Skattleysismörk helmingi of lág skv úrteikn. ASÍ
Mánudagur, 17. mars 2008
Skattleysismörk helmingi hærri ef persónuafsláttur hefði fylgt launavísitölu
Skattleysismörk væru nærri helmingi hærri í dag ef persónuafsláttur hefði fylgt launavísitölu síðastliðin tólf ár samkvæmt útreikningum ASÍ.
Í nýútkominni skýrslu OECD kemur fram að skattbyrði hér á landi hafi aukist á undanförnum árum. Er meðal annars bent á í því samhengi að persónuafsláttur hafi ekki hækkað í samræmi við verðbólgu - og hafi því í raun rýrnað.
Frá árinu 1996 hefur persónuafslátturinn hækkað um tæpar tíu þúsund krónur. Úr tæpum 25 þúsund krónum í þrjátíu og fjögur þúsund.
Rétt er að taka fram að á sama tíma hefur hlutfall staðgreiðslu lækkað úr tæpum 42prósentum í 35,72 prósent - eða um 6 prósentustig.
Skattleysismörkin eru nú rúmar 95 þúsund krónur en fara á næstu tveimur árum upp í 125 þúsund krónur samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Á persónuafslátturinn að hækka um 7 þúsund krónur á næstu þremur árum umfram almennar verðuppfærslur.
Forvitnilegt er hins vegar að skoða hvernig persónuafslátturinn hefði þróast ef hann hefði fylgt vísitölu neysluverðs síðastliðinn tólf ár. Þá væri hann nú tæpar 39 þúsund krónur eða um fimm þúsund krónum hærri en hann er í dag samkvæmt útreikingum hagdeildar Alþýðusambandins. Skattleysismörkin væru samkvæmt því um 108 þúsund krónur.
Hefði persónuafslátturinn hins vegar fylgt launavísitölunni hefði hann rúmlega tvöfaldast á síðustu tólf árum og væri nú rétt rúmar 56 þúsund krónur. Skattleysismörkin væru um 157 þúsund krónur eða um þrjátíu þúsund krónum hærri en yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Það verður aldrei of oft bent á þessar staðreyndir. Við höfum verið galeiðuþrælar skattkerfisins launamenn frá því að skattleysismörk voru fryst á sínum tíma.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.3.2008 kl. 01:05
Reiknimeistarar Ríkisins eru á háum launum að reikna svona út. Mér dettur í hug gamall brandari og bið um svar við reiknisdæminu: 3 strákar sem átti sitt hvorar 10 krónurnar, fóru í búð og keyptu fótbolta, Borguðu með þremur tíköllum. það var sonur eigandans sem afgreiddi og var óvanur, en þegar faðir hans komi búðina sá hann strax mistökin. Elsku sonur minn og hjartagullið mitt! Við erum búni að snuða þessa stráka um 5 krónur! Enda var faðirinn ekkert nema heiðarleikin eins og hann á að vera.
Eigandinn sendi soninn með 5 stk. krónu peninga að elta strákana sem höfðu keypt fótboltann. 'a meðan hugsaði han svo.
Hvernig á ég að skipta 5 krónum milli 3ja stráka?.."hugsaði hann"...
Til að leysa þetta mál stakk hann 2 stk, krónum í vasann, og þegar hann náði strákunum, sagði hann að þetta hefði verið misskilningur, og lét þá fá 1 krónu hvern.
Það þýðir að hver strákur borgaði 9 krónur á mann, samtals 3x9=27 krónur fyrir fótboltann, og sonurinn var með 2krónur í vasanum.
Ef þið leggið saman 3 x9 krónur sem gera 27 + 2 krónurnar sem sonur eiganda búðarinnar stakk í vasann, þá gerir það ekki nema 29 krónur + 2 krónur sem sonur eigandans stakk í vasan, eða 29 krónur! Hvað varð um 1 krónu í þessum viðskiptum eiginlega...???
Óskar Arnórsson, 17.3.2008 kl. 02:04
Predikarinn hefur sagt það áratugum saman : Afnema tekjuskatt með öllu á almenning.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.3.2008 kl. 05:31
En af hverju að hafa skattleysismörk. Því ekki að hafa bara eina skattaprósentu á allt saman. 15% væri góð tala og svo 100.000.- krónur endurgreitt árlega fyrir hvern krakka sem þú ert með á framfæri undir 16 ára. Þessi greiðsla yrði tvöföld ef foreldri er einstætt svo við losnum við svindlið og fólk getur verið gift í friði.
0% Virðisaukaskattur á matvæli.
15% Virðisaukaskattur á allt annað.
15% Fjármagnstekjuskattur.
15% Tekjuskattur á fyrirtæki.
15% Tekjuskattur á einstaklinga.
Halla Rut , 17.3.2008 kl. 23:02
Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar Guðrún, Halla og prédikari ég er nokkuð sammála ykkur að svo miklu leyrti sem það gengur upp (það standa útaf borðinu 15% skattur á launamenn, sem ég treysti ykkur Halla og Prédikari til að leysa).
Mannsi þitt dæmi er heldur skrýtið. Hef alltaf haldið að ég væri góður í reikningi. Ég get ekki fundið krónuna sama hvernig ég reikna?
Sigurður Þórðarson, 17.3.2008 kl. 23:42
Sæll Siggi sæti. Það þarf að fara að rassskella stjórnarliðið. Þó að það yrðu breytingar við síðustu kosningar get ég ekki séð neinar breytingar, allavega ekki ennþá.
Siggi sæti skrifar: "Í nýútkominni skýrslu OECD kemur fram að skattbyrði hér á landi hafi aukist á undanförnum árum." Þetta er óþolandi.
Frjálslyndarfriðarkveðjur
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.