Refsivert að aðstoða skattayfirvöld - Mega skattayfirvöld stuðla að lögbrotum?

Gefin hefur verið út alþjóðleg handtökuskipun á hendur manninum sem stal trúnaðarupplýsingum og seldi þær til skattayfirvalda. Þetta mál vekur  upp siðferðilegar spurningar t.d.:

Á að refsa manni fyrir það eitt að koma upp um refsiverðan verknað? (skattsvik) 

eða

Er það verjandi að opinber skattayfirvöld, skipti við glæpamann og kaupi stolin gögn?

Hvað finnst ykkur? 


mbl.is Liechtenstein gefur út handtökuskipun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Þetta getur líka verið spurning um hvort það megi brjóta lög til að koma upp um afbrot. Og þá er það einnig spurnin um hver megi  gera það.

Brynjar Hólm Bjarnason, 12.3.2008 kl. 18:41

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Yfirvöld hafa nógar aðrar aðferðir til að koma upp um skattsvik aðrar en að kaupa stolin gögn og reyndar líkur á að þau hafi eyðilagt rannsóknina með þessu.

Svo er hitt gaf þýska leyniþjónustan upp til skattayfirvalda dvalarlands seljandans kaupverðið eða er hún að aðstoða hann við skattsvik?

Einar Þór Strand, 12.3.2008 kl. 18:52

3 identicon

Ég trúi ekki að það verði leyft að nota gögn sem fengin eru með ólöglegum hætti.

Það á að refsa manninum fyrir að stela gögnum. Hann er að hagnast á þessu. Það hefði verið nóg fyrir hann að tilkynna grunsemdir til lögreglu, sem hefði þá átt að rannsaka málið með eðlilegum hætti. Þetta er náttúrulega óeðlileg framkvæmd. Persónulega finnst mér að svona máli ætti að vísa frá strax og hefja opinbera rannsókn á þessu. Þegar þetta hefur fengið eðlilega meðferð verður svo hægt að dæma þessa þjófa.

Það þarf svo að fara að taka á þessum hvítflibbaþjófum. Ég man eftir dómi fyrir stuttu þar sem einhver róni fékk mánuð í fangelsi fyrir að stela vodkaflösku...

Sigurgeir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 18:57

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta eru forvitnilegar pælingar, ég þakka ykkur Brynjar, Einar og Sigurgeir
fyrir áhugaverðar pælingar og nýja fleti á þessu máli. Það er alveg ljóst að þýska skattalögreglan virðist ekki hika í málinu.

Sigurður Þórðarson, 12.3.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Lögreglan á Íslandi er ekki með þær heimildir sem hún þarf.  Bara málið sem er í undirbúningi um að Persónuverndarlög verði rýmkuð, eru með endalausri þvælu sem gerir hana tortryggilega. Lögreglunni vantar rýmkaðar heimildir til upplýsingaöflunar, en þá kemur Vinnumálstofnun og Landlæknir og vill fá sömu réttindi til upplýsingaöflunar!! það er alveg makalaust að nokkrum manni detti í hug svona vitleysa. það vantar sérdeild innann lögreglu með ÓTAKMARKAÐAR heimildir til upplýsingaöflunar.

Skítsama þó þær séu keyptar af smákrimmum eða einhverjum. En

Vinnumálastofnun og Landlæknir eyðileggur bráðnauðsynlegt  lagafrumvarp með því að trana sér fram. Sem betur fer er einhver töggur í Persónuvernd og held ég að þeir ætli að sortera eitthvað í þessu máli.

Ég treysti betur lögreglu en Landlækni og Vinnumálstofnun til að vita hvort ég sé með krabbamein eða hvort botnlanginn hafi verið tekir úr mér, eða ekki.

Það er örugglega ekki eins fýsilegt fyrir Tryggingarfélag eða alvörugangster að taka áhættuna á að múta lögreglumanni, Frekar færu þeir í Landlækni eða embætti hans sem ekkert er heilagt hvort eð er. Samt er ég viss um að þarna starfar fjöldinn allur af góðu fólki.

Tek það fram að mér er sérstaklega í nöp við Landlæknisembættið vegna hroka og ósvífni sem starfsmenn þeirra virðast sína þeim sem leita til þeirra.

Minnir Landlæknir helst á Hrafnkell í Póst og fjarskiptamálum í samskiptum við aðrar manneskjur. Vinnumálstjórn með galopnar tölvur, er eins og að senda viðkvæmar persónuupplýsingar beint í sorpblöð Reykjavíkur.

En lögreglan á að fá þessar heimildir því þeir þurfa að fylgja miklu strangari lögum en hin embættin. Það á ekki að skipta neinu máli hvernig upplýsingar eru fengnar í alvarlegustu brotunum. 

Eins og Siggi er að vitna í hér að ofan. Fíkniefnadeildarlögreglu var ekki trúað, en fullum útlendingum sem stórslasaði einn þeirra! það á að rannsaka dómaranna og sjá hvort ekki sé búið að hræða úr þeim líftóruna! Þannig lít ég á þetta mál.

En mér finnst nú allt í lagi að beita einhverjum brögðum til að finna þessar þúsundir milljarða sem búið er að stela af íslendingum í gegn um Armani-kallanna sem eru alíslenskir sem sitja skellihlæjandi yfir makalausum sauðshætti banka, valdhafa og Ríkisstjórnar Íslands.

Glæpamenn biðja ekki um leyfi til að hlera lögregluna. Þeir panta bara græjur sem kosta smáaura á netinu, og eru fyrir löngu búnir að læra "kóda" mállýsku íslensku lögreglunar.

En ef lögreglan þarf að hlera sömu menn, þurfa þeir að fá leyfi dómara sem kannski er búið að bjóða upp á samning" sem þeir geta ekki hafnað"...svo ekki verði ráðist á fjölskyldur þeirra..

þetta mál er alveg nógu svakalegt að það þarf að rannsaka þessa dómara, hvern og ein einasta til að sjá hvað sé eiginlega í gangi hér...

þessi Einar Þór með færluna hér að ofan virðist ekki vera með á nótunum hér. það er allt of mikið í gangi hér svo lögregla eigi að láta reglugerðir þvælast fyrir sér í alvarlegustu málunum..ansk. þvæla er þetta allt saman.. 

Óskar Arnórsson, 12.3.2008 kl. 21:45

6 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Eðli málsins er að um leið og upplýsingar komast á almannafæri þá verða þær frjálsar. Sá sem kemur þeim á framfæri aftur á móti er ábyrgur fyrir þeim. Það að maður brjóti lög til að opinbera upplýsingarnar þýðir ekki að þeir sem noti upplýsingarnar séu sekir.

Ef það væri raunin þá mætti dæma hvern þann sem t.d. les ljóð á netinu sem er höfundaréttarvarið og birt í leyfisleysi.

kv.

Þórgnýr Thoroddsen, 13.3.2008 kl. 00:23

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Í guð eignin landi Bandaríkjum norður Ameríku er hinu opinbera bannað að nota upplýsingar fyrir dómi sem fengnar eru með ólöglegum hætti, og eftir því sem manni skilst þá verða skattayfirvöld í evrópu að finna aðrar leiðir til að sanna að um skattsvik séð að ræða en þessar upplýsingar.  Varðandi greiningardeild jamm og já held ekki þar sem hún yrði misnotuð í pólitískum tilgangi af stjórnmálamönnum hvar í flokki sem þeir standa, sbr hlerunarmálin á kaldastríðsárunum og og voru samt heimildir sem lögreglan hafði þá síst rýmri en nú.  Ekki má heldur gleyma að þær heimildir ef rýmkaðar yrðu myndu valda atburðum sem myndu fá Breiðavík til að blikna, þannig er bara einfaldlega mannlegt eðli.

Þetta getum við séð í þessu skattamáli í Þýskalandi lögreglan hikar ekki við að brjóta lög við að rannsaka skattamál vegna þess að hún telur að almenningur muni styðja hana við að rannsaka þennan hóp ríkra einstaklinga, þegar því er lokið má nota sömu aðferð á almenning og vísa til að þetta hafi verið leyft áður og hvað erum við þá komin með?  Jú lögregluríki þar sem yfirvöld komast upp með hvað sem er eða með öðrum orðum einræðis harðstjórn.

Einar Þór Strand, 13.3.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband