Þjóðin þarf ekki meiri spillingu í landstjórnina.

Þeir eru oft fróðlegir og skemmtilegir þættirnir þeirra Sigurðar G. Tómássonar og Guðmundar Ólafssonar lektors á Útvarpi Sögu á föstudögum. Í gær tók Guðmundur létta upprifjun á hvernig bönkunum var ráðstafað í þágu vildarvina og flokksgæðinga þeirra Halldórs og Davíðs sem réðu síðustu ríkisstjórn. Tilefnið var grein sem seðlabankaráðsmaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði, þar sem hann var að agnúast út í grein eftir erlendan fræðimann sem taldi að hluti af efnahagsvanda Íslands stafaði af því að bönkunum hafi verið ráðstafað á einu bretti til manna sem enga reynslu hefðu af alþjóðlegum bankaviðskiptum. Guðmundur rakti þetta ferli í stórum dráttum t.d. hvernig VÍS var tekið úr Landsbankanum og hann seldur lægstbjóðanda. Lokaþáttur í ráðstöfun Búnaðarbankans var sá að þeir sem fengu að kaupa skuldbundu sig til að eiga bréfin í minnst 18 mánuði en Valgerður Sverrisdóttir veitti góðfúslega undanþágu frá þessu eftir 3 vikur frá undirskriftinni. Þetta sumir ættingjar samráðherra hennar sér og fóru út úr kaupréttinum með gríðarlegan hagnað með bréfaskiptum við VÍS án þess að hafa lagt fram eina krónu.

Nú eru framsóknarmenn orðnir leiðir á að vera  fjarri kjötkötlunum og segjast  vilja koma á festu.IMG_9551

 

 

 

 

 

Guðni er skemmtilegur og orðheppinn maður en  flokkurinn þarf að  gera upp fortíðina og fara í aflúsun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeir eru fljótir að gleyma blessaðir, og því miður kjósendur líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Sammála að þeir þurfa að fara í aflúsun og Sjallarnir þurfa þess líka. Nú Samfylkingin er bara búin að vera eitt ár í stjórnarsamstarfi og það er komin spillingarlykt af þeim strax. Líst ekkert á ef þarf ekki lengri tíma en eitt ár.

Hér þarf að stokka upp og koma með fram á yfirborðið ýmislegt sem hefur fengið að grassera sem þjóðin veit ekki um. Það þarf hreinsunarátak. Sá þig tala undir rós hjá Höllu Rut. Ég veit um hvern þú varst að tala og ég hef aldrei þolað þennan mann og gasprið í honum.

Guð veri með þér kæri vinur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þessu með framsókn. Var einmitt að hlusta á helgislepjuna í Guðna í utvarpinu í gær, nú á bara að taka lán og meiri lán og koma á stöðugleika, hvað var hann eiginlega að gera þegar hann sat í ríkisstjórn. Gæti gubbað á þessa kalla alla saman.   takk fyrir samtalið í morgun.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2008 kl. 14:10

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir innlitin stelpur. Ásthildur, eitthvað situr nú eftir sem betur fer, ef marka má fylgishrun Framsóknar.  Sammála ykkur Rósa og Ásdís siðblinda í peningamálum er eitt en skeytingaleysi eða stuðningur við barnaníði þótt í útlöndum sé er ....................................!!!!!!!!!

Sigurður Þórðarson, 12.7.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband