Vaxandi óánægja með Samfylkinguna meðal sjómanna

c_imba_136106

Samfylkingin er sýnir það æ betur að hún er óþjóðhollur flokkur, sem er tilbúin til þess að fórna auðlindum landgrunnsins  á altari Efnahagsbandalagsins. Íslendingar eiga trygga framtíð ef rétt er á málum haldið. Samfylkingin áttar sig ekki á að við eigum endurnýjanlega orku, nóg af vatni og auðugustu fiskimið heims en þetta eru einmitt þær auðlindir sem mun margar þjóðir mun skorta helst í náinni framtíð.  Íslendingar eiga efnahagslegt sjálfsstæði sitt og velmegun undir auðlindum hafsins og að þær séu nýttar í jafnvægi. Ráðherrar flokksins hafa haldið því fram að það skaði hvalaskoðun ef Íslendingar borði hval. Hvað kemur næst? Megum við kannski búast við að sömu aðilar fari fram á að við hættum að borða hrossakjöt til að skaða ekki ferðaþjónustu tengda hestaferðum?

Utanríkisráðuneytið eyðir nú 11800.0000.000,oo- og er þá ekki innifalinkosnaður við að reyna að koma Íslandi í öryggisráðið. Maður hefur á tilfinningunni að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi hugmynd um hvaðan þeir peningar koma sem hún er að spreða.


mbl.is Óánægja með hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Við skulum heldur ekki gleyma því að megnið af Evrópu- og Bandaríkjamönnum telur okkur þegar vera að veiða hval og hafa gert það um árabil, svo það að við förum í alvörunni að veiða hann breytir afar litlu um álit þeirra á okkur og þann meinta skaða sem það sé hugsanlega að valda okkur.

Það eru og hvalaskoðunarfyrirtækin sjálf sem eru helst að breiða það út að við séum að veiða hval, svo þetta er afar skrítinn málfutningur hjá Samfylkingunni...

Gestur Guðjónsson, 20.5.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er innilega sammála þér Gestur. Ég hef farið á marga sjávarréttaveitingastaði t.d. Sægreifann og það fyrsta sem útlendingar spyrja um er hvalkjöt.

Bretar reyndu um langt árabil að fórumtroða hagsmuni Íslendinga og því ber að skoða umhyggju sendiherrans breska í sögulegu samheng auk þess að  hann er í bresku Samfylkingunni.

Sigurður Þórðarson, 20.5.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður punktur hjá Gesti.  Eru þeir sem aðhyllast stefnuleysi Samfylkingarinnar með öllu veruleikafirrtir?

Jóhann Elíasson, 20.5.2008 kl. 13:20

4 Smámynd: Haraldur Pálsson

Algjörlega rétt, það er orðið alltof mikið af fólki hér á Íslandi sem vanmetur gjörsamlega fiskinn í sjónum og telur það fyrir víst að allt sem ríkissjóður gerir sé fjármagnað með peningum sem kaupþing, glitnir og landsbankinn prenti í kjallaranum hjá sér.

Haraldur Pálsson, 20.5.2008 kl. 13:21

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll.

  Sæll, Hver er munurinn á að veiða Hrefnur og Hreindýr.?
Hvað lengi hleypur Hreindýr eftir að það er skotið að meðaltali ?
Hvað þarf mörg skot til að fella það?
Hvað væri sagt ef Hreindýr væri sjávardýr og öslaði um allan sjó eftir að skotið var á það og skyldi eftir sig margar kílómetar blóðslóð í sjónum.

Felst munurinn ekki í því að önnur greinin er SPORT hin er í atvinnuskini, í hafinu í kring um Ísland eru um 56 þúsund, dýr 56.000 dýr.

Þetta er sá liður sem umhverfismenn og Samfylkingin vilja ekki ræða.

Kv, SIgurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 20.5.2008 kl. 13:29

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það sendur nær hjarta þeirra að koma landinu í EB og öryggisráðið en að verja hagsmuni þjóðarinnar.

Sigurður Þórðarson, 20.5.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband