Forsetinn: Staða Íslands betri en margra ESB ríkja

Forseti Íslands hefur lýst því að efnahagurinn hafi náð sér hraðar en margir þorðu að vana. Fjárhagsleg staða Íslands sé mun betri en margra Evrópuríkja, sem þurfa að burðast með Evruna.
mbl.is Efnahagsbatinn fram úr væntingum manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessi forseti er ekki í fyrsta skiptið að bulla og rugla í erlendum fjölmiðlum. Hann talar ekki um gjaldeyrishöftin og að gengi krónunnar sé handstýrt með valdi. Einnig að hún hafi verið gripin á lofti þegar hún fór að falla. Hún er einnig ástæða þess hversu illa íslensk heimili eru stödd. Einnig er verðlag búið að tvöfaldast hér á 2,5 árum með þeim afleiðingum að kaupmáttur er nánast ekki neinn. Ég veit ekki til þess að neinstaðar annarsstaðar í Evrópu hafi kaupmáttur fólks rýrnað jafn mikið og á íslandi vegna lélegs gjaldmiðils.

k (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 11:49

2 Smámynd: Þórður Einarsson

Sigurður  ertu að gera grín að Ólafi eða ertu orðinn evrópusinnaður?

Flestar tölur um bata byggjast á skammtímatölum um stöðu ríkissjóðs.

Falið atvinnuleysi vegna landflótta og skólagöngu fólks sem misst hefur vinnuna.

Til lengri tíma þýðir þetta stórlækkaðar tekjur ríkissjóðs bæði vegna tapaðra beinna skatta og eins neysluskatta.Og óvíst er hversu margir skila sér aftur.

Þórður Einarsson, 30.1.2011 kl. 03:32

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Auðvitað veit ég vel að það eru miklir erfiðleikar framundan en meðan við höldum auðlindum okkar eigum við góða möguleika á að rífa okkur upp,

Sigurður Þórðarson, 31.1.2011 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband