Ríkisstjórn á fátækaheimili í Óðinsvéum

Vegna fjármálakreppunnar hefur verið sett upp neyðaraðstaða til að gefa Íslendingum í Óðinsvéum súpu. Aðstoðin fer fram í húsakynnum hjálpræðishersins í borginni og er jafnframt hægt að fá gjafakort fyrir Íslendinga í matvörubúðir. Á meðan ferðast ríkisstjórnin á fyrsta farrýni og háum dagpeningum um allan heim til að biðja um lán hjá erlendum seðlabönkum. Væri ekki nær að senda ríkisstjórnina til vistar og framfærslu hjá Hjálpræðishernum í Danmörku?_41252468_homeless_ap203
mbl.is Neyðaraðstoð fyrir Íslendinga í Óðinsvéum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gulli ég tek undir þetta. En ekki kenna Davíð um þetta það er nóg samt.

Sigurður Þórðarson, 28.10.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Þið Guðlaugur frændi eruð fyndnir.

Nú er IMF byrjaðir að skipa fyrir en þeirra hagfræði er úrelt að söng manns sem var viðtali við Kastljós í kvöld. Hann er búsettur í London.

Erum við næstu fórnarlömb IMF?

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það fer af því tvennum sögum hvort þessi vaxtahækkun hefur verið í boði IMF eða einn rétturinn í viðbót frá veisluborði Seðlabanka Íslands.

Árni Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband