"Agentar" endurbornir?

Hugmyndasnauðir tækifærissinnar gera út á að það er paník í þjóðfélaginu.  Þeir minna um margt á "agentana" svokölluðu sem hvöttu fólk til að taka sig upp og flytja vestur um haf. "Agentarnir" höfðu sjaldnast sannleikann að leiðarljósi það gerir Samfylkingin ekki heldur.  Agentarnir halda því fram að öll vandamál Íslendinga gufi upp ef þeir ganga í ESB, staðreyndin er sú að þeir bjóða engar lausnir í atvinnumálum. Gorgon Brown og félagar hljóta að fagna agentunum frá landi sem býr yfir auðugustu fiskimiðum heimsins.AgentX_AN-RGB
mbl.is Vilja ESB-aðild og evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Sigurður, æfinlega !

Þarna veltir þú upp; mjög raunsærri mynd, af hinum raunverulegu markmiðum ESB, þar sem Samfylkingar kratarnir, sem og kratar annarra flokka, ýmissa, munu verða þæg leiguþý Brusselinga, tækist þeim, að ljúga Frón, undir sig.

Verðum; burtséð frá allri helvítis pólitík, að andæfa þessum svigurmælgi öflum, sem öðrum óþjóðhollum- og ólandhollum, hér á meðal okkar.

Kom inn á; þennan auðsæja tilgagng Evrópusambandsins, í grein, á minni síðu, gærdegis.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sæll Sigurður. Gott hjá þér að stinga örlítið á kýlinu. Þeir sem hafa vit á hlutunum og hafa á stundum jafnvel verið hlynntir því að ganga í ESB og taka upp Evruna (€), telja það algjört glapræði núna eins og málin standa, það sé eins og að skipta um hest til reiðar í miðri straumharðri á. Fyrst þarf að standa af sér þessa holskeflu, þannig að við göngum til samninga beinir í baki og berum höfuðið hátt, en ekki sem flóttamenn og ölmusuþiggjendur!! (Þ.e., ef við förum í viðræður við ESB.)

Vissulega höfðu sumir "Agentarnir" rétt fyrir sér, þegar sumt fólk bjargaði sér og börnum sínum frá hungurdauða með því að flýja vestur, en það er ekki sambærilegt við aðstæðurnar nú til dags sem munu ganga yfir eins og hvert annað haglélshret.

"Aspirín" var eins og töfraorð fyrir öllu í "den", sérstaklega í henni Ameríku.

Eitt sinn er heimilislæknirinn hringdi til pípulagningamannsins og sagði að rör hefði sprungið hjá sér við inntakið og kjallarinn væri að fyllast af vatni.  "Þú verður að koma í hvelli og laga þetta, þótt um miðja nótt sé!" hrópaði heimilislæknirinn til píparans.  Þá sagði píparinn rólega við heimilislækninn og hafði því lært nokkur heimilisráð af honum: "Hentu tveim Aspiríntöflum í kjallarann og hringdu í mig í fyrramálið ef þetta hefur ekki lagast!"

ESB = Aspirín.

Kær kveðja til þín Sigurður,

Björn bóndi. 

Sigurbjörn Friðriksson, 4.11.2008 kl. 11:33

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Er sammála aðgerðum Færeyinga og horfi með nokkru trausti til þeirra, enda mjög trúuð þjóð og vilholl Íslendingum. Í dag byrjaði ég föstu fyrir landi og þjóð, þar sem að ég tek með stöðu iðrunar og bið Guð um handleysðsu og andlega frelsun þjóðarinnar. Mættum við öll standa bænavaktina og herja, munum að bak við hið yfirþjóðlega vald, er annað og sterkar vald, sem að er andlegt. Tökum okkur því stöðu í Andanum og berjumst með þeim vopnum, sem við eigum og eru sigurstrangleg.

G.Helga Ingadóttir, 5.11.2008 kl. 09:59

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Satt segir þú Guðrún.

Færeyingar eru gott fólk og þeir báru gæfu til að koma sér út úr kvótakerfinu og losuðu sig við allar skuldir. reyndar nutu þeir leiðsagnar íslensk fiskifræðings Jón Kristjánssonar. Guð veri þér náðugur.

Sigurður Þórðarson, 5.11.2008 kl. 13:46

5 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Sæll Sigurður og Guð veri þér líka náðugur. G-ið stendur fyrir Guðlaug, en ég er kölluð Helga!

G.Helga Ingadóttir, 6.11.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband