Var það dýralæknir eða seðlabankastjóri? Hvað gera landvættirnar?

iceland-coat-of-arms1 Nú liggur fyrir að misskilningur breskra yfirvalda á afstöðu íslenskra stjórnvalda hefur átt ríkan þátt í að skaða hagsmuni Íslands um hundruð milljarða króna. Einkum tvennt kemur hér til álita. Í fyrsta lagi er nefnt samtal fjármálaráðherra Breta Aliistair Dslandi við kollega sinn á Íslandi. Undirmenn íslenska ráherrans hafa yfirfarið samtalið og komist að því að þarna sé einhver misskilningur á ferð. fjarmálaráherra hafi aldrei fullyrt að breskir sparifjáreigendur yrðu sviknir. Í öðru lagi beinist athyglin að Davíð Oddssyni sem lét gamminn geysa í Kastljósi. Samfylkingin vill gera Davíð Oddsson að blóraböggli en hver er þeirra ábyrgð? Hver gaf Landsbankanum leyfi til að auglýsa að Icesave reikningarnir séu ríkistryggðir? Af hverju gerði viðskiptaráðuneytið ekkert fyrst þetta var vafasamt eða rangt? Það kemur í ljós að  Samfylkingin er svo upptekin við að vinna að kjöri Íslands í öryggisráðið að hún hefur engan tíma til að huga að  hagsmunum Íslands. Ríkisstjórn og seðlabanki hafa brugðist. Nú verðum við að setja allt okkar traust á landvættirnar.
mbl.is Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband