Hvert stefnir Ísland? 3 möguleikar til lausnar vandans

Hægt er að laga viðskiptajöfnuðinn með þrennum hætti:  Sparnaði, lántöku eða auknum tekjum. Ríkistjórnin einblínir á auknar lántökur þó við séum nú þegar orðin skuldsettasta þjóð í heimi. Skuldir þjóðarinnar eru orðnar svo miklar að það mun taka nokkrar kynslóðir að borga þær samt halda ráðamenn Íslands áfram að  krjúpa við fótskör allra þeirra þjóðhöfðingja sem þeir komast í færi við.  

En það eru til aðrar leiðir. Fyrrum sjávarútvegsráðherra Færeyja  hefur lýst því í blaðaviðtölum hvernig Færeyingar komust út úr sinni bankakreppu, með því að afnema kvótakerfið og koma á sóknarstýringu, sem varð m.a. til þess að allt brottkast hvarf.

Við gætum líka farið rótækari leið:

Sjávarspendýr éta 20 sinnum meir en við veiðum og við getum dregið úr þeirra hlut meðan við losum okkur við skuldir.  Ef við getum ekki selt hvalkjöt getum við leigt Japönum kvóta. Eittvað getum við veitt sjálf til eldis á fóðurfiski.  Þá myndu Norðmenn grátbiðja um á fá að nota íslenska krónu.

Báðar þessar leiðir eru löglegar og hvorug gengur gegn banni við sölu hvalafurða milli landa. að sjálfsögðu myndum við gæta hófs og stýra þessu vel innan marka sjálfbærrar nýtingar. 


mbl.is Styðja lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Íslendingara eru af einhverjum aula-ættbálki! Það vita allir nema þeir sem eru á Islandi.

Nú eru íslendingar að reyna að finna upp hjólið aftur!

Að ílendingar, fiskiþjóðin viti ekki enn hvernig á að stjórna fiskveiðum, þýðir bara að við erum hálfvitar.

Að eyða ekki hval og sel með sama hugarfari og pest sem gengur í þjóðfélaginu, er bara ótrúlegt.

Spikfeitir selir og hvalir symda kring um landið og íslendingar sitja eða standa, þá grana með hendur í vösum, og hneykslast á því hvað allt sé ömurlegt.

Hvalveiðar eingöngu geta borgað upp allar íslenskar skuldir..einhver áhugi?

Óskar Arnórsson, 4.11.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

það eru að því virðist stór hluti Íslenskra þingmanna sem vill kyssa rassinn á hryðjuverkamanninum Paul Watson. VG og Samfylkingin vilja ekki styggja öfga umhverfishryðjuverkasamtök. 

Fannar frá Rifi, 4.11.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Fannar. Núna stöndum við frammi fyrir alvarlegum vandamálum. Við þurfum að standa saman og finna lausnir. Ég er hræddur við að tími lýðskums og tækifærismennsku geti verið að renna upp ef ekki er brugðist við.

Sigurður Þórðarson, 4.11.2008 kl. 11:06

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Norðmenn eru nú bara með í smíðum þorskrækt sem er stærri í sniðum enn Ísland má veiða. Það stendur ekki til að hafa hvali og sel inn í búrunum. Þeir þurfa ekki báta og þurfa ekki að tína orma úr fiski eins og þessi vangefna fiskiþjóð sem virðist ekkert vita hvað er að ske í kring um sig.

Það er hægt að rifta öllum alþjóðlegum samningum einhliða og veiða sel og hval. Talsmenn þjóðarinnar fengju að ræða við friðunar sinna bæði ofstækismennina og hina krútt-sel hugsuðinna. Þetta er svo blóðugt.

Stjórnmála menn sem kunna ekki að stýra einu eða neinu. það þarf ekki þetta þetta fólk. Þeir henta bara ekki Íslandi í bili. Það þarf að fá lánaðan einn togara og  setja alla ráðherra á dekkið og hleypa þeim ekki í land fyrr enn eftir 10 túra á veiðum.

Þingmenn gætu verið á netaveiðum 3 og hálfan mánuð. Hvernig skyldu þeir hugsa eftir það. Aula- og aumingja kúltúrinn er yfirgengilegur!  Ísland er ekki lengur fjárráða né sjálfráða og það er enn verið að eltast við lán! Eru allir bilaðir sem hafa fæðst á þessari eyju?

Mér hefur ég alltaf fundist ég undarlegur, enn aldrei fattað skýringunna á af hverju fyrr enn núna. Maður er bara bilaður af því að maður er islenskur! Það var þá ekki flóknara enn það.

Það fyrsta sem allir íslendingar þurfa að gera er að viðkenna að þeir séu algjörir aular. Svo þurfa þeir að finna upp plan hvernig er hægt að komast úr aulaskapnum! Sortera þá úr sem hugsa rökrétt og setja restina í þagnarbindindi.

Setja á þjóðstjórn fram að næstu kosningum. Manna hana með fólki með heilbrigða skynsemi og passa að atvinnustjórnmálamenn séu ekki með. Þeir eru allir ónítir á Íslandi.

Þrífa hafið í kring um landið af hval og sel. Venja útlendinga við það aftur að ísland taki eigin ákvarðanir. Hætta þessum fundarhöldum. Menn tala sig ekki út úr þessum vandræðum sem landið er komið í. Það verður að vinna sig úr þessu!

Eftir nokkur ár verður það of seint. Norðmenn fara að selja þorsk á verði sem við verðum ekki samkeppnisfær við með kvótakerfi, HAFRÓ og svona bull og rugl í gangi allstaðar.

Ínæstu fjárlögum eiga HAFRÓ að vera bara ein kona. Og það er bara opið á sumrin. Svo fær HAFRÓ eitt tjald, borð og 2 stóla. Konan verður með spákúlu og tekur borgað fyrir hverja spá. Þá getur HAFRÓ loksisns séð fyrir sér sjálft.

Þagga niður í hagfræðingum og vísindamönnum. Snillingum og spekingum sem keyrt hafa þetta land til fjandskotans.

Byrja svo bara að vinna! Setja fallbyssu og skutul á hvern einasta bát. Byrja núna.  Selja rússum og Japönum hvalveiðileyfi með verksmiðuskip af stærstu gerð. Allari friðarsinnar sem koma æá gúmmítuðrum að trufla verða handteknir og ekki sleppt aftur.

Þetta er bara það mest augljósa og einfalda sem þarf að gera. Ætti að vera öllum ljóst sem vita nokkurn skapaðan hlut um fisk.

Það var í leikskóla nálægt stockhólmi þar sem börnunum var sagt að nú ættu þau að teikna fisk. Það var einn strákur sem teiknaði fisk með ugga, sporð og munn og auga, það var íslenskur strákur.

Öll hin börnin, sænsku,  teiknuðu fiskpinna! Með raspi! Litlir ferkantaðir kubbar, ílangir með ljósbrúnu raspi. Svo verða fiskpinnabörnin friðarsinnar á hvali og seli og fisk. Og vita samt ekkert um fisk.

Hvenær kemst þetta vælskjóðuland á hreyfingu aftur?

Óskar Arnórsson, 5.11.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband