í hlutverki sem er honum ofviða. Það er hans ógæfa auk þess að hann er ekki uppi á réttum tíma. Fyrir svona 50 árum hefði hann getað orðið kontóristi hjá Kaupfélagi úti á landi og sinnt því með sóma auk þess að syngja með kirkjukórnum.

Árni Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þorgerður Kartrín kemur sterk inn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Árni, kannski að það sé ógæfa Geirs að búið er að leggja niður kaupfélögin? Sæl Jóna, mætti ég þá heldur biðja um kontóristann.

Sigurður Þórðarson, 15.11.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ætli hans verði ekki minnst sem mannsins sem "gerði ekkert".

Jóhann Elíasson, 15.11.2008 kl. 03:53

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Úff, ekki Þorgerði, manneskjuna sem sagði um hagfræðinginn sem snemma á árinu varaði við hvert stefndi að hann þyrfti að fara í endurmenntun

Georg P Sveinbjörnsson, 15.11.2008 kl. 03:59

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hans verður allavegana ekki minnst sem Geirs Ljónshjarta.

Georg P Sveinbjörnsson, 15.11.2008 kl. 04:02

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Geir er góður en hann er líka gunga.  Geir er sem sagt: "Góð gunga"

Sigurður Þórðarson, 15.11.2008 kl. 11:27

8 Smámynd: Rannveig H

Umæli vikunar finnst mér vera hjá Þorgerði Katrínu " ÞAÐ ERU SPENNANDI OG SKEMMTILEGIR TÍMAR RAMUNDAN HJÁ OKUR SJÁLSTÆÐISÓLKI."

Stjórnsýsluaðgerð vikunar hlýtur að vera RÁÐNING ISG Á VINKONU SINNI TIL MARGRA ÁRA Í SENDIHERRASTÖÐU.

Blessaður forsætisráðherra virðist haa einkunarorðin BEST AÐ GERA EKKI NEITT.

Rannveig H, 15.11.2008 kl. 12:48

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það voru mikil pólitísk mistök hjá Geir að mynda ríkisstjórn með hinni
ESB-sinnaðri Samfylkingu. Nú er þetta allt að koma í hausinn á honum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.11.2008 kl. 13:08

10 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þetta fer að springa . kv .

Georg Eiður Arnarson, 16.11.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband