Einn dýralæknirinn enn!

Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins styður Samfylkinguna í því að Ísland eigi að gefa eftir í makrílviðræðum við Evrópusambandið. Makrílinn er nýr í íslenskri lögsögu og ryksugar upp seiði enda kemur hann grindhoraður inn í landhelgina í ætisleit. Evrópusambandinu finnst sjálfsagt að Íslendingar fóðri makrílinn og þangað til hann er orðinn spikaður en hann nífalda þyngd sína af smáum fiski í yfirborðinu. Meðan Ísland er sjálfstætt ræður það yfir lögsögu sinni.

Það er samt ágætt að einhverjir þingmenn hafi vit á rollum og hrossum. 


mbl.is Ráðherra mæti á fund um makrílviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvar hefur komið fram að landráðaflokkurinn vilji gefa eftir í deilunni Sigurjón?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.12.2011 kl. 22:18

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sigurjón?

Sigurður Þórðarson, 9.12.2011 kl. 22:21

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólína og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar hafa kvartað undan "óbilgirni" Jóns Bjarnasonar og LÍÚ varðandi makrílinn, og nú tekur nafni minn undir þennan söng.

Sigurður Þórðarson, 9.12.2011 kl. 22:25

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það verður nú að gera greinarmun á ummælum einstakra þingmanna eða stefnu flokka Sigurjón!  Og ég held þú sért að gera Ólínu upp orð í þessu sambandi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.12.2011 kl. 22:40

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jóhannes, það verður líka að gera greinarmun á því hvort menn heita Sigurjón eða Sigurður ef maður vill gæta fyllstu nákvæmni. Eða hvað?  

Og vel á minnst, af hverju "heldur þú Ólínu séu gerð upp orð í þessu sambandi"?

Sigurður Þórðarson, 9.12.2011 kl. 22:53

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

En ef menn eru bræður, er þá ekki sama hvor Sigurjóninn er?  Varðandi Ólínu þá hefur hún þingmanna mest beitt sér fyrir almannahag varðandi fiskveiðistjórnarlögin en auðvitað veit maður ekki um allt sem þingmenn láta út úr sér.  Kannski hefur hún sagt Jón óbilgjarnan og það síðan slitið úr samhengi og notað gegn henni varðandi makrílsamningana sem fóru út um þúfur sem betur fer.  Annað eins hefur nú skeð!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.12.2011 kl. 23:08

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú ert nú meiri rugludallurinn Salmann Laxdal Baldvinsson.

Annað eins hef ég ekki séð!

Sigurður Þórðarson, 9.12.2011 kl. 23:22

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegur dónaskapur.  Ætli maðurinn eigi bróður?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2011 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband