Hvaða Íslendingar njósnuðu um Halldór Laxness

Vitað er að Bjarni Benediktsson hafði frumæði að því að vara bandaríska sendiráðið við  Halldóri Laxness.  Unnið er að því hörðum höndum, bæði hér og vestan hafs, að fá það upplýst hvaða Íslendingar unnu að njósnum gegn Haldóri og fjölskyldu hans og komu í veg fyrir að verk hans yrðu útgefin ytra.  Í ítarlegu viðtali við bókmenntafræðinginn og Íslandsvinin Chay Lemoine greinir hann frá tilraunum sínum til  að fletta ofan af samsæri íslenskra og bandarískra yfirvalda.  Bæði CIA og FIB halda hlífiskildi yfir lúalegum íslenskum handlöngurum sínum, með því að merkja öll skjöl varandi þessi mál þjóðaröryggisleyndarmál.  Fjölskylda Halldórs bindur vonir við að verði Obama kjörinn forseti muni hann aflétta þessari leynd. Að sama skapi hljóta þessir ógeðfelldu ógæfumenn sem lögðu það fyrir sig að njósna um samlanda sína fyrir erlent stórveldi að halda með öðrum frambjóðanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ertu ekki að varpa skugga á ósnertanlega persónu frændi sæll!

Aldrei hef ég séð eða heyrt nokkurn mann efast um einlæga baráttu Flokksins undir stjórn Bjarna, fyrir útfærslu landhelginnar.

Bretar áttu einn bandamann í þorskastríðinu sem háð var um 12 mílna fiskveiðilögsöguna. Það var Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Bj.Ben. og svo að ógleymdu Morgunblaðinu.

En oft má auðvitað satt kjurt liggja þegar það hentar.

Árni Gunnarsson, 27.7.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það hefur verið staðfest að Bjarni Benediktsson hafði frumkvæði af því að vara Bandarísk yfirvöld við Halldóri Laxness.  Það er samt ekki vitað hvaða Íslendingar voru látnir njósna um Halldór eða hvort þeir voru allir með flokksskírteini í Sjálfstæðisflokknum.   Þetta á ekki kjurt að liggja þvert á móti ætti flokkurinn að upplýsa þetta.

Sigurður Þórðarson, 27.7.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sigurður!  Mig langar til að bæta við viskuorð Árna Gunnarssonar; Bjarni Benediktsson var líka svo mjög góður við hundinn sinn!  Hvernig getur þú talað svona um hann aumingja Bjanra.

Með kveðju; Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 27.7.2008 kl. 19:20

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Siggi!  Þó það eigi ekki við þessa færslu, langar ig til að benda þér á link sem ég erhálfringlaður yfir:

"Lagði smábörn í veg vinnuvéla"      GRÍNLAUST!

Mig langar til að vekja athygli á málflutningi mótmælenda "Saving Iceland" þar sem einn forsvarsmanna virðist vilja mana áhangendur til að leggja kornabörn sín, sem geta ekki forðað sér, fyrir vinnuvélar til að stöðva þær!

Þetta var bara að gerast rétt núna að þessi póstur kom til mín.  Vinsamlega skoðið linkinn sem ég gef upp hér fyrir neðan:

http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/601346/

Þessi forsprakki heitir: Eva Hauksdóttir og hefur verið hávær að réttlæta aðgerðir "Saving Iceland" mótmælin.

Lestu athugasemdir 2. (frá mér), 3. (frá Evu),  og 4. (frá mér).

Það væri gott að fá komment á þetta, hvort ég sé genginn af göflunum og lesið vitlaust.

Kær kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 27.7.2008 kl. 19:23

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir athugasemdina þína Bjössi.  Mér finnst persónulega lúalegt að njósna um samlanda sína fyrir erlent stórveldi.  Mér finnst að þetta ætti upplýsa.

Ég ætla að kíkja á síðuna þína. 

Sigurður Þórðarson, 27.7.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband