59,4% sjálfstæðismann vilja fugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.

Á sínum tíma þegar kosið var um veru flugvallarins í Vatnsmýrinni reyndist naumur meirihluti fyrir því að flytja flugvöllinn. Reyndar var málið illa kynnt og kosningaþátttaka var svo lítil að hún taldist ekki bindandi. En eftir því sem málið hefur verið rætt betur og fleiri fletir komið í ljós hefur stuðningur við áframhaldandi  veru flugvallarins í Vatnsmýrinni vaxið. Aðrir staðir á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki staðist öryggiskröfur að mati flugmanna. Það er augljóslega hagræði að innanlandsflugið sé nálægt stjórnsýslunni og öryggisatriði að hann sé skammt frá hátæknisjúkrahúsi. Mikill og vaxandi meirihluti Reykvíkinga sem áttar sig á þessu, getur verið þakklátur Ólafi F. Magnússyni fyrir að standa fast við þetta kosningaloforð F-listans. Þar með meirihluti sjálfstæðismanna, sem eru sama sinnis, en ný foringjaefni flokksins, þau Hanna Birna og Gísli Marteinn, sem ganga ekki í takt við 59,4% kjósenda flokksins. Væntanlegur foringi flokksins mun ekki geta gengið þvert á vilja meirihluta kjósenda sinna. Meðal kosta flugvallarins eru: Aðflug af hafi, bestu veðurskilyrði, öryggisatriði vegna sjúkraflugs og þægindi vegna nálægðar við stjórnsýsluna.                                birk_flugnet

 

 

Meðal kosta flugvallarins eru: Öruggissjónarmið og þægindi.


mbl.is Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þessi skoðanaakönnun var gerð með úrtaki, sem er hlálegt og svarhlutfalli, sem nær ekki ´máli.

Við munum bergðast við í þessu máli og gera það myndarlega.

Flugvöllurinn fer, ekki spurning hvort, heldur miklu frekar hvenær.

Allt ungt fólk, sem hefur talað á vetvangi Háskólana eru á einu mái um, að völlurinn eigi að fara og flugstarfsemin flytjist til Keflavíkur á flugvöll sem heitir Patterson flugvöllur.

ÞAr er allt fyrir hendi og kostnaður minnimal, að koma öllu í gang.

Það ersamhljóma álit allra skipulagsfræðinga, sem eitthvað kunna eða geta, að flugvellir sem teppi umferð í borg, séu afar óæskilegir.  Svo er með þennann völl, þar sem hann sker nánast nesið í sundur.  (kkíktu á kortið.)

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.5.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Barni, við erum sammála um eitt og það er að ef flugvöllurinn fer, þá fer hann ekki annað en á Miðnesheiðina.

Sigurður Þórðarson, 27.5.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Bjarni  á þetta að vera brandari ? Sker í sundur nesið...þvílíkt bull.  Vesturbærinn og Seltjarnarnes eru síst verr tengt við Austurbæinn heldur en önnur hverfi eða sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Í Morgunblaðsins birtist frétt föstudaginn 16. mars, daginn fyrir kosninguna um flugvöllinn, en fyrirsögn hennar var: Vilja fresta ákvörðun í flugvallarmálinu. Undir þessum orðum er birt sameiginleg ályktun Arkitektafélags Íslands, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Skipulagsfræðingafélags Íslands, Tæknifræðingafélags Íslands og Verkfræðingafélags Íslands um Reykjavík og flugvöllinn. Þessi félög telja, að grundvallarupplýsingar skorti og leggja til að endanleg ákvörðun verði tekin um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar þegar fram hafa farið ítarlegar og faglegar úttektir á þeim kostum sem fyrir liggja. Þá fyrst er hægt að taka endanlega ákvörðun um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar með tilliti til skipulags-, umhverfis- og kostnaðarsjónarmiða og með heildarhagsmuni borgarbúa og landsmanna allra að leiðarljósi.

Þú Bjarni ert semsagt að segja að þessir menn hvorki kunni eða geti neitt.

 

Sigurður Jón Hreinsson, 27.5.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband