Bæjarstjóraskiptin í Grindavík, hver er kjarni málsins?

hb199669_Solarve

Ég réri frá Grindavík meðan ég var í Stýrimannaskólanum og er hlýtt til staðarins síðan, enda býr þar duglegt og gott fólk. Mörgum rennur til rifja hvernig Samfylkingin fer með almannafé í tengslum við bæjarstjóraskiptin. En það er ekki síður mikilvægt að væntanlegur bæjarstjóri þekki þann grundvöll sem bæjarfélagið og velgnengni þess byggir á. 

Grindavík á sér merka sögu, sem Landnáma greinir frá: Fyrstu ábúendur Grindavíkur þeirra Molda- Gnúpur og Járngerðar, sem varð fimm barna auðið, synir þeirra voru miklir fiskimenn "enda fylgdu landvættir þeim til róðra". Meðal fjögurra sona þeirra var Hafur- Björn, sem var fyrsti þingmaður Grindvíkinga á Alþingi við Öxará árið 930.  Hann naut fulltingis landvætta eins og áður greinir en var ekki síst frægur fyrir að koma upp geitarstofni í Grindavík, þrátt fyrir að eiga engan hafur en bergbúi leysti úr þeim vanda og varð hann auðugur bóndi.

Þetta rifjast upp fyrir mér nú þar sem tilvonandi bæjarstjóri séra Jónina Kristín Þorvaldsdóttir, vakti meðal þorpsbúa mikið hræðslufár varðandi athöfn í Sólarvéum, fyrir nokkrum árum. Hún taldi að það  sérstaklaga ámælisvert  að heiðinn maður, sem hlóð véið hefði komið að athöfninni og að þetta gengi ekki upp "þar sem Grindvíkingar væru margir fiskimenn".  Þessi orð voru ómakleg enda  er mér til efs að bergbúar og landvættir hafi komið meir að uppbyggingu nokkurs bæjarfélags ef marka má frásögn Landnámu.

 Ég vona að tilvonandi bæjarstjóri, sem er aðkomumaður,  kynni sér sögu staðarins og sýni landvættum og bergbúum tilhlýðilega virðingu, því það er lykillinn að velgengni bæjarfélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Launin eru allavega það góð að fólk ætti ekki að vera í vandræðum með brosa. Skítlegar fréttir samt frá þessum góða bæ.  Græðgin er skelfileg og fólk selur sál sína og skoðanir skrattanum ef það þýðir völd og peninga.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vona að þú sért ekki að meina að presturinn sé búinn að selja Skrattanum sál sína. Annars virðist ósköp lítið um hugsjónir í þessu öllu saman. Það var engin óánægja með bæjarstjórann af hverju mátti hann ekki halda áfram?

Sigurður Þórðarson, 13.7.2008 kl. 15:14

3 identicon

Hvað hefurðu fyrir þér í því að það hafi engin óánægja verið með bæjarstjórann?  Annað hef ég heyrt og það í ríkum mæli.

marco (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 16:28

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er ekki að meina neinn sérstaklega, en finnst þetta vera algengt að fólk geri bókstaflega allt fyrir pening.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 16:31

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já þetta var líka bara grín hjá mér.  Samfylking og Sjálfstæðisflokkur réðu þennan bæjarstjóra og og gerðu við hann ráðningarsamning, þannig að þau vissu nákvæmlega hvað þetta myndi kosta. Þess utan var engin óánægja með hans störf þannig að það mætti ætla að Jónínu hafi langað til að verða bæjarstjóri sjálf.  Þá má alltaf finna einhvern ágreining eftirá.

Sigurður Þórðarson, 13.7.2008 kl. 17:15

6 Smámynd: Jens Guð

  Dýr mun Hafliði allur.  Svo mikið er víst.

Jens Guð, 13.7.2008 kl. 21:04

7 identicon

Það að tyggja aftur og aftur að engin óánægja hafi verið með störf bæjarstjórans þurfandi gerir þá fullyrðingu ekkert sannari.

marco (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 21:41

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað er málið? Bæjarstjóri fær borgað eftir samning og ekkert merkilegara.

Allir íslendingar skrifa undir verðtryggðar skuldir þegar þeir kauða hús eða bíl, og það er hámark heimskunnar.

Svo eru þessi útlán líka ólögleg..og búin að vera það í mörg ár..ég held bara allan tíman..allir að stefna bönkunum í kór..

Óskar Arnórsson, 13.7.2008 kl. 22:12

9 identicon

Óskar.  En þvílíkur samningur!!  Fimmfaldur biðlaunatími og endalausar tryggingar.  Það hlýtur að vera a.m.k. stórkostlega ámælisvert að skrifa undir svona lagað fyrir hönd almennings.

marco (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 22:21

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Bæjarstjórinn er alla vega ánægður. Sjálfsagt aldrei hitt svona mörg fífl á einum stað á æfinni...bara mín skoðun Marco..

Óskar Arnórsson, 13.7.2008 kl. 22:26

11 Smámynd: Landfari

Það verður að segjast að svona sóun á almannafé er forkastanleg. Það hefur í það minnsta ekki farið hátt í fjölmiðlum þessi óánægja með bæjarstórann svo það er kansi rétt að marco greini okkur fáfróðum frá því í hverju hún er fólgin.

Landfari, 14.7.2008 kl. 00:29

12 identicon

Óskar.

Landfari.  Mikið væri gott ef einhver Grindvíkingur vildi tjá sig um óánægju sína með Ólaf.  Ég hef heyrt um hann leiðinlegar sögur en er fljótur að gleyma og man þær ekki nógu vel og er hræddur um að ég gæti logið einhverju til ef ég fer að ausa út hálfgleymdum sögum og segja ykkur þær frá annari hendi.  Sorrý.

marco (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 10:16

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jens, Hafliði var dýr en Ólafur er dýrari. Marco, ég ég hef lítið heyrt um Ólaf annað en að hann var sjóari að norðan en það voru einhverjir sem öfunduðu hann af laununum og það er alveg laust að bæjarstjórastóllinn er eftirsóttur. Auðvitað er ámælisvert að skrifa undir svona samning og reka hann svo upp úr þurru. Mér skilst að Ólafur R. Sigurðsson, skipstjóri í Grindavík muni tjá sig um þetta mál á þessari síðu í dag eða kvöld. Mannsi, þú hitti naglann á höfuðið, honum voru boðin þessi kjör og hann þáði þau. Annar þeirra aðila sem réði hann rak hann síðan til að koma sjálfri sér að. Landfari, mín skoðun er sú að maðurinn hafi verið embættismaður og hann hafi gert það sem fyrir hann var lagt.

Sigurður Þórðarson, 14.7.2008 kl. 11:09

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að gera samning, fá borgað eftir samningnum er ekkert sem þarf að ræða. Ruglumræða. Hann gerði nákvæmlega eins og samningurinn sagði til um. Er það ekki svona Siggi?

Óskar Arnórsson, 14.7.2008 kl. 13:15

15 Smámynd: Landfari

Frá mínum bæjardyrum séð, sem eru reyndar ekki í Grindavík, er bæjarstjóri sambærilegur framkvæmdastjóra í fyrirtæki. Bæjarstjórnin leggur línurnar og bæjarstjóri sér um að koma þeim í framkvæmd.

Ef pólitískur ágreiningur verður og skipt um meirihluta er engin bráðanauðsyn að skipta um bæjaastjóra ef hann er starfi sínu vaxinn og framfylgir vilja meirihlutans, þ.e. samþykktum bæjarstjórnar.

Óskar, ég held að þú sért gjörsamlega að misskilja þess umræðu. Það er enginn að gagnrýna fráfarandi bæjarstjóra. Það sýnir sig bara að han er góður samninga maður. Það eru hinir sem skrifa undir samninginn fyrir hönd bæjarins sem eru ekki starfi sínu vaxnir og ættu að segja af sér allir sem einn því þetta er hneyksli að fara svona með almannafé.

Réttast væri að bæjarbúar færu í mál við þá sem skrifuðu undir og krefðu þá persónulega um mismuninn á venjulegum uppsagnafresti og þessum ósóma.

Það verður fróðlegt að vta hvernig dómsmáið fer gegn stjórnarmönnum í Glitni út af samskonar máli.

Landfari, 14.7.2008 kl. 20:30

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef ekki krítisserað bæjarstjóran neitt. Hann er góður samningamaður eða þeir sem sömdu lélegir. Þess vegn á að beina spjótum sínum frá honum og að öllum hópnum sem samþykkti þetta.

Tek undir þetta að ef fólk vill leiðréttingu, á að krefja þá sem sömdu, enn ekki bæjarstjóran. Bæjarstjórann hef ég aldrei krítiserað og hef enga ástæðu til þess..enga..

Óskar Arnórsson, 15.7.2008 kl. 05:58

17 Smámynd: Landfari

Óskar, það hefur enginn verið að beina spjótum sínum að bæjarstjóranum fyrrverandi vegna ráðningarsamningsins, þannig ég spyr hver á að beina spjótum sínum frá honum. Þú virðist vera sá eini sem ert að draga hann inn í umræðuna um þetta hneyksli og hér fyrir ofan eru 4 athugasemdir frá þér sem flestir eru einhverskonar vörn fyri hann. Málið er að það hefur enginn verið að gangrýna hann hérna fyrir þennan samning, ekki þú heldur, enda væri það út í hött.

Það hefur einn, marco, verið með komment um að hann hafi verið ómögulegur bæjarstjóri en ekki gagnrýnt hann fyrir samninginn. Hann hefur hinsvegar ekki getað bent á neitt ennþá orðum sínum til staðfestingar og meðan þeð ekki kemur er lítið mark á þeim takandi. Sérstaklega þar sem viðkomandi er nafnlaus huldumaður sem gæti þess vegna verið nýji bæjarstjórinn.

Nefndu mér einn hérna sem er að gagnrýna bæjarstjórann fyrir ráningarsamninginn.

Landfari, 15.7.2008 kl. 09:06

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

_það er ganrýni á bæjarstjóran um allt bloggið, í blöðum og jafnvel í viðtölum við fólk í sjónvarpi. Öllum ber saman um að hann gerði góða hluti þarna og hef ég það beint úr minni eigin fjölskyldu sem býr þarna. Ég nenni nú ekki að leita uppi alla sem hafa gagnrýnt hann beint. Hann gerði samning á sínum tíma og ég sé ekkert athugavert við það. Aðalumræðan virðist vera um að samningsupphæðin hafi verið í hærra lagi. Enn þeir skrifuðu undir og þar með er þetta mál búið.

Óskar Arnórsson, 15.7.2008 kl. 09:16

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fyrirgefið hvað ég svara seint, ég var í Grindavík í gær.

Ég þakka góðar athugasemdirnar frá ykkur Óskar og Landfari. Óskar, jú það er enginn ágreiningur um að hann gerði eins og samningurinn sagði.

Því hefur verið haldið fram að 3 flokkar hafi samþykkt samninginn13.06. 2006. Þetta er í besta falli  hálfsannleikur. Staðreyndin  er sú að gerður var viðauki við ráðningarsamninginn þann 12. mars 2007. Ekki verður séð á gögnum málsins  að þessi viðauki hafi verið borinn undir kjörna fulltrúa á bæjarstjórnarfundi.             Sé svo er þetta ólöglegt!   

Sigurður Þórðarson, 15.7.2008 kl. 09:51

20 Smámynd: Landfari

Óskar, ég bað þig ekki að nefna alla. Ég bað þig bara að nefna 1 hérna á síðunni hans Sigurðar en ég skil vel að þú getir það ekki. Ekki get ég það alla vega vegna þess að ég sé engann vera að gagnrýna bæjarstjórann fyrrverandi fyrir þennan samning. Þetta má er ekkert búið. það er sennilega eftir að greiða þessa milljóntugi og mér finnst það siðferðileg skylda Grindvíkinga að draga þetta fólk sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd bæjarins persóulega til ábyrgðar.

Það þarf útaf fyrir sig ekki að vera óeðlilegt að ráða manninn til 4 ára því kjörtímabilið er jú fjögur ár. Hinsvegar þarf að vera einhver varnagli ef maðurinn reynist óhæfur í starfi að það megi rifta samningnum. Hinsvegar hefur ekkert komið fram um það heldur virðist eingöngu um sinnaskipti pólitíkusanna að ræða hér. Það er engin nauðsyn að skipta um hæfan framkvæmdastjóra þó skipt sé um stjórn. Ég vil sjá einhver rök fyrir því að maðurinn hafi verið rekinn.

Sigurður er svo að koma hér með alveg nýjar frétir fyrir mig allavega. Þetta mál þarf að skoða ofan í kjölinn.

Hverjir skrifuðu undir þennan viðauka fyrir hönd bæjarins?

Er ekki orðið tímabært að birta þessa samninga opinberlega.

Var þessi viðauki ekki eingöngu vegna íbúðarhúsnæiðs sem hann hafði haft frá bænum en varð svo að skaffa sjálfur og launin hækkuð þess vegna.

Landfari, 15.7.2008 kl. 11:38

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Landfari, fulltrúi Frjálslyndra kannast ekki við að hafa séð þennan viðauka og þar sem ég hef mínar upplýsingar frá honum get ég ekki sagt hvernig hann hljóðar.

Sigurður Þórðarson, 15.7.2008 kl. 12:12

22 identicon

Nokkrar vangaveltur um ábyrgð kjörinna bæjarfulltrúa, sveitastjórna í landinu. Ljóst er að samningur fráfarandi bæjarstjórnar Grindavíkur ( þ.e. samfylkingar og sjálfstæðismanna) við fráfarandi bæjarstjóra á sér hvergi hliðstæðu í íslenska stjórnkerfinu, hann er t.d. verulega hærri en borgarstjórans í Reykjavík, forsætisráðherrans eða nokkurs annars bæjarstjóra í landinu. Vísað til ráðningarsamnings dags. 13. júní 2006 og viðauka dags. 12.3. 2007 sem má setja spurningarmerki við hvort sé löglegur. Að mínu mati hefur fráfarandi meirihluti farið langt yfir þau mörk sem teljast eðlilegir viðskiptahættir.

Ólafur Grindavík (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 12:32

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sem Grindvíkingur lýsi ég yfir algjört vantrausti á bæjarstjórnina alla, bæði sem nú situr og sat. Af hverju í ósköpunum fóru öll þessi atriði svona algjörlega framhjá þeim? Hvernig datt þeim í hug að samþykkja svona há laun þessa svo kallaða bæjarstjóra? Rétt er að taka fram að ég er aðeins að ræða um meirihlutann en ekki minnihlutann, ég þekki vel þarna til og er heimamaður. Persónulega finnst mér að þeir ættu að boða kosninga strax, og sýna manndóm í að viðurkenna mistök.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.7.2008 kl. 12:45

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þessar upplýsingar Ólafur.

Veist þú hvort og hvenær bæjarmálafélag FF í Grindavíkur mun kæra þennan gjörning? 

Sigurður Þórðarson, 15.7.2008 kl. 12:47

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þessa athugasemd Guðsteinn,

Hverra manna ert þú úr Grindavík?  

Guðsteinn er frekar sjáldgæft nafn. Ert þú kannski barnabarn Guðsteins fyrrum hreppstjóra í Grindavík? 

Sigurður Þórðarson, 15.7.2008 kl. 12:52

26 Smámynd: Landfari

Þessi laun er mögnuð og ég er tilbúinn til að samþykkja þau mér til handa hér og nú.

Sem fulltrú greiðanda get ég hinsvegar engan vegin samykkt þau.

Það er ekki heimilt samkvæmt lögum að boða til nýrra kosninga fyrr en 2010 eða á fyrirfram ákveðnu kosningaári.

Landfari, 15.7.2008 kl. 16:00

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jú Sigurður, ég er einmitt barnabarn Guðsteins Einarssonar hreppstjóra og útgerðarmanns úr Grindavík.

Landfari, ég veit vel að ekki er hægt að boða til kosninga, enda tók ég bara svona til orða í bræði minni.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.7.2008 kl. 19:23

28 Smámynd: Landfari

Verð að segja að ég skil þig vel Guðsteinn. Maður á ekki að láta bjóða sér svona framkomu kjörinna fulltrúa. Bera ekki nokkra virðingu fyrir því hvað bæjarbúar hafa lagt á sig til greiða þessa peninga í sameiginlegan sjóð.

Þess vegna finnst mér stór spurning hvort hægt er að láta á þaðreyna að gera þessa pólitíkusa persónulega ábyrga fyrir þessu bruðli svipað og Vilhjálmur er að reyna við fyrrverandi stjórn Glitnis í sambandi við fjárausturinn í forstjóra þar.

Landfari, 15.7.2008 kl. 19:57

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðsteinn hreppstjóri var vel kynntur í Grindavík.

Landfari, þetta er líklega ekki fjarri lagi. Þeim bar skylda til að bera viðaukann við samningnum upp á fundi og fá hann samþykktan þannig annars geta þeir ekki bundið sveitarfélagið. 

Sigurður Þórðarson, 15.7.2008 kl. 20:29

30 Smámynd: Jens Guð

  Þeir sem skrifuðu undir viðaukann hljóta að axla ábyrgð og borga bæjarstjóranum laun og hlunnindi úr eigin vasa.

Jens Guð, 15.7.2008 kl. 22:36

31 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þarna hittir þú hittir naglann á höfuðið Jens.

Auðvitað ættu þeir að gera það. 

Nema þeir verði látnir gera það?

Sigurður Þórðarson, 16.7.2008 kl. 00:25

32 Smámynd: Landfari

Ég get nú alver lofað ykkur því að þð gera þeir ekki sjálfviljugir.

Það þarf annað og meira að koma til til að þeir reiði þetta fram úr eigin vasa. Þeim dettur ekki í hug að bruðla svona með eigin fé.

Landfari, 16.7.2008 kl. 00:52

33 identicon

Haldiði virkilega að Ólafi þurfaling hafi verið boðinn þessi samningur.  Auðvitað gerði hann þessar kröfur og bæjarfulltrúar voru ekki menn til þess að henda þeim í hausinn á honum aftur.

Mér finnst það vitna um afsiðun að hvítþvo svona græðgisgrísi.  Hitt er annað að ábyrgði liggur hjá kjörnum fulltrúum.

marco (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:36

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála ykkur Landfari og marico

Sigurður Þórðarson, 16.7.2008 kl. 21:41

35 Smámynd: Landfari

marco heldur áfram að rakka þennann bæjarstjóra niður án þess að koma með eina einustu athugasemd um störf hans þrátt fyrir beiðni þar um.

Ég trúi því tæpast að störf hans séu svo óaðfinnanleg að ekki megi finna þar hnökra á. Sérstakelga ef menn eru svo vel kunnir hans störfum sem marco hlýtur að vera til að geta hallmælt honum svo ítrekað.

Nema náttúrulega ef marco er bara að dreifa rógburði að hætti Gróu á Leiti.

Hvað á maður að halda?

Landfari, 16.7.2008 kl. 23:18

36 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Landfari, ég veit ekki meir.

Sigurður Þórðarson, 16.7.2008 kl. 23:52

37 identicon

Landfari.  Með hvaða hætti er ég að rakka manninn niður.  Ég vil bara halda vel til haga að hann á alls ekki að vera stikkfrí í þessari umræðu.  Kannski er þetta guðdómlegur snillingur en mér finnst kröfugerð hans bera vott um undarlegt viðhorf til starfs síns og þurfalingshátt.  Fullfrískur maðurinn verður á tíföldum örorkubótum næstu 30 mánuði.  Já mikil hlýtur þörfin að vera.

Mér finnst á þínum málflutningi að þér finnist sjálfsagður réttur manna til að taka hið opinbera, þ.e. almenning, í kakóið hvar og hvenær sem færi gefst.  Þessi hugsun finnst mér bæði afsiðuð og úrkynjuð en því miður finnst hún víða.

 Hvar finnurðu rógburð og hvað er rógburður í þínum huga.  Ég tók það sérstaklega fram að ég myndi ekki endurtaka þær sögur sem ég hef heyrt og síðan í þeirri færslu hef ég ekki minnst einu orði á störf  hans.

Það er merkilegt hvað þú eltist við alla gagnrýni á hlut Ólafs í þessu máli.  Þér beinlínis hlýtur að vera málið skylt.

marco (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 00:58

38 Smámynd: Sigurður Þórðarson

marco, þetta kann að vera satt og rétt hjá þér. En það breytir ekki því að höfuðábyrgðin hlýtur að vera hjá hinum kjörnu fulltrúum í almannaþjónustu. Þeir eru kjörnir af okkur og starfa í umboði okkar til að gæta hagsmuna alls samfélagsins.

Sigurður Þórðarson, 17.7.2008 kl. 01:08

39 identicon

Sigurður.  Því er ég fullkomlega sammála.

marco (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:11

40 Smámynd: Landfari

"Hvað hefurðu fyrir þér í því að það hafi engin óánægja verið með bæjarstjórann?  Annað hef ég heyrt og það í ríkum mæli.

marco (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 16:28

Það að tyggja aftur og aftur að engin óánægja hafi verið með störf bæjarstjórans þurfandi gerir þá fullyrðingu ekkert sannari.

marco (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 21:41

Landfari.  Mikið væri gott ef einhver Grindvíkingur vildi tjá sig um óánægju sína með Ólaf.  Ég hef heyrt um hann leiðinlegar sögur en er fljótur að gleyma og man þær ekki nógu vel og er hræddur um að ég gæti logið einhverju til ef ég fer að ausa út hálfgleymdum sögum og segja ykkur þær frá annari hendi.  Sorrý.

marco (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 10:16

Haldiði virkilega að Ólafi þurfaling hafi verið boðinn þessi samningur.  Auðvitað gerði hann þessar kröfur og bæjarfulltrúar voru ekki menn til þess að henda þeim í hausinn á honum aftur.

Mér finnst það vitna um afsiðun að hvítþvo svona græðgisgrísi.  Hitt er annað að ábyrgði liggur hjá kjörnum fulltrúum.

marco (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:36"

Ofanritað eru beinar tilvitnanir í þig marco. (feitletrun er mín)

Ef þú kallar þettahlutlausar, málefnalegar umræður þá höfum við ekki sama skilning á íslenskunni. Þú ert að gefa í skyn án þess að hafa fært fyrir því nokkur rök eða dæmi, að bullandi óánægja hafi verið með manninn og störf hans. það kalla ég að reyna að rægja manninn.

Nú veit ég ekkert um þenann mann annað en hann heitir Ólafur og hefur verið bæjarstjóri og sjómaður eftir því sem ég les hér hjá Sigurði. Ég veit ekki í hvaða starfi hann var egar hann var ráðinn bæjarstjóri en það þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við að fara fram á lágmerks starfsöryggi ef maður fer úr góðu djobbi til að taka að sér starf sem er háð pólitískum dutlungum pólitíkusa. Það þarf ekki nema einn maður fari öfugu megin framúr einn morguninn til að bæjarstjórar missi vinnuna að því er virðist.

Ef honum bauðst að gera svona samningur þá má alveg eins færa fyrir því rök að það hefði verið ábyrgðarleysi hjá honum gagnvart fjölskyldu sinni  að hafna honum. Þá gildir einu hvor aðilinn skrifaði uppkastið.

á sama hátt finnst mér það ábyrgðarleysi af hálfu kjörinna bæjarfulltrúa að semja um svona há laun. Finnst einhvern vegin að jafn hæfur eða hæfari maður hefði fundist fyrir minni laun. Þetta segi ég með þeim fyrirvara þó að ég þekki manninn ekkert, hef ekki einu sinni séð mynd af hnum svo ég viti. Veit bara að ég hef ekki heyrt um neina snildartakta hjá honum á þessum tveim árum sem réttlætt geta þessi laun.

Kalla manninn þurfaling og græðgisgrís

Landfari, 17.7.2008 kl. 19:08

41 identicon

Landfari.  Þú ert greinilega siðferðisvörður hér á blogginu og ekki veitir af.  Þó að þú sért sjálfskipaður í starfið þá er greinilegt að þú ert maður sem á gott með að halda höfðinu köldu og ekki líklegur til að taka einhver Lúkasarhopp.

Að þessu sögðu, þá er ljóst að skoðanir okkar á þessu máli eru ólíkar en það kann að vera rétt hjá þér að ég hafi farið of geyst og ekki vandað orðaval mitt nægilega vel.  Ég mun taka þessar ábendingar þínar til greina og reyna að vanda mig betur í framtíðinni.  Maður skyldi aldrei kommenta í reiði og best er að láta heilaga vandlætingu líða hjá áður en maður sendir eitthvað frá sér.

Kveðja.     Marco

marco (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband