Ég ætla að kaupa undanrennuduft

Ég hef fyrir satt að bankarnir sitji uppi veð gríðarlegar veðsetningar í kvóta (sameign þjóðarinnar) sem ekki er nokkur leið að selja. Svokallaðar kvótasölur, sem til skamms tíma voru umsvifamiklar hafa ýmist lagt upp laupana eða lagt niður aðra starfsemi en símsvara. Ég hef sparað nokkrar krónur til mögru áranna en treysti bönkunum ekki fyrir þeim við þessar aðstæður og hef því ákveðið að kaupa undanrennuduft í Bónus og geyma það í bílskúrnum.icecream
mbl.is Birgðir af undanrennudufti þær minnstu í 10 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Siggi minn en nú voru bankarnir að græða og græða. En á sama tíma hefur fólk það mjög slæmt og þegar upp er staðið á fólk ekkert eftir mikið basl því bankarnir taka og taka þjónustugjöld fyrir öll smá viðvik og svo allir þessir okurvextir. Það þarf að stöðva þetta lið.

Hlakka til að sjá þig og við biðlum til guðsteins að halda veislu.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.5.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það verður nú ekki amalegt að eiga dálitlar fyrningar í undanrennudufti þegar allt fer á hliðina? Það er annaðhvort það eða olía allt sem verður betra en það er ólöglegt.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.5.2008 kl. 01:03

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa kýrin þín er brilliant. Bankarnir standa ekki eins vel og þú heldur því þeir græða bara á gengishagnaði mér sýnist t.d. Landsbankinn tapa á reglulegri starfssemi. Ég hlakka til að borða hjá Guðsteini. Já vel á minnst Hafsteinn menn eru nú að spá því að það styttist mun hraðar í að olían klárist en áður var talið.

Sigurður Þórðarson, 8.5.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband