Spurt er
Hvaða stofa finnst þér mikilvægust?
Neytendastofa 25.6%
Fjölmiðlastofa 31.4%
Klámstofa 43.0%
86 hafa svarað
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- jensgud
- zeriaph
- baenamaer
- ipanama
- hallarut
- rosaadalsteinsdottir
- jonmagnusson
- skulablogg
- jogamagg
- asthildurcesil
- asgerdurjona
- alit
- astromix
- bjarnihardar
- brynja-hlif
- herdis
- businessreport
- dullur
- maggadora
- ea
- enoch
- estersv
- ffreykjavik
- floyde
- freedomfries
- fuf
- gammon
- gbo
- georg
- gesturgudjonsson
- jakobk
- gmaria
- gretar-petur
- gudmundsson
- gudrunmagnea
- halkatla
- hallgrimurg
- halldorjonsson
- heimssyn
- hlf
- hugsun
- huldumenn
- hva
- hvala
- hvalur
- jenni-1001
- johanneliasson
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kiddip
- killjoker
- kjartan
- kokkurinn
- markusth
- mofi
- morgunbladid
- mullis
- olinathorv
- ragnarb
- rannveigh
- rannveigmst
- reykur
- rheidur
- ringarinn
- runarsv
- sms
- snorribetel
- solir
- stebbifr
- steinibriem
- stormsker
- svarthamar
- tomasha
- trukona
- valurstef
- vefritid
- vonin
- zumann
- siggileelewis
- jyderupdrottningin
- sirrycoach
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- utvarpsaga
- au
- skarfur
- audurm
- sparki
- thjodarsalin
- baldher
- kaffi
- birgitta
- braskarinn
- gattin
- brandarar
- doggpals
- esbogalmannahagur
- eyglohjaltalin
- fannarh
- fhg
- gretarmar
- gudbjornj
- lucas
- elnino
- gudrununa
- tilveran-i-esb
- morgunblogg
- cigar
- haddi9001
- heidistrand
- helgatho
- hehau
- himmalingur
- disdis
- hlynurh
- minos
- kliddi
- inhauth
- kreppan
- jennystefania
- naflaskodun
- ravenyonaz
- kuriguri
- islandsfengur
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- bassinn
- jonsnae
- jvj
- jorunnfrimannsdottir
- juliusbearsson
- kallimatt
- kjsam
- kristjan9
- larahanna
- wonderwoman
- altice
- lydurarnason
- vistarband
- elvira
- martagudjonsdottir
- maggimur
- methusalem
- olafiaherborg
- olei
- olafurjonsson
- pallvil
- rs1600
- raggig
- ragnar73
- reynir
- rynir
- samstada-thjodar
- fullvalda
- lovelikeblood
- seinars
- duddi9
- siggi-hrellir
- sjonsson
- nimbus
- stefanjul
- lehamzdr
- svanurg
- svavaralfred
- tryggvigislason
- kerfi
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- vest1
- postdoc
- thjodarheidur
- hector
- thorrialmennings
- icekeiko
- thj41
- thorsaari
- iceberg
Sparnaðurinn hirtur
Þriðjudagur, 28. október 2008
Það er langur vegur frá því að peningamarkaðsbréfin hafi verið kynnt fyrir almenningi sem einhver áhættufjárfesting. Þvert á móti eru hefur þetta sparnaðarform verið kynnt sem öruggt sparnaðarform þar sem hægt væri að nálgast peningana með dags fyrirvara að hámarki. Mér var til að mynda ráðlagt að fyrst ég þyrfti nauðsynlega að nálgast peningana með skömmum fyrirvara skyldi ég taka þá út af bundinni bók og setja inn á þennan reikning númer 9 hjá Glitni. Og eftir að ríkið keypti hlut í bankanum var öllum sagt að nú væri allt í himnalagi. Það er líka dapurlegt að starfsfólkinu var uppálagt að segja þetta.
Fá 60-74 prósent af virði peningabréfanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Pepsi-deildin | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Neytendasamtökin um Rautt Ginseng Neytendasamtökin um Rautt Ginseng
- www.immiflex.is ónæmiskerfið
- Hér kaupi ég bætiefnin Framúrskarandi bætiefnin á Norðurlöndum
- Fósturlandsins Freyja Óður til Freyju
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Það mun síast inn með tímanum Sigurður, að fall bankanna voru náttúruhamfarir í líkingu við jarðskjálfta eða eldgos. Þetta eru engar venjulegar aðstæður og venjulegt áhættu-mat er ekki inni í myndinni.
Þótt hægt væri að finna einn sökudólg og hengja hann upp á afturfótunum, leysir það ekki fjárhagsvanda fólks. Það eina sem hægt er að gera, er að vinna sig út úr vandanum. Vonandi læra Íslendingar sparsemi af þessum hremmingum og þá verður þetta áfall ekki til einskis.
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2008 kl. 14:10
Hvernig er það með nýja bankastjórann hjá Glitni. Hún veit ekki hvort 190 milljónir skiluðu sér eða ekki. Það liðu margir mánuðir frá því hún keypti hlutabréf í Glitni þangað til hún komst að því að engin kaup hefðu átt sér stað. Er þetta trausvekjandi fyrir bankastjóra ?
Ragnar L Benediktsson, 28.10.2008 kl. 15:21
Þetta er óþolandi og ólíðandi. Svo gerir ríkisstjórnin neyðarlög oa þar með eignaupptöku. Við verðum hreinlega að gera uppreisn!
Vilborg Traustadóttir, 28.10.2008 kl. 17:30
Ég held að Guðlaugur hafi glatað einhverjum blaðsíðum úr mannkynssögunni. Flestir vita að kreppa gengur yfir heimsbyggðina og er ekki takmörkuð við Ísland. Villt þú meina Guðlaugur, að Davíð beri ábyrgð á heimskreppunni ?
Svona meinlokur gera ekkert gagn, upplýsa engan og hjálpa engum. Ef menn læsast í svona hugsanagangi, er hætt við að þeir lendi í andlegu völundarhúsi sem þeir komast aldreigi út úr.
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2008 kl. 21:46
Og vilt þú þá meina Loftur að það séu náttúruhamfarir sem réðu því að ríkisstjórn Íslands skellti skollaeyrum við öllum aðvörunum?
"Það stóð bara svona á spori", sagði strákurinn sem steig niður í lækinn og vöknaði í fótinn. Og þú ert auðvitað sammála ráðherrunum sem svara allri gagnrýni með því að þetta hafi nú enginn séð fyrir!
Þetta sáu nefnilega margir fyrir og aðvöruðu heimskingjana í ríkisstjórninni.
Og meirhluti hægri manna á Íslandi er búinn að átta sig á því að tími alræðis markaðsstefnunnar er liðinn í formi pólitískra trúarbragða. Að átta sig á því er ekki spurning um neina skynsemi, aðeins spurning um það hvenær sjúklingar nái bata.
En mikið er ég þó glaður vegna þess að mínir pólitísku starfsmenn voru búnir að aðvara aulana í ríkisstjórninni. Og það gerðu þeir í tæka tíð ef þeir hefðu ekki mætt hroka heimskunnar í flokknum sem kennir sig til frjálsræðis. Ég gef skít í það frelsi sem kemur fjölskyldum þessa lands á vonarvöl.
Árni Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 22:44
Getur verið að það vanti sömu blaðsíður hjá Árna og ég taldi vanta hjá Guðlaugi ? Eða er um að ræða blint stjórnmálalegt hatur ? Stendur ekki yfir alþjóðleg kreppa, sem fram að þessu fór verr með okkur en aðrar þjóðir ? Þessari kreppu er ekki lokið og ég verð hreint ekki hissa, ef aðrir lenda í meiri hremmingum en við. Ég vona samt að svo verði ekki.
Ég hef víða og oft lýst því yfir, að við búum við stjórnunar-vanda. Þessi vandi er fólginn í vali á þeim sem stjórna landinu. Ástæðan er meðal annars kosningakerfi landsins og það flokks-ræði sem hér ríkir. Ég sé að Árni notar orðið "heimskingjar" yfir þá sem sitja í ríkisstjórninni, en ætli þá sé ekki víðar að finna sem nefna má þessu heiti, jafnvel á meðal "pólitískra starfsmanna" Árna ?
Hvað sem okkur kann að finnast um gáfnafar stjórnenda ríkisins, með réttu eða röngu, er örugglega rangt að halda því fram að þetta fólk geri ekki sitt bezta. Sérstaklega, við aðstæður eins og þær sem við nú upplifum, gera allir sitt bezta til að leysa málin. Við verðum síðar að taka á stjórnunar-vandanum og hugsanlega verðum við Árni samstarfsmenn við það verkefni.
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2008 kl. 00:11
Loftur það kann að vera nokkuð til í þessu. Líklega er ríkisstjórnin að gera sitt besta. "Blessaðir kallarnir". Þjóðin þjáist fyrir axarsköftin en tekur viljann fyrir verkið.
Sigurður Þórðarson, 29.10.2008 kl. 00:28
Blaðsíður og blint hatur! Einhverjar fleiri blaðsíður og öðruvísi ritaðar mættu líklega vera í flestum okkar. Í mínar blaðsíður vantar allar blaðsíður sem leyfa mér að afneita staðreyndum sem eru skráðar í Alþingistíðindi, nýlegar greinar í dagblöð og fræðilegar úttektir fagmanna í viðskiptum. Ég vísa þarna til þeirra aðvarana um að nú skyldi bruðgðist við af stjórnvöldum til að afstýra hruni íslensku þjóðarinnar vegna þeirrar hættu sem yfirskuldsetning útrásarinnar hefði í för með sér. Þessi hætta var að sjálfsögðu ekki dagsett.
Viðbrögð stjórnvalda voru þau að hafa þessar aðvaranir að engu.
Ég áskil mér allan rétt til þessa orðalags. Og jafnframt vex hroki minn í því efni þegar ég vísa til þeirra svara fyrrnefndra afglapa að þetta hafi enginn séð fyrir og að þetta séu svona eftirá skýringar!
Ef þessi afstaða mín bendir til þess að í mig vanti einhverjar blaðsíður, þá mun ég ekki gera að því mikinn reka að finna þau mikilvægu rit.
"Blint stjórnmálegt hatur" gæti verið rétt skilgreining á afstöðu minni til manna sem drýgðu íslensku samfélagi þessi örlög og bregðast við ámæli með hrokafullri afneitun. Líklegra en ekki er að það verði mér örðugt að fyrirgefa um ókomna tíð. Ég er ónæmur fyrir hundseðlinu.
Árni Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 01:10
Leiðr: Í mína bók vantar allar.............
Árni Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.