Græðgi Evrópusambandsins

Það er alveg merkilegt að Evrópusambandið skuli ætlast til að Íslendingar fóðri makrílinn a seiðum í íslenskri lögsögu ókeypis.  Ef Evrópusambandið þykist eiga makrílinn ættu það að koma í veg fyrir lausagöngu makrílsins hér.
mbl.is Buðu 3,1% af makrílkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Best væri auðvitað ef ESB girðir af makrílinn sinn heima. En auðvitað vilja þeir frekar senda veiðiflotann á Íslandsmið til þess að sækja hann. Ætli það sé ekki málið?

Kolbrún Hilmars, 28.10.2010 kl. 15:34

2 Smámynd: Njörður Helgason

Evrópusambandið? Það eru Norðmenn sem leggja þetta til. Noregur er ekki í EB. Þannig að réttu skal haldið til haga.

Ekki reyna að finna EB til foráttu kröfu Norðmanna!

Njörður Helgason, 28.10.2010 kl. 15:34

3 identicon

Heill og sæll Sigurður; æfinlega - líka sem og, aðrir gestir þínir !

Nákvæmlega; þessa kröfu, mætti gera, á hendur nýlendu velda ribböld  unum, Sigurður.

Njörður frændi !

Reyndu ekki; einn ganginn enn, að bera blak, af ESB samsullinu, suður á Brussel völlum, ágæti drengur.

Norðmenn; þurfum við ekkert, um að tala - einhverjir, þeir fölskustu, norðan Alpa fjallgarðs - og; er þá mikið sagt, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 15:46

4 identicon

Sammála þér, annars eru Norðmenn skíthræddir núna, þar sem makríllinn er nánast horfinn yfir á EU svæði, Norðmenn verða núna að semja við EU um veiðikvóta fyrir veiðiskip sín, dæmi þeirra hefur snúist við.

Robert (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 19:00

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Kolbrún,

þeir mega mín vegna girða þennan ófögnuð inni í sinni lögsögu, hann myndi þá láta það eiga sig að éta íslensk seiði.

En það vilja þeir ekki því æti því það vantar æti og það eiga Íslendingar að skaffa frítt, þangað til þeir ganga í ESB því þá mega þeir veiða hann hér.

Jú mikið rétt Norðmenn og ESB spyrtu sig saman. 

Sigurður Þórðarson, 29.10.2010 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband