Ráðherrar krafðir svara um mannréttindabrot

Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður fyrir réttum 10 árum með það að meginmarkmiði að stöðva mannréttindabrot í sjávarútvegi. Skeleggir talsmenn Frjálslynda flokksins þeir Guðjón Arnar Kristjánsson, Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson minntu allir ríkisstjórnina á að nú eru einungis 11 dagar eftir af þeim fresti sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gaf henni til að stöðva mannréttindabrotin. Ekkert bólar á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og Geir Haarde hefur ranglega sagt að Ísland sé ekki skuldbundið til að fara að úrskurði nefndarinnar. Þetta er ekki rétt íslenska ríkið er skuldbundið að alþjóðalögum að virða mannréttindi borgarana og íslenska ríkið hefur skuldbundið  sig til að virða úrskurði nefndarinnar um þetta er ekki deilt.  Hvað er Geir þá að meina?  Ætlar hann að hundsa úrskurðinn og komast þannig í vafasaman félagsskap örfárra þjóðhöfðingja í þriðja heiminum?  


mbl.is „Ósamstíga stjórn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Því miður nafni, þá eru bara vitleysingar sem stjórna Íslenskum fiskveiðum.  Eftir rúmlega tuttugu ára tilraun í fiskveiðistjórnun, þá má það öllum vera ljóst að kvótakerfið hefur mistekist hrapalega.  Ekkert af upphaflegum markmiðum kerfisins hafa náðst og alrei hefur það verið fjarlægari draumur en einmitt núna.  Það merkilega við þetta alltsaman er samt sú staðreynd, að gegn betri vitund er Landsamband Íslenskra Útgerðamanna fylgjandi því að halda áfram að skera niður kvótann, af þeirri einföldu ástæðu að hagsmunir þeirra er betur borgið með litlum kvóta en miklum.  Helgast það af því að þannig er bæði leiguverði og söluverði kvóta haldið í hæstu hæðum.  Svo vilja menn halda því fram að auðlindin sé best komið í höndum einkaaðila.  ÞVÍLÍK FJARSTÆÐA.

Sigurður Jón Hreinsson, 27.5.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka ykkur innlitin og góðar athugasemdir Sigurður, Erlingur og Viðar.   Nafni, þú hittir naglann á höfuðið, útgerðamenn samþykkja þetta gegn betri vitund þar sem þeir geta leigt, veðsett eða selt kvótann. Það er líka alveg rétt hjá þér að þegar þorskveiðiheimildirnar voru skornar niður síðast hækkaði kvótinn samsvarandi. En það sem þú veist kannski ekki er þetta er "fixað" verð því það hefur enginn kvóti selst síðan. Skýrasta dæmið um að kerfið er hrunið er að Báta og kvótasalan, sem var til húsa að Síðumúla 13 er búin að loka. Sjávarútvegurinn skuldar nú 350% af ársveltu og bankarnir sitja uppi með óseljanleg veð. Kunnugir segja að þetta sé yfir 100 milljarða skellur. Til að fresta þessari hrinu, sem myndi veikja orðstýr þeirra erlendis leyfa þeir enga sölu. Þetta er kjarni málsins.

Sigurður Þórðarson, 28.5.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Siggi sæti.

Það mætti halda að Geir Haarde sé hafinn yfir lög. Hann segir: "Ísland sé ekki skuldbundið til að fara að úrskurði nefndarinnar."

Ætli sælutími konungshjónanna sé að dvína.? Bleiku skýin að þynnast?

Mætti svo verða.

Baráttukveðjur/Rósa

P.s. Hvassviðri hjá Óskari vini okkar.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.5.2008 kl. 01:56

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ósamstíga stjórn? Aldrei munu ráðherrar viðurkenna eitt eða neitt. Það vita nú allir. Fólk með krónískt rétt fyrir sér í öllum málum á að eyða eins og hrefnunni í sjónum, hvölum og selum sem éta fiskistofnin út á gaddinn!

Eru engin lög sem segja að það megi losa sig við hættulega Ríkstjórn t.d. í sjálfsvörn? Ég er ekki löglærður enn það hljóta að vera til eitthvað um borgaralega skyldu fólks að láta ekki óstjórnar ríkistjórn lifa miklu lengur...Ég mæti í jarðarför Ríkisstjórnar...vantar bara að koma þessu í verk..

Óskar Arnórsson, 29.5.2008 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband