Hreyfingin starfar í almannaþágu

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa sýnt það með verkum sínum að þeir starfa í almannaþágu. Þetta kom greinilega fram þegar þau skipuðu Finnboga Vikar í nefnd um endurskoðun fiskveiða. Núna stendur Hreyfingin vaktina um orkuauðlindir þjóðarinnar, ásamt villiköttunum  í VG.

Takk fyrir það.

 


mbl.is Íhugar að kæra málið til ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Hún hefur haft 18 mánuði til að vakna hún starfa fyrir sitt eigið egó til að komast í blöðin.

Rauða Ljónið, 12.7.2010 kl. 21:37

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er nú soldið mótsagnakennt hjá þér Sigurjón, þegar ég lít yfir þín skrif á þinni síðu sínist mér að þú ættir að taka undir með Sigurði og Margréti en ekki að vera kasta skít að henni vitandi ekkert um hana. Þinghópur Hreyfingarinnar hefur unnið baki brotnu fyrir alþýðu okkar lands síðan þau tóku sæti á þingi og ekkert þeirra er haldið neinni slíkri sjálfsdýrkun sem þú reynir að koma á Margréti hér að ofan.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.7.2010 kl. 21:57

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það eru ekki hennar hagsmunir að koma í blöðin þetta er fyrir okkur og lýðræðið! Flott hjá hreyfingunni og Guðfríður ásamt Ögmundi eru að gera góða hluti vei sé öðrum í VG

Sigurður Haraldsson, 12.7.2010 kl. 21:58

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Lilja Mósesdóttir er harðdugleg og eldklár

Sigurður Þórðarson, 12.7.2010 kl. 22:09

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Högni setti málið farm í þessu formi reyndar á ég við þingheim allan og þá aðallega stjórnarþingmenn sem sáu í reynd um söluna fyrir mörgum mánuðum, varðandi Margréti á hún lof skilið að bregðast svona við þegar málið vaknar upp aftur.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 12.7.2010 kl. 22:25

6 identicon

Hjartanlega sammála Sigurður.

Munum það øll í næstu kosningum.

Burt með 4flokka samspillinguna.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 22:39

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað látum við ESB dæma um þetta.  Nema hvað.  Allir sáttir.  Hið besta mál.  Bara kæra .etta til Evrópu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.7.2010 kl. 23:02

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ómar, það er það eina sem Samfylkingin tekur mark á

Sigurður Þórðarson, 12.7.2010 kl. 23:06

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og fleiri, greinilega.

Alltaf skal það vera gamla góða Evrópa sem kemur til bjargar.

Alveg segin saga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.7.2010 kl. 23:17

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þannig eru reglurnar

Sigurður Þórðarson, 12.7.2010 kl. 23:23

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hreyfingin ásamt Borgarahreyfingunni og Frjálslynda flokknum eiga að mynda saman nýjan flokk hið bráðasta.

Jafnframt er alls ekki óhugsandi að bjóða Lilju Mósesdóttur inn í þessa fylkingu ásamt þeim Vinstri grænum sem ennþá eru með hreint sakavottorð.

Engan tíma má missa og þessu þarf að hrinda í framkvæmd hið bráðasta áður en ríkisstjórnin fellur, þing verður rofið og boðað til nýrra kosninga.

Þetta er mikið alvörumál því að óbreyttu er enginn flokkur boðlegur fyrir stóran hluta kjósenda.

Árni Gunnarsson, 12.7.2010 kl. 23:57

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð tillaga

Sigurður Þórðarson, 13.7.2010 kl. 00:19

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, nú má maður að vísu ekkert segja  þá verður allt vitlaust - en eg er ekki frá því að menn séu á villigötum þarna.

Meinið, ef eitthvert er,  liggur í ísl. lögunum beisiklí. Sbr. klausu úr lögunum þarna 91:

,,... Sama á við um fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu. [Sama rétt hafa einstaklingar sem búsettir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.]"

,,og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki samningsins..."

Umrætt er lögaðili á svæði sem tilgreint er.

Það eru öngvir fyrirvarar eða hamlanir.

Þá kann einhver að segja:  Það hefði eigi verið hægt o.s.frv. 

Eg er nefnilega ekki viss um það.  Það er ótrúlegt hve hægt er að setja allskyns hamlanir og takmarkanir varðandi EES/ESB reglur og löggjöf.  Það er bara ótrúlegt - þ.e. ef vilji er fyrir hendi.  Og ennfremur ef þekking og kunnátta í evrópureglu og lagagerðum er til staðar.  En vegna þess að sjallar hafa kosið að einangra ísland og forðast ESB- þá eru íslendingar alltaf eins og álfar útúr hól í öllum málum.  Núkomnir ofanúr Sjallaafdal.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2010 kl. 01:00

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sigurður og Árni þetta er málið og ég er hjartanlega samála við þurfum fólk fyrir almenning en ekki siðspillta einstaklingar sem verja þjófana!

Sigurður Haraldsson, 13.7.2010 kl. 01:41

15 identicon

Af hverju þarf að kæra þetta til ESA, er ekki hægt að byrja á að kæra þetta hérlendis? Eða kannski treystir hún Margrét ekki íslenskum dómsstólum, og vill þess vegna að fara frekar til okkar "góðra vina" í EFTA dómsstólnum

Bjarni (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 06:10

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Íslendingar bera bara greiniega svo mikið traust til EES/ESB/Evrópu. 

Reyndar gegngur það eftir sem mig grunði og nú hefur verið bent á af sérfræðingi, að vandséð er á hvaða grundvelli ætti að kæra umrætt mál til ESA.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2010 kl. 09:47

17 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir þetta svar Sigurjón.

Jú ég væri ánæggður með að sjá þau Lilju Mós og Ögmund koma til starfa með Hreyfingunni, þar er pláss fyrir alla velhugsandi og fleyri sjónarmið á lausnir fyrir fólkið því betra og ekki bara núverandi þingmenn það er pláss og þörf fyrir fólk með skoðannir og hugsjónir.

Nú þekki ég ekki þessar E systur (ESA, ESB og EES) en er ESA dómstóll ekki eitthvað sem í þessu tilfelli mætti líkja við mannréttindadómstólinn eða ég meina hann er æðri okkar dómsvaldi sem er nú að miklu leyti rúið trausti og svo að þetta eru milliríkjasamskipti, ég hef ekki vit á þessu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.7.2010 kl. 11:42

18 identicon

Sammála þér Sigurður, eins og svo oft áður.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 14:05

19 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hér má sjá grein um "Gjafakvótanefndina" en þar hefur Finnbogi Vikar barist af afli í almannaþágu.

http://www.svipan.is/?p=9265

Einnig vil ég benda á grein Svipunnar "Sannleikurinn um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn"

http://www.svipan.is/?p=9305

Þar eru líka linkar á fræðandi efni um AGS.

Hreyfingin berst fyrir almenning og mun ekki hætta.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.7.2010 kl. 21:39

20 Smámynd: Benedikta E

Sigurður H. - Hvað hefur þú séð til Guðfríðar Lilju og Ögmundar síðustu mánuðina.

Þeim sést ekki einu sinni bregða fyrir í Þinginu og ekki fara þau í ræðustól - Ögmundur skrifar á bloggið sitt  - en Guðfríður Lilja..................0

Benedikta E, 15.7.2010 kl. 00:37

21 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ómar,

það væri hægt að kæra þetta á grundvelli þess að Magma Energy fékk að nota aflandskrónur til að kaupa 8,62% hlut af Geysi Green á meðan innlendum aðilum var það ekki heimilt!

Með því að nota aflandskrónur þá fékk Magma Energy 3ja milljón USD, 375 milljón króna, afslátt.

Á sama tíma og Magma Energy flutti aflandskrónur til landsins þá var hópur Íslendinga handtekinn og ákærður fyrir að gera nákvæmlega sama hlutinn, meira að segja voru þeir með fyrirtæki í Svíþjóð.

Þegar erlent fyrirtæki kemur með aflandskrónur í landið þá er það 'góður' díll, en þegar hópur Íslendinga(sem voru skráðir sem erlendir aðilar til að gera allt löglegt) koma með aflandskrónur í landið þá eru það landráð og árásir á krónuna.

Þetta er gott dæmi um stórgallaðar reglur(gjaldeyrishöftin) og lélega stjórnsýslu.

Þetta á að kæra.

Reyndar sendi ég ESA ábendingu um þetta í fyrradag.  Vonandi taka sig fleiri til og mótmæla þessu.

Lúðvík Júlíusson, 15.7.2010 kl. 07:02

22 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ó, Unnur G Kristjánsdóttir formaður nefndarinnar saggði í útvarpsviðtali að þarna væri verið að koma með gjaldeyri inn í landið og mér skildist á henni að hann væri í svo miklu magni að framundan væri góðæri.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.7.2010 kl. 18:10

23 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Eitt afskaplega hvimleitt við ríkisstjórnir. Það á allt að gerast á þeirra valdatíð (4 árum) hvað sem það svo kostar landann í framhaldinu. Má sem dæmi nefna sölu bankanna á sínum tíma, til að hreinsa út skuldir ríkissjóðs. Núna ætlar þessi ríkisstjórn að semja um og borga Icesave - þó svo það kalli á sölu auðlinda.

Oh - þetta er svo smart pólitísk hugsun......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.7.2010 kl. 18:49

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já þetta er ömurleg ríkisstjórn, hverju orði sannara.

Sigurður Þórðarson, 18.7.2010 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband