Efnahagsstjórnunin fær falleinkunn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

med_ArniMMathiesen-_I4Y1715 Ingibjörg Sólrún er nýkomin frá Sýrlandi en hún hefur gert víðreist  til að afla sér fylgis til að komast í  öryggisráðið sem á hug hennar allan. En hún var  ekki fyrr komin en hún varð fyrir óvæntri truflun. Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er komin hingað til lands og kvartar undan því að það litla sem ríkisstjórnin gerir í efnahagsmálum sé að vinna gegn Seðlabankanum.  Formaður sendinefndarinnar Petya Koeva heldur því fram að ríkisstjórnin átti sig ekki á vandanum, meðan Seðlabankinn reyni að ausa skútuna sé ríkisstjórnin að opna botnlokuna. Þannig hafi breytingar á lánum Íbúðalagnasjóðs hvetjandi áhrif meðan hærri stýrivöxtum  Seðlabankans sé ætlað að kæla efnahagslífið.   Það var einmitt síðasta ríkisstjórn sem kom verðbólguskriðunni í gang með 90% lánum Íbúðasjóðs og reyndi að hefta bálið með því að hella á það eldsneyti.   Rétt eins og sendiráðin hefur Seðlabankinn verið hvíldaheimili fyrir afdankaða stjórnmálamenn. Dýralæknirinn sem á að stjórna fjármálunum er alveg hissa og skilur ekkert í þessu. Hann er sagður koma til álita ef Ísland fær sæti í Öryggisráðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ósköp er þetta nú stirðlegt bros á Árna mínum.  Þarf ekki bara að fara að ráða klára framkvæmdastjóra og peningasnillinga til að reka þetta batterý sem við erum?? 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ásta mér líst vel á þessa tillögu þína. Ættum við kannski að reyna að fá Jóhannes í Bónus? Ég er viss um að hann myndi sýna ráðdeild og og hagsýni í rekstri.

Ekkert öryggisráð  og svoleiðis bruðl og hann er líka sanngjarn, ég er líka viss um að hann myndi  innleiða mannréttindi aftur í sjávarútveginn. 

Sigurður Þórðarson, 6.7.2008 kl. 14:50

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Sigurður


Skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á framtíðarhorfum Íslands var birt á föstudag:

Það fyrsta sem þeir segja er þetta:

1. Íslenska hagkerfið er auðugt og sveigjanlegt. Tekjur á mann eru meðal þeirra hæstu og tekjuójöfnuður einna minnstur í heiminum. Vinnu- og framleiðslumarkaðir eru opnir og sveigjanlegir. Stofnanir og umgjörð stefnumótunar eru öflugar og skuldir hins opinbera eru mjög litlar. Eftirtektarverð stjórnun á náttúruauðlindum landsins hefur gert Íslandi kleift að auka fjölbreytni hagkerfisins og stuðla að sjálfbærni. Í ljósi þessa eru langtímahorfur íslenska hagkerfisins öfundsverðar

Þetta álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2008. Á vefsetri Seðlabanka Íslands (það er að segja Seðlabanka Íslenska Lýðveldisins) er að finna: lauslega þýðingu og einnig álitið í heil (á ensku)

IMF Concluding Statement July 4, 2008

Róm var ekki byggð á einum degi. Íslenska hagkerfið er ekki ónæmt fyrir alþjóðlegum vandamálum stærstu fjármálakreppu heimsins síðan 1930.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er alveg rétt Gunnar að framtíðarhorfur Íslands ættu að vera góðar við höfum jú ýmislegt sem heiminn vanhagar um þ.e. vatn, mat og endurnýjanlega orku.   Formaður sendinefndarinnar var hins vegar ómyrk í máli í Fréttablaðinu í gær

og sagði að ríkisstjórnin og seðlabankinn réru í sitt hvora áttina.  

Sigurður Þórðarson, 6.7.2008 kl. 17:00

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar: Við skulum ekki drepa því á dreif að hin vel menntaða! og öfluga þjóð sem byggir þetta land hefur orðið að leiksoppi ómerkilegrar spákaupmennsku markaðshyggjunnar sem sjálfstæðismenn hofðu lesið sér til um en misstu samstundis úr öllum böndum. Og afleiðingarnar sjást skýrast í því að núna eru útrásarglóparnir í einkabönkunum sem þeim voru gefnir, komnir í grátkór og öskra á hjálp. Öskra á FÉLGSLEGA AÐSTOÐ almennings á Íslandi. Þar er þó ekki hægt um vik því áður vorur þeir búnir að mergsjúga þennan sama almenning með okurvöxtum og seðilsneparukkunarkerfi.

En kannski bjargar Kaupþing sér á því að kaupa SPRON fyrir 15 milljarða. Fyrirtæki sem Capaccent var nýbúið að meta 60 milljarða virði! Og mér þykir ólíklegt að einhverjar alþjóðlegar greiningardeildir átti sig á því spillingarástandi sem hér ríkir. Að þær átti sig á því að hér snýst pólitík um það að gera samfélagið að markaðstorgi fyrir spikfeitar risarottur.

Í stuttu máli er Íslenskt hagkerfi skólabókardæmi fyrir fánýti óheftrar markaðshyggju. Og eins og Sigurður bendir réttilega á er Seðlabankinn bitlaus og heimsk hvíldarstofnun fyrir útbrunna pólitíkusa.

Tún eru fljót að eyðileggjast ef ausið er á þau eintómum köfnunarefnisáburði ár eftir ár. Fyrsta árið eykst sprettan gífurlega. Þetta þekki ég sem gamall bóndi.  

Árni Gunnarsson, 6.7.2008 kl. 17:13

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sigurður:

Takk fyrir:

Já, mikið rétt, að Íbúðalánasjóður og Seðlabankinn toga í sitt hvora átt. En það sýnir þó að Seðlabankinn vinnur sjálfstætt. Þessar lagfæringar íbúðalánasjóðs voru þó velkomnar sérstaklega með tilliti til þeirra sem vantar þak yfir höfuðið í fyrsta sinn. Auðvitað verður ríkisstjórn að reyna að fara milliveg og Seðlabankinn einnig, því annars væru stýrivextir ennþá hærri en þeir eru nú. En SBÍ telur þó ekki að þetta muni hafa það neikvæð áhrif í verðbólgubaráttunni að hún sé á neinn hátt fyrir gíg. En þessi barátta er komin vel á veg og mun fara að skila sér, trúi ég. Já það er ekki allt grasgrænt, en þó ekki sviðin jörð eins og svo margir vilja halda. Þið eruð komin lengra í kreppuferlinu við við hér í Evrópu, allt skeður mun fyrr og hraðar á Íslandi og þið verið einnig mun fljótari að vinna ykkur út úr vandanum. En það má bara alls ekki leyfa að langvarandi atvinnuleysi setjist að. Það er númer eitt.

Árni:

Enginn Seðlabanki mun fara út í að bjarga bönkum sem eru annaðhvort illa reknir eða sem hafa starfað ábyrgðarlaust. Það held ég ekki að við þurfum að vera hrædd um. Seðlabankinn hefur ítrekað það.

Ég er sammála að ekki eigi sífellt að ákalla ríkið og bjarga hverju sem er. En við sáum hvernig áhlaup á banka virka í raun í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í BNA var Bear Stearns tæmdur á undir 48 klukkustundum. Það er enginn banki sem stenst svona áhlaup, sama hveru vel hann er rekinn.

Ef vaxtarstefna/útrás bankanna er komin í þrot án inngöngu í paprikku-klúbbinn ESB þá verð ég að segja að vaxtarstefnan hafi verið blindgata, og því illa skipulögð. Þeir ættu alls ekki að taka íslenska líðveldið sem gísl í eigin vandræðum, og sem ég efast þó um að þeir geri. En stundum læðist þó sá grunur að manni. En ég hef þó enn fulla trú á bönkunum og það mun kannski verða þeim til happs að þeir höfðu einmitt ekki aðgang að fjármunum í smá tíma, og að þeir fengu ekki í gegn breytingar á íbúðarlánasjóði. En hver veit. Ég get haft rangt fyrir mér. En eigum við ekki að trúa á að þetta séu góðir menn þar til annað sannast. Kíktu út í heim og sjáðu hvernig bankamál standa þar. Ekki glæsileg sjón.

Ég er handviss um að þú myndir ekki vilja fá heft markaðsöfl aftur á Íslandi Árni. Það er ekki hollt.

Afleiðingar veðbólgubaráttu eru alltaf slæmar fyrir alla. En óðaverðbólga er þó mögum sinnum verri og kom þúsundum af heimilum á hausinn á Íslandi fyrr á tímum. Ef Davíð Oddson sæti ekki sem bankastjóri Seðlabanka Íslands núna, er ég viss um að það væri komin óðaverðbólga á Íslandi einmitt núna. Einu sinni enn.

Menn ættu að kíkja í efni fjölmiða frá síðustu áramótum og skoða þá stanslausu gangrýni, úrtölur og niðurtölur sem hafa verið á aðgerðir Seðlabankans og svo á gjaldmiðilinn, krónuna. Það eru undur og stórmerki að umheimurinn skuli hafa miklu meiri trú á gjaldmiðinum en margir hafa haft og tilkynnt opinberlega á Íslandi, og á skrípaleikaferðalögum sínum í útlöndum á síðustu mánuðum þar sem viss ráðherra hefur talaið gjaldmiðilinn niður opinberlega. Moldvörpustarfsemi og ekki fjarri landráðastarfssemi, verð ég að segja.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2008 kl. 18:11

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Árni frændi, ég hygg að hyggjuvit og almenn skynsemi gamals bónda sé heilladrýgra veganesti en einstrengileg og dogmatísk tvíhyggja sumra spjátrunga með háskólapróf, sem sitja í bankaráði seðlabankans. Þó ég af tillitssemi við aðstandendur  láti það vera að sinni að nefna nokkur nöfn.

Gunnar, Davíð er ágætur og honum fer vel að hækka vexti og reyna að slökkva þá elda sem hann kveikti.

Sigurður Þórðarson, 9.7.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband