Skúbb! Aldraður sjómaður handtekinn fyrir að mótmæla mannréttindabrotum

2339_491104

Frá því land byggðist hafa Íslendingar sótt sér og sínum björg í hafið með því að róa til fiskjar. Undanfarnar vikur hafa þeir Ásmundur Jóhannsson (66) og Pétur Valberg Helgason (70) einnig nýtt frumburarétt sinn sem Íslendingar á bátnum Júlíönu Guðrúnu eins og alþjóð veit. Þannig eru þeir að stunda þá einu vinnu sem þeir kunna og mótmæla mannréttindabrotum íslenskra stjórnvalda sem hafa reynt að sölsa auðlindina undir útvalda.

Klukkan 10:00 í morgun var Ásmundur kallaður til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni í Keflavík og kærður fyrir meintar ólögmætar veiðar. Ásmundur tjáði mér að lögreglumennirnir hefðu verið sérlega kurteisir og tekið fram að þetta væri ekki þeirra vilji, þeir væru bara að vinna vinnuna sína.  Þannig voru þeir í raun miður sín yfir að þurfa að hlýða kerfinu og trufla þessa öldnu sjógarpa við að mótmæla mannréttindabrotum stjórnvalda.  Þessar öldnu hetjur ætla ekki að leggja árar í bát og hætta að mótmæla mannréttindabrotum, fyrr en þau verða aflögð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta eru sannkallaðar hetjur.

Jakob Falur Kristinsson, 31.7.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jakob, þú býrð í Sandgerði ef ég man rétt?

Hvernig er stemningin í Sandgerði gagnvart framtaki sjómannana? 

Sigurður Þórðarson, 31.7.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Jens Guð

  Þeir eru frábærir þessir öldnu sjómenn.

Jens Guð, 31.7.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Það er alveg undarlegt hvað íslenska þjóðin er sofandi þegar kemur að mannréttindabrotum á fólki hérna innanlands, okkar fólki...Ef brotið eru réttindi á einhverjum öðrum annarsstaðar hvort þeir séu bláir, rauðir, svartir eða gulir ætlar allt að verða vitlaust hérna, ég minni á hvernig mannréttindabrot á Tíbetbúum eru núna í umræðunni sem ég efast ekki um að séu stórfelld. Fyrir einni viku var brottvísun Keníamanns mótmælt á hverjum degi af hundruðum manna fyrir utan dómsmálaráðuneytið.

Hversu mörg vorum við sem mótmæltum kvótakerfinu á sjómannadaginn fyrir utan stjórnarráðið og gengum undir mórmælafánum niður á gömlu höfnina?

Við vorum ekki mörg, þá vantaði Landann kjark til að sýna samstöðu eins og alltaf... Þetta með kjarkleysi landans ætti að vera verðugt rannsóknarefni fyrir Kára Stefánsson og með uppgötvunum á kjarkleysinu myndu hlutabréf í Decot án efa hælla í verði.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 31.7.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þetta síðasta átti að vera hækka í verði.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 31.7.2008 kl. 22:15

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skömm að þessu, en mikið standa þeir gömlu sig vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 00:20

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ömurlegar árásir á hetjur hafsins segi ég bara..er "kerfið" til fyrir fólkið eða er fólkið til fyrir "kerfi"??

Mao í Kína hafði svona þankagang og varð stórfrægur fyrir sín verk. Viljum við hafa þetta svona? 

Óskar Arnórsson, 1.8.2008 kl. 07:48

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það styðja þá sárafáir vegna þess, að það er ekki nógu Cosmopolitan og hipp og kúl.  Þeir eru ekki einu sinni útlendingar og tala líklega bara móðurmálið.  Iss, þeir eru bara sveitó.

Væru þeir útlendir og helst öðruvísi á litinn, væru biðraðir við Sýslumannskontórinn og menn og konum legðu sig á vegina eða hlekkjuðu sig við eitthvað.

Þessir gaurar eru bara með slorlykt og ekkert intresant.

Nei, þeir fá ekki meiri samúð en kona með einn í útvíkkun.

Miðbæjaríhaldið

hefur mótmælt Kvótaofríkinu frá 1. degi undirbúnings þessarar lagasetningar, sem geta í raun ekki talist lög. því um ólög er að ræða.

Bjarni Kjartansson, 5.8.2008 kl. 14:30

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Bjarni, þú ert minn maður!

Nákvæmlega eins og talað út úr mínu hjarta.

Sigurður Þórðarson, 5.8.2008 kl. 15:07

10 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Eftirlitsmaður frá Fiskistofu sagða eitt sinn við mig "þetta er sennilega einhver skelfilegasta og versta kvótakerfi sem nokkurn tíman hefur verið fundið upp hvað þá unnið eftir . kv .

Georg Eiður Arnarson, 5.8.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband