Fjárlagafrumvarpið eða ríksstjórnin í frosti?

Allir nema ríkisstjórnin eru búnir að átta sig á að veislunni er lokið. Ólíkt hafast þeir að aðilar vinnumarkaðarins sem skilja nauðsyn þess að framlengja kjarasamninga þrátt fyrir kjaraskerðingu og ríkisvaldið sem þenur út utanríkisráðuneytið. Meðan venjulegir lífeyrisþegar  taka á sig gríðarlega kjaraskerðingu munu ráðherrarnir sem létu handlangara sína samþykkja eftirlaunafrumvarpið njóta óskertra launa. Þetta sjálftökulið minnir óþægilega á gesti í selskap sem belja sig út og fara ekki þó partýinu sé lokið fyrr en tómt er úr öllum glösum.  Meðan gjaldeyrir er skammtaður fyrir olíu og lyf er enn stefnt á að koma landinu í öryggisráðið og eyðsla til sendiráða aukin um þriðjung nema í Pretoríu þar sem hún eykst um 72%. Meðan íslenskir námsmenn eru í neyð er ákveðið að styrkja einhver eyríki sem kjósa viðja Ísland í öryggisráðið um 800 milljónir.c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorg
mbl.is Fjárlagafrumvarpið er í frosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband