Íbúðaverð er byrjað að lækka, hefur áhrif á vísitölu - plúsar og mínusar

Íbúðaverð er greinilega byrjað að lækka. Þetta þýðir að verðbólgan er  á niðurleið, þar sem húsnæðisliðurinn í neysluvísitölunni er alltaf fyrstur upp og fyrstur niður. Þetta eru slæmar fréttir fyrir þá sem skulda erlend lán þar sem stýrivextir munu lækka og þá lætur gengið eftir og lánin hækka.

Ef íbúðir eru mjög skuldsettar getur fólk tapað þvi sem það á í íbúðini sinni í dag.  

Á móti kemur að greiðslubyrðin lækkar þar sem lægra húsnæðisverð heldur aftur af neysluvísitölunni og þar með hækkun lánanna. re1_34

 


mbl.is Íbúðaverð lækkaði um tæpa prósentu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Íbúðarverð á stór höfuðborgarsvæðinu má alveg lækka það er allt of hátt.

Guðjón H Finnbogason, 13.3.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Guðjón, persónulega er ég sammála. En það er misjafnt hvernig menn koma að þessu eins og útskýrði.

Sigurður Þórðarson, 13.3.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Jens Guð

  Þú heldur áfram að hoppa upp vinsældalistann.  Núna ertu kominn inn á Topp 40 yfir vinsælustu bloggin.  Nánar tiltekið í 36.  sæti. 

Jens Guð, 14.3.2008 kl. 00:36

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

ég hugsa að Íslendingar séu eina þjóðin í heiminum sem tala um íbúðir og þau hús sem þeir búa í eins það sé bankabók. 

Þeir hafa fundið upp orðið "eignamyndun" sem er ekki miðað við hvað sé búið að greiða mikið af eigninni.

Heldur hversu mikið hún hafi hækka á "frálsum" markaði . Ég segi "frjálsum markaði" vegna þess að það eru svo margir sem trúa því að hér sé "frjáls markaður" sem er ekki til og verður aldrei til nema sem hugmyndafræði fjárhagstrúarflokka.

Ég gat alltaf fengið lán í banka ef mig vantaði þegar ég var skrifaður fyrir íbúð sem ég átti ekki krónu í, bara af því ég var skráður fyrir henni, Þegar ég seldi hana og styrkti þar með fjárhaginn í leiðinni, verulega, gat ég ekki fengið neina fyrirfgreiðslu.

Það er eins og maður verði að vera skuldugur upp fyrir haus til að fá fyrirgreiðslu! Það þarf ekkert fjármáalavit til að stýra banka á Íslandi. Bara hækka vextina og hlusta á nöldrið í þeim sem borga og borga og borga...Hús og íbúðir eru ekki sparigrísir. þau eiga að vera búin til svo fólk hafi húsaskól.. 

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 00:55

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jens. Hann  Siggi sæti er flottur. Góða nótt.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.3.2008 kl. 00:56

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir athugasemdirnar ykkar kæru vinir Jens, Mannsi og Rósa.

Sigurður Þórðarson, 14.3.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband