Davíð Oddsson æsti Brown upp. -- Geir eyddi deginum í að róa hann

Það voru ummæli Davíðs Oddssona í Kastljósi um að við ætluðum ekki að sópa upp eftir óreiðumenn í útlöndum, sem æstu Gordon Brown upp svo um munaði. Í þessum heimshluta eru menn vanir því að seðlabankastjórar tali af ábyrgð og varkárni en þess utan talaði sá maður sem bar mesta ábyrg allra embættismanna.  Því má segja að þarna hafi höggvið  sá er hlífa skyldi. Davíð þóttist enga ábyrgð bera og sagðist þvert á móti hafa margsinnis varað ríkisstjórnina við.  Enda ættu opinberir aðilar ekki að bera ábyrgð á einkaaðilum.  Bíddu! Var það ekki einmitt DO forsætisráðherra sem sótti fast að Íslensk erfðagreining fengi ríkisábyrgð?  Og ef hann hefði fengið það í gegn væri ríkið um það bil að fara að borga núna.  Davíð sagði líka að bankarnir hefðu verið orðnir of stórir en var það ekki hann sem kom í veg fyrir að þeir flyttu starfsemina út með því að banna þeim að gera upp í erlendri mynnt? Og jókst framboð af jöklabréfum og eftirspurnin eftir myntkörfulánunum einmitt vegna þess hvað stýrivextirnir eru háir? Geir hélt blaðamannafund kl. 16:00 og reyndi að róa Bretana  " some Damage Control"
mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú veist það Siggi ef þú hefur fylgst með fréttum að ráðherra í ríkisstjórninni tilkynnt fjármálaráðherra Breta það að við munum ekki greiða Bretum bætur.

Af hverju segir þú svo allt annað gegn betri vitund?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.10.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Geir var áður búinn að koma skilaboðum til Englands látti ekki eins og að þú vitir það ekki Guðlaugur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.10.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Af hverju var þá Geir að halda blaðamannafund til að leiðrétta Davíð ef hann var búinn að segja þetta sjálfur?

Þetta varð til þess að Bretarnir réðust inn í Kaupþing í Englandi með tilheyrandi tjóni.

Sigurður Þórðarson, 8.10.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta framtak Davíðs var ekki til framdráttar til þeirra skelfilegu atburða sem ganga yfir landið, erlendir fjölmiðlar gera grín af okkur fyrir kjánalegan bankastjóra sem fullyrðir útí loftið um loforð um rúblur þegar rússar hafa ekki einu sinni efni á því, að þeirra eigin sögn. úffff...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.10.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband