Sjóræningjar eru plága
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Þetta rifjar upp fyrir mér margar andvökunætur sem ég átti með riffil í hönd fyrir utan Lagos þegar ég var stýrimaður á Laxfossi 1981. Við komumst oft í tæri við sjóræningja, sem reyndu fyrir sér á hverri nóttu. Þetta var taugastríð sem gekk út á það að þeir komu ljóslausir að okkur en hurfu frá þegar við settum sírenur og skipsflautur í gang jafnframt því að blinda þá með sterkum ljóskösturum. Þrautalendingin var að láta þá vita að byssur væru um borð. Áhafnirnar reyndu líka að verja sig með því að láta skipin reka saman í hnapp til að verja hvert annað. alltaf þótti mikill fengur í að vera nálægt sovéskum, bandaríkum og ísraelskum skipum, sem alltaf voru vel vopnuð. Við gátum fylgst með sjóræningunum á radar og maður missti aldrei augun af þeim enda átti áhöfnin líf sitt undir árvekni okkar. Það sýnir spillinguna best þarna að sjóræningjarnir voru vel upplýstir um farmskrá skipanna. Ástandið skánaði mikið eftir að í land var komið en það var samt ekki hættulaust. Eitt sinn var rúmlega helmingur áhafnarinnar handtekin af tollvörðum og látið liggja að því að við myndum ekki sjá þá næstu árin. Þá kom fulltrúi frá SÍF sem mútaði tollvörðunum og fóru þeir þá hlæjandi í burtu. Þessi handtaka snéri að misskilningi útflytjandans varðandi mútur ef ég man þetta rétt þurfti að múta lögreglunni til að verjast tollvörðun, hernum til að verjast lögreglunni og að lokum sjóhernum til að verjast hernum en það var jafnframt dýrast.
Myndin sýnir systurskip Laxfoss, sem ég sigldi á með skreið til Nígeríu
Sjóræningjarnir stefna í suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Menntun og skóli, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Hver hefur efni á því lengur að búa til skreið og harðfisk eftir að þetta fokdýra kvótakerfi var sett á? Þú afsakar mig Siggi en ég er "faktískt" nokkuð góður í að finna spillingu og svindl ef ég er beðin um það.
Er eitthvað meira bogið við "vigtarkerfið" á Íslandi en það sem maður les um í blöðum? Gamall stjórnálamaður og sjóari eins og þú, Siggi!, ætti að vita eitthvað meira um þessi mál en ég, útlendingurinn í mínu eigin fæðingarlandi....
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 13:01
..vantaði að eins upp á færsluna mína..ég skil þetta þannig að stela á Íslandi er algjörlega löglegt, nema aðferðirnar..Lalli er settur i grjótið fyrir eitt steríótæki og eitt karton af sígarettum, enn biljóna svindlarar eru ekki einu sinni rannsakaðir..
..frumstæður þjóðflokkur sem maður er innblandaður í..
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 13:06
..gleymdi einu..mér finnst allt í lagi að Íslensk skip séu rænd af fátæum glæpamönnum, öðru hverju, ef engin er drepinn,, bara mín skoðun..
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 13:08
Ótrúlegt að lesa þetta. Spillingin er svo gríðarleg. En heyrðu, Sigurður, varstu einhvern tíma til sjós með Stefáni Valdimarssyni vélstjóra?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.4.2008 kl. 13:30
Sæll Siggi minn.
Þetta er ótrúlegt en spillingin grasserar á þessum slóðum svo um munar. Kannski fór stundum skreið frá Vopnafirði með Laxfossi. Ég var oft að vinna í skreið, búa til spyrður, að spyrða, hengja upp og svo að pakka og sauma strigann utan um þetta óæti. Svo vorum við líka oft að sauma hausa á langt band og þeir þurrkaðir c.a. 10 í kippu. Það var oft þungt að koma þeim upp á rárnar, sérstaklega þegar veiddist stór og fallegur fiskur en svo kom oft fyrir að við vorum með hausa sem voru á stærð við barbie dúkkuhaus. Ojj liggur við óbragð í munninn við tilhugsunina um skeiðina, maðkinn og flugurnar. Liðinn tími sem betur fer. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.4.2008 kl. 13:51
...svo innilega samála þér Rósa mín! Þetta glæpaland sendir Lala jóns í fangelsi fyrir karton af sígarettum sem hann stal..en ef þú stelur fyrirtæki eins einumbanka eða svo..er bannað að rannsaka það..
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 14:09
...gleymdi að segja þér frá að ég skipti um mynd og nú er ég kominn í vinnufötinn..
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 14:10
Jahérna - efni í annað viðtal...
Markús frá Djúpalæk, 6.4.2008 kl. 14:57
Mannsi, það var rosalega hátt verð á skreiðinni, sem kostaði 10 nærur pr meðl fisk Verkamaður hafði 3 nærur fyrir 12 tíma vinnu frá því dróst 1 í skatt og ein í mútur til verkstjórans þannig að verkamaður var 10 daga að vinna fyrir einum fisk. Helga, ég man ekki eftir Stefáni Valdimarssyni. Rósa, þetta gæti verið. Markús, það er alltaf gaman að hitta þig.
Sigurður Þórðarson, 6.4.2008 kl. 15:39
Já Siggi! Þetta eru einhver mistök í eftirliti með "framhjáhaldi" vigtafélagssins á íslandi! Minnir, kalkaður sé orðin, að þeir hefðu skrifað eitthvað í blöðin um þetta...
..aldrei verið meira framboð af harðfisk, og allir vita að það borgar sig ekki að verka harðfisk, "löglega"....annars er mér farið að vera ansi skít sama um lög á Íslandi.
Ég bað Björn Bjarnason sem vinnur hjá ríkinu, fínn kall, um lista um löginn sem væru í gildi og lista yfir löginn sem væri í lagi að brjóta hvenær sem manni sýndist!
Þetta er kall með virkilega góðan húmor, enn einhverra hluta vegna fannst honum þetta ekki fyndið..en samt mælti hann með mér í vinnu!
Hann trúir á Guð, og ég trúi ekki að Guð trúi á mig..svo við erum svona bara...báðir.. hann er ráðherra og ég asni semhann borgar ekki einu sinni smá reiknin...svo ég leyfi mér að vera í fýlu út í hann, þar til hann borgar..
Ég var einu sinni "Gildur limur í ríðingafélagi Föröja"...sem er hestamannafélag..
Skírteinið er útrunnið..enda frá 1988...
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.