Sjálfstæðisflokkur og Samfylking semja

eirikur-stefanssonEiríkur Stefánsson samfélagsrýnir og fyrrum verkalýðsforystumaður hefur á Útvarpi sögu upplýst um leynisamkomulag milli Samfylkingarinnar, þar sem hann er flestum hnútum kunnugur og Sjálfstæðisflokksins.

 Samfylgingin á að falla frá kosningaloforðum sínum varðandi kvótakerfið en Sjálfstæðisflokkurinn á að láta af andstöðu sinni við Æsseif.


mbl.is Ísland braut gegn tilskipun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ef þessi maður segði að tvisvar sinnum tveir væru fjórir myndi ég draga það í efa.

Baldur Hermannsson, 26.5.2010 kl. 14:59

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eiríkur er með góð sambönd.  Sjáðu hvernig þeir tvinna sig saman.

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 15:19

3 identicon

Hvað bull er þetta að Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti Icesave, þeir vildu borga þetta alveg þangað til þeir komust í stjórnarandstöðu og hafa staðið í vegi fyrr öllum málum eftir það, fúlir á móti eins og VG var.

Pétur (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 15:20

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef eitthvað er til í því sem Eiríkur segir að í burðarliðnum sé stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eru öll sund úti. Sjálfstæðismenn ættu að vera búnir að kynnast því að ekki verður unnið með Samfylkingu. Þar að auki er klárt mál að Samfylking mun aldrei gefa eftir umsóknina í ESB, það gæti reynst mörgum Sjálfstæðismanninum erfiður biti að kyngja. Einnig sé ég ekki að til dæis Ólína Þorvarðardóttir gefi eftir sitt gælumál, kvótakerfið.

Gunnar Heiðarsson, 26.5.2010 kl. 15:26

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég veit ekki Pétur en það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir fara að þessu.

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 15:27

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gunnar, þetta þarf ekki að þýða nýja stjórn, alla vega ekki strax.

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 15:28

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að allt of fáir átti sig á því sem Pétur segir hér að ofan. Sjallabjálfsrnir lágu skælandi á hnjánum eftir hrunið og skrifuðu undir allt það sem Bretar og Hollendingar sögðu þeim að skrifa undir. Nú segja þeir að þetta hafi enga þýðingu haft og eiginlega verið svona: "altíganninu."

Svo voru þeir auðvitað dauðhræddir eftir að þeir settu neyðarlögin sem tryggðu fáeinum auðmönnum innistæður upp á fimmtán þúsund milljarða en gleymdu þeim sem bankarnit höfðu stolið íbúðunum og sjálfsvirðingunni af.

Enda er Flokkurinn ekki flokkur þeirra sem hafa verið blekktir, hann er flokkur þeirra sem hagnast á því að græða á öðrum.

Það heitir "frelsi markaðsins" og seinna nafnið er "frelsi einstaklingsins til athafna." 

Árni Gunnarsson, 26.5.2010 kl. 15:30

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já Árni, það er stutt milli hláturs og gráturs.  Davíð sagði um Geir að hann hefði verið skálfandi á beinunum.

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 15:36

9 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sæll Sigurður

Það er að eins eitt sem endanlega gæti útrýmt Sjálfstæðisflokknum og það er samstarf við Samfylkingu. Það vill engin Sjálfstæðismaður í stjórn með Samfylkingu, ekki einu sinni gallharður Evrópukrati.

Sumir virðast frekar vilja að allir verði jafn fátækir, í stað hagsældar og frelsi einstaklingsins til athafna.

kv HH 

Halldóra Hjaltadóttir, 26.5.2010 kl. 15:44

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt Halldóra Hjaltadóttir, heldur kjósum vér hægan og kvalafullan dauðdaga en samstarf við déskotans Samfylkinguna.

Baldur Hermannsson, 26.5.2010 kl. 15:46

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það virðast allir vera búnir að gleyma því, á hvaða forsendum, þetta svokallaða "minnisblað" var undirritað.

 Þar var talað um "Brussel-viðmið", sem í reynd hefði þýtt beina aðkomu ESB að lausn deilunnar og hún leyst á regluverki ESB.  Einhverra hluta vegna hljóp ESB, frá sinni aðkoma að málinu.  Má spyrja sig að því, hvort ESB, hafi óttast, þann þunga dóm, sem gallað regluverk ESB, hefði fengið, við lausn málsins á þann hátt og jafnvel kostað ESB ótal málssóknir.  Auk þess sem að slík vinna hefði getað leitt menn í margan ljótan sannleikann um "aflandsbanka" Breta á Ermasundseyjum og í Karabíska Hafinu.

  Hefði t.d verið farið að reglum ESB, þá hefði ríkisábyrgð aldrei komið til greina, enda slíkt ekki leyfilegt samkvæmt regluverki ESB.

 Svo má að lokum leiða hugann að því, á hversu mikinn hátt, Brussel-ást Samfylkingar, hafi dregið "vígtennurnar" úr samninganefndum Íslands í deilunni.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 15:54

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Halldóra, þú veist vel að LÍÚ stjórnar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Þeirra hagsmunir eru settir ofar hagsmunum flokksins.

Baldur þú getur huggað þig við að  þetta er líka slæmt fyrir Samfylkinguna þar sem 80% kjósenda eru þessu andsnúin en þeir vita að þetta er aðgönguumiðinn í ESB.

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 15:55

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þér Kristinn en það er ekki spurt að þessu þegar stefnan er sett á ESB

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 15:56

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Pétur hefur lög að mæla í athugasemd #3

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.5.2010 kl. 16:12

15 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sæll Sigurður

LÍÚ stjórnar ekki Sjálfstæðisflokknum, heldur fjöldinn allur af duglegum frjálshuga Íslendingum sem vilja umfram allt hagsæld og hafna óhagkvæmum leiðum. Þá skiptir engu máli hvort varðar frumgrein sjávarútvegar, landbúnaðar, ferðaþjónustu eða orkuvinnslu. 

Kvótakerfinu má breyta og jafnvel afnema ef það skilar frekari hagnaði, en eins og staðan er í dag, þá gerist það ekki með þeim leiðum sem virðast trend.

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 26.5.2010 kl. 16:18

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Halldóra, ef marka má skoðanakannanir meðal sjálfstæðismanna þá koma í ljós aðrar áherslur en hjá forystunni. Skýringin er eingöngu sú kvótasinnar séu virkari á landsfundum. Þeir ráða líka yfir fjölmiðli og kaupa sér pláss í aðra.  Þá fjármagna þeir stöður í HÍ og leggja peninga í lobbýisma.

Kerfið er ekki þjóðhagkvæmt, þvert á móti stuðlar það að vannýtingu og brottkasti.   Það eru þó sértækir hagsmunir einstaklinga að geta veðsett "sameign þjóðarinnar".

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 16:34

17 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sæll

Kvótasinnar eru vissulega yfirgnæfandi á landsfundum Sjálfstæðismanna enda eru mjög margir landsmenn starfandi innan greinarinnar. Fólk gerir sér grein fyrir því að vannýting og minniháttar brottkast er skömminni skárra en ofnýting og meiriháttar brottkast eins og tíðkaðist fyrir fáum árum síðan.

Það er staðreynd að hagkvæmni hefur aukist í sjávarútvegi á milli ára og hafa mörg lönd tekið sér Íslenska kvótakerfið til fyrirmyndar og hefur það víða leitt til arðsemi innan greinarinnar.

Kvótakerfið er meingallað, en skásti kosturinn miðað við núverandi efnahagsástand er að láta það í friði og spekt.

Hótanir um afnám hafa nú þegar valdið stöðnun innan greinarinnar og þegar hafa tapast störf vegna þessa og umsóknar Íslands að Evrópusambandinu.

Þó að þetta kerfi sé ,,óréttlátt" og ófullkomið, þá eru þetta engin geimvísindi.

Fyrningaleiðin mun valda stöðnun innan greinarinnar, fjöldagjaldþrota fyrirtækja, markaðsröskun,  og að lokum öðru bankahruni.

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 26.5.2010 kl. 17:12

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæra Halldóra þú hefur lært þína rullu. Sjálfur er ég gamall sjómaður og man vel þá tíð að styrktist við góð tíðindi af miðunum, þó fiskverð væri miklu mun lægra en í dag. (á föstu verði)

 Þegar ég var á þínum aldri veiddu Íslendingar að staðaldri fjórum sinnum meira en gert er í dag.  Þá voru auk þess hundruð erlendra togara á Íslandsmiðum, aðallega breskir, þýskir og belgískir.  Með sama áframhaldi munu fiskveiðar leggjast af innan fárra ára.

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 17:40

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæta Halldóra, þú ert örugglega betri í geimvísindum en ég, sem reyni þó að bæta það upp með því að gruna margt

En hvernig myndir þú skýra það út fyrir mér að Færeyingar sem voru með banka- og lánakreppu ásamt fjöldaatvinnuleysi og landflótta  fyrir um 10 árum afnámu í einu vetfangi  kvótakerfið sem var það sama og við erum nú með. Í dag eru þeir aflögufærir við okkur eymingjana. 

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 17:48

20 Smámynd: Jón Kristjánsson

Ef þetta drullumakk er staðreynd fer ég að skilja hægagang Samfó í kvótamálinu. Einnig hægagang VG. Sennilega mega þeir ekkert aðhafast heldur, því þá munu S&S hlaupa saman eins og amaba.

Nú væri því rétt fyrir Jón Bjarnason að  afnema kvótakerfið með einu pennastriki: Taka allar tegundir út úr kvóta. Hann hefur heimild til þess, og ekki verðist lengur þörf á að vernda þorsk, enda lítið gagn í því eins og reynslan hefur sýnt.

Jón Kristjánsson, 26.5.2010 kl. 18:01

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Íslendingar eru drullusokkar og hálfvitar. Getur einhver sannað að það sé ekki svo?

Óskar Arnórsson, 26.5.2010 kl. 18:07

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ertu að tala um sjálfan þig Óskar, eða hvers lenskur ert þú?

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.5.2010 kl. 18:20

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já elskan,Jóhanna, auðvitað er ég að tala um sjálfan mig og skoðun mína á restina af mínum landsmönnum...

Óskar Arnórsson, 26.5.2010 kl. 18:27

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er enn að vona að hin unga og skynsama Halldóra leggi inn í umræðuna viðbót við gamalkunna frasa.

 Já Jón ég er innilega sammála því að þetta er hrásinnaleikur með hagsmuni og sjálfstæði þjóðarinnar. Maður spyr sig um siðferði slíkra manna?

 Óskar og Jóhanna, við þurfum ekki að finna til neinnar samkenndar með spilltri stjórnmálastétt þó þetta séu landar okkar.

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 18:36

25 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Hvaða áhrif hefði það á auðlindina Sigurður, ef að fiskveiðar yrðu gefnar frjálsar?

Getum ekki lært það af hagsöguni að undirrót óstöðugleika í efnahagslífinu og einnig verðbólgu voru óstöðugar sveiflur í veiðum?

Þetta var sífellt vandamál og þess vegna brugðu menn á það ráð að setja kvótakerfið á, til þess að sporna við sífelldum vandamálum innan hagkerfisins tengdum fiskveiðum og eins til þess að verja auðlindina sjálfa.

Árið 1982 var met veiði, en þrátt fyrir það var tap fyrirtækjanna ótrúlega mikið og það vegna óskipulags.

Þess vegna varð kvótakerfið til eins og við þekkjum það í dag. Við getum ekki borið okkur svona saman við Færeyinga, vegna þess að þeir eru fámennir.

Þetta mun aldrei leyst með pennastriki, fyrningaleið eða illdeilum við sjálfa greinina.

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 26.5.2010 kl. 19:01

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl aftur Halldóra.

Það er gott að spyrja spurninga eins og þessarar. Ég get ekki svarað því hvaða áhrif veiðar hafa eða hvort þær hafa áhrif. En margir sem vita jafnvel mun minna en ég fullyða ýmislegt í þessum efnum. En það væri mjög fróðlegt fyrir þig að fara t.d. inn á heimasíðu Jóns Kristjánssonar fiskifræðings sem er hérna fyrir ofan. 

Eitt erum við samt örugglega sammála um að Íslendingar skulda óhemju mikið og verða að skera grimmt niður eða auka tekjur.  

Það borgar sig ekki að gefa sér of mikið fyrirfram ef maður leitar lausna á vanda á brýnum vanda s.s. "aldrei pennastrik"  "aldrei fyrna"  "aldrei breyta" osf.  Það er líka takmarkaður frumleiki í því að aldrei megi vera ósammála tilteknum aðilum innan einhverrar greinar. 

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 19:49

27 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Veiðar hafa haft umtalsverð áhrif á Íslenskt hagkerfi og eflaust er sniðugt að auka kvóta með fyrirvara um það að stofninn verði ekki fiskaður niður.

Það má eflaust breyta og í reynd verða breytingar með tíð og tíma óhjákvæmilegar, en pennastrikið og fyrningin kemur ekki til greina miðað við efnahagsástand.

Það er gefið

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 26.5.2010 kl. 20:17

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Halldóra ef eitthvað virkar vel og er í fínu lagi þá er engin ástæða til að breyta.Núna er efnahagsástandið slæmt og á eftir að verða mun verra en engu er breytt. 

Markmið kvótakerfisins voru:

1. Byggja upp fiskistofna

2. Hagkvæmni í greininni

Hefur þetta tekist?  Svarið við báðum þessum spurningum er nei. 

1. Fiskistofnarinr eru minni

2. Greinin er skuldum vafin langt umfram greiðslugetu. Nánast allar tekjur af sjávarútvegi fara í að greiða vexti til útlanda sem heldur krónunni niðri og þetta dugar ekki til að halda í horfinu. 

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 20:31

29 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

1. 1948-52 verðfall í Íslenskum sjávarafurðum, 1957 slakur fiskafli, 1960- 61 aftur verðfall í sjávarafurðum, 1967-8 síldin hvarf,1974-5 minnkandi eftirspurn erlendis, 1982- 3 verðfall og aflabrestur, 1988 - 93 aflatakmarkanir og lítið vesen innan greinarinnar eftir það.

Sjávarútvegur hefur alltaf verið skuldsettur og alltaf verið mest íþyngjandi áhyggjuefni stjórnvalda, en það breyttist eftir að kvótakerfið ruddi sér til rúms. Hér hefur ekki verið stunduð ofveiði á einstökum tegundum síðan að aflatakmarkanir voru settar á laggirnar.

Einstaka stofnar eru verndaðir gegn ofveiði og víst hefur hagkvæmni aukist innan greinarinnar. Uppbygging er gríðarleg og útflutningur spannar 200000000000 íslenskra króna. Finnst mönnum það í lagi að raska þeim markaði með þeim rökum að einhverjar tekjur í sjávarútvegi fara í það að greiða vexti til útlanda?

Má vera að sjávarútvegur sé skuldum vafinn, en hagræðing skal innan greinarinnar. Nær öll fyrirtæki á Íslandi eru skuldum vafinn, væri þá ekki nærri lagi að fyrna þau líka?

Var kvótakerfið rugl?

Já, vissulega hefðu menn aðeins átt að hugsa áður en menn framkvæmdu. Það var ekki gert og núna er skaðinn skeður og því verður ekki breytt, hvorki með fyrningu né pennastriki.

kv HH

Nú, ef fiskistofnar eru það litlir væri óráð að pennastrika út kvótann og sé fyrningaleiðin farin veldur það gríðarlegu höggi á greinina og keyrir fyrirtækin í þrot.

Hvers vegna vilja menn í stríð og fórna störfum í grunnatvinnugrein Íslendinga í miðri efnahagskreppu?

Halldóra Hjaltadóttir, 26.5.2010 kl. 21:59

30 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Það hefur orðið smávægilegt slys með uppröðun málsgreina í athugasemd minni hér fyrir ofan, en ég vona að það valdi ekki meiriháttar truflun við lesturinn

Halldóra Hjaltadóttir, 26.5.2010 kl. 22:06

31 identicon

Heill og sæll; Sigurður - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

Baldur Hermannsson og Halldóra Hjaltadóttir, spjallvinir góðir !

Gæti ég treyst því; eða þá, þau Sigurður síðuhafi - og þau önnur, að þið mynduð ekki fylgja óskapnaðar flokki ykkar (''Sjálfstæðisflokknum''), í blindni mikilli, til liðs við kratana, kæmu boð þar um, til ykkar, úr Valhöll þeirri, sem kennd er við Háaleitisbraut, þeirra Reykvízku ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 22:12

32 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæra Halldóra það er aldrei of seint að breyta til betri vegar.

Mér er framandi sú framsetning þín að ekki megi afnema neina vitleysi hafi henni á annað borð verið komið á. Vonandi er ég að misskilja þig. 

Sjávarútvegurinn var skuldsettur upp fyrir haus fyrir hrun og skuldir hans margfölduðust við kvótasetningu. Rifjaðu upp hvað lærifaðir þinn HHG sagði um hvernig ætti að breyta dauðu fé (lifandi fisk í hafi) í lifandi fé (hlutabréf í bönkum)

Rifjaðu upp hverjir komu Íslandi á hausinn.  

Við erum að ræða saman en ekki í Morfískeppni.  Af hverju ert þú ekki til í að skoða hvernig hægt er að komast upp úr kreppunni í stað þess að endurtaka slagorð sem viðmælandinn skilur ekki?

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 23:07

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Virðulegi Árnesjöfur, hugur minn dvelur ekki við barm íhaldsins þessi björtu vordægur. Ég er að íhuga hvort velgengni Jóns Gnarrs í Reykjavík sé ekki fyrirboði miklu stærri tíðinda - mun ekki nýtt, ferskt og sterkt, þjóðlegt afl rísa úr öskunni og bjóða fram lista um land allt í næstu Alþingiskosningum - og fá gífurlegan stuðning allra þjóðhollra Íslendinga?

Baldur Hermannsson, 26.5.2010 kl. 23:11

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar minn,

Halldóra og Baldur er þjóðrækin eins og við og ekkert um evrókratisma gefið.  

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 23:12

35 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hinn reyndi skipstjóri og útgerðarjöfur Halldóra Hjaltadóttir talar auðvitað um þessa fiskveiðistjórnun eins og sá sem býr að þeim sannleika sem máli skiptir.

Nú bíð ég eftir því að frá hennar saltstokkna penna flæði upplýsingarnar um hrunið vegna ofveiðinnar og hvar þær hafi t.d. verið mestar. Eins mun hún upplýsa hvaða stofnar þorsksins af þeim 7 sem sannanlega hrygna hér við land og á hinum ýmsu staðbundnu hrygningarbleyðum eru verst staddir og hvernig eigi að vernda þá umfram þá sem þola meiri sokn.

Þá mun hún upplýsa hvenær þorskstofninn nær sér aftur eftir meira en aldarfjórðungs friðun langt umfram það sem aðrir reyndir skipstjórar ( kannski með ívíð minni reynslu en hún) töldu að veiðistofninn þyldi.

Best væri ef hún gæti upplýst í leiðinni hvers vegna þorskstofninn er ekki hruninn í Barentshafinu eftir margfalt veiðiálag umfram ráðgjöf en hefur margfaldast!

Að lokum: Hvað skyldi vera óhætt að leyfa mörgum færatrillum að skaka á miðunum án þess að þorskstofninum sé endanlega tortímt?

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 00:15

36 Smámynd: Dexter Morgan

Ég ætlaði að fara að fylgjast með innlegginu, þetta"skúbb" hjá honum Eiríki, en hætti fljótlega við. Hérna eru tveir einstaklingar að rífast/ræða um kótakerfið. Eftir að hafa lesið aths. no: 9 hjá HH, þar sem hún segir "Sumir virðast frekar vilja að allir verði jafn fátækir, í stað hagsældar og frelsi einstaklingsins til athafna", þá er ekki hægt að taka mark á þeirri manneskju. TAKIÐ EFTIR; hún segir "Sumir virðast frekar vilja að allir verði jafn fátækir, í stað hagsældar og frelsi einstaklingsins til athafna".

Ég hélt að svona eintök væru útdauð, eða svaf hún Þyrnirósarsvefni s.l. 5-10 ár. ÞETTA, nákvæmlega þetta, er það sem kom okkur á hausinn.

Frelsi einstaklingsins til athafna = efnahagshrun.Og ekki malda í móinn, það er búið að gera skýrslu sem allri taka mark á um málið.

Dexter Morgan, 27.5.2010 kl. 00:19

37 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður minn! Þeir geta beðið almættið að hjálpa sér, sem ætla að hundsa réttin til þjóðar-grunn-stoðar og rétt þjóðarinnar!!!

Þá getum við bara sest niður og sagt eins og Indíáninn forðum daga: Þetta er góður dagur til að deyja!!!

Almættið hjálpar þeim sem standa og falla með sinni réttlátu skoðun! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.5.2010 kl. 00:22

38 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Þú kannt að vagga skútunni

Ég segi nú bara Guð hjálpi þjóðinni ef Sjálfstæðismenn og Samfylkingin ætla aftur í eina sæng. þessir flokkar eiga enga samleið.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.5.2010 kl. 01:10

39 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Flott hjá Eiriki að spila þjóðsönginn í byrjun og enda pistilsins...Ég hef verið að velta fyrir mér hver framtíð okkar er eftir þessa gerð fjórflokksins.

Núna verðum við...Þjóðin að biðja Guð að hjálpa okkur og eða gera vopnaða uppreysn til að ná framm réttlæti...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 27.5.2010 kl. 04:24

40 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég þakka öllum góð innlegg og líka þér Halldóra.  Frelsi einstaklingsins er mjög mikilvægt. Þetta mál snýst um það hvort einstaklingar í stjórnmálastétt eigi að hafa frelsi til hrossakaupa um auðlind þjóðarinnar og hvort komandi kynslóðir verði gerðar að skuldaþrælum. En einmitt þarna byrjar ófrelsi annarra.

Það er sjálfsagt margt gott í frjálshyggjunni eins og öðrum kenningum en maður á alltaf að vera tilbúinn til að máta kenningarnar við raunveruleikann. 

Sigurður Þórðarson, 27.5.2010 kl. 09:06

41 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baldur, ég hef svo sem hugleitt þetta líka. Allir flokkar nema Samfylkingin virðast klofnir í herðar niður.

Sigurður Þórðarson, 27.5.2010 kl. 09:09

42 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Ég er sammála þér Sigurður, að það er aldrei of seint að breyta til betri vegar. Markmið mitt var að benda á þá hættu sem fylgir því að hróflað sé við grunnatvinnugreininni í verstu efnahagskreppu herjar á Íslandi.

Þó að vægi sjávarútvegs núna síðastliðin ár hafi minnkað vegna annarrar starfsemi, hefðu samt meiriháttar áföll innan greinarinnar eða breytingar haft áhrif á hagkerfið.

Nú þegar sjávarútvegurinn og aðrar auðlindanýtingar standa eftir, eru það þær greinar sem standa undir öllu okkar og sveiflur í veiðum munu skila sér beint inn í hagkerfið og valda þannig jafnvel óþarfa samdrætti.

Það nær ekki aðeins í mína buddu og þitt veski, heldur til allra heimila og fyrirtækja í landinu. 

Árni: Ég hef aldrei farið á sjó og aldrei verið í fastri vinnu innan greinarinnar.

Dexter: Í blönduðu kapítalísku hagkerfi kreppir að á 60 - 100 ára fresti

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 27.5.2010 kl. 14:33

43 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það væri nú kanski ráð að minnka þessa seli og hvali sem eru hér í kring um landgrunnið og éta margfalt á við leyfðar fisveiðar. Og gera það áður enn Norðmenn setja af stað sínar ótrúlegu fiskeldisstðvar í gang og mun það skapa verðrýrnun á fiski. Sem er líka gott mál. Og þetta gjörónýta spillingar kvótakerfi þarf að taka burtu. Kvótinn á að vera á fiskiflotan sjálfan, fjölda og stæðrð skipa enn ekki óveiddan fisk í sjónum. Færeyjingar hefðu ekki getað hent samskonar kvótakerfi á hauganna ef þeir hefðu verið búnir að veðsetja kvótan um allann heim eins og útrásargangsterarnir...

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 16:45

44 Smámynd: Árni Gunnarsson

Halldóra mín Hjaltadóttir. Það er ekki glæpur samkvæmt refsilöggjöfinni að vera trúr sínum pólitísku trúarsamtökum. Það er alþekkt á Íslandi og hefur lengi verið vitrænni umræðu og skynsamlegum ákvörðunum pólitíkusa fjötur um fót.

Trúarbrögð eru hins vegar hættuleg í pólitískri umræðu.

Þú hefur auðvitað lesið það sem talsmenn LÍ Ú í sjálfstæðisflokknum hafa kennt sínu fólki að væri sannleikur og það kannski ljótt af mér að koma þér til að efast.

Það fer heldur ekki framhjá neinum les þennan utanaðlærða pistil þinn um fiskveiðar að þú hefur enga þekkingu á því máli.

Og í stuttu máli þá stendur auðvitað ekki steinn yfir steini í neinu í þinni innblásnu færslu um ástand og þróun fiskistofnanna né heldur þau ragnarök sem steðja myndu að íslenskum útgerðum við innköllun kvótans.

Það stendur því miður ekki steinn yfir steini í öllu því skelfilega bulli.

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 18:20

45 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það hjálpar heilmikið að vita eitthvað pínulítið um sjómennsku. Að standa við rulluna og gogga inn bara þorskhausa á næstum hverjum öngli, mílu eftir mílu langar lagnir, þá fer maður að efast hvort það sé vit í að vinna bara við að veiða fisk fyrir selinn. Þeir þurfa oft á tíðum ekki að veiða neit sjálfir. Línubátarnir sjá að mata þessi dýr hvort sem þeim líkar betur eða verr...að veiða ekki sel og hval er algjör skandall.

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 19:47

46 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Þá skaltu bara afsanna það, Árni minn Gunnarsson að það standi ekki steinn yfir steini í þessum staðreyndum sem ég hef sett fram hér á þessari bloggsíðu. Það myndi líklega ekki skipta þig neinu máli hvort að ég myndi starfa í sjávarútvegi eður ei, því að mínar skoðanir falla ekki að þínum eigin.  

Það er ekkert launungarmál að fyrningaleiðin svokallaða muni valda fjöldagjaldþrotum fyrirtækja og setja lífsbrauð þúsund Íslendinga í hættu. Það er viðurkennt af miklum meirihluta hagfræði og viðskiptamenntaðra manna og kvenna. Það ágæta fólk er ekki að beita fyrir sig pólitískum rétttrúnaði eða stefnufræðum, heldur horfir það til hagsmuna heildarinnar.

Þar sem við búum við blandað hagkerfi, hvort sem okkur líkar það betur eða ver, þá verður að vega og meta stöðuna hverju sinni og varast fljótfærnislegar vanhugsaðar ákvarðanir.

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 27.5.2010 kl. 22:10

47 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Halldóra þú gerir mig virkilega forvitinn.

Hver ert þú?

Hvar hefur þú lært svona flotta frasa eins og þennan hér: "Markmið mitt var að benda á þá hættu sem fylgir því að hróflað sé við grunnatvinnugreininni í verstu efnahagskreppu herjar á Íslandi."?

Eða með öðrum orðum hvaðan hefur þú það að ekki megi lagfæra neitt í grunnatvinnugreinum í kreppu?  

Það er sorglegt að veruleikafirrtir dogmatistar komu landinu ekki bara á hausinn heldur sköpuðu öll skilyrði til þess að komandi kynslóðir tapi auðlindunumendanlega.  Ég spyr þig Halldóra sem viti borna manneskju, hvort verk þessara ógæfumanna séu þér svo heilagar kýr að að allar hugleiðingar um breytingar hljóti að vera vanhugsaðar?

Sigurður Þórðarson, 28.5.2010 kl. 00:05

48 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sæll Sigurður

Hvar hefur þú lært svona flotta frasa eins og þennan hér: "Markmið mitt var að benda á þá hættu sem fylgir því að hróflað sé við grunnatvinnugreininni í verstu efnahagskreppu herjar á Íslandi."?

Þetta hefði mátt betur orðað: Markmið mitt er að benda á þá hættu sem fylgir því að hróflað sé við grunnatvinnugreininni á óhagkvæman og vanhugsaðan hátt í verstu efnahagskreppu sem herjað hefur á Íslandi síðan land byggðist.

Eða með öðrum orðum hvaðan hefur þú það að ekki megi lagfæra neitt í grunnatvinnugreinum í kreppu?  

Jú, en að mínu mati (ef ég myndi reka sjávarútvegsfyrirtæki) kæmu vanhugsaðar og fljótfærnislegar ákvarðanir aldrei til greina.

Ég spyr þig Halldóra sem viti borna manneskju, hvort verk þessara ógæfumanna séu þér svo heilagar kýr að að allar hugleiðingar um breytingar hljóti að vera vanhugsaðar?

Það vill svo til að fyrningaleiðin og umsókn Íslands um aðild að ESB eru komnar langt út fyrir mörk hugleiðinga. Bæði tilfelli ákvarðana hafa í för með sér stöðnun innan greinarinnar, fækkun starfa og samdrætti hjá fyrirtækjum sem koma að sjávarútvegi.

Þá varpa ég einni spurningu til þín, Sigurður

Hefur þú skilning á því hversu viðkvæmt það er að reka fyrirtæki á matvælamarkaði? Fyrirtæki sem nýtir takmarkaða auðlind og kemur henni inn á alþjóðlegan markað?

Ertu stuðningsmaður þeirra sem seldu sig út úr greininni og bíða nú eftir því að komast inn aftur á þinn kostnað?

Halldóra Hjaltadóttir, 28.5.2010 kl. 11:17

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvers konar helvítis karlrembusíða er þetta eiginlega að verða hjá þér Sigurður? Hér kemur stórgáfuð, ung kona, sem hefur lifandi áhuga á undirstöðugreinum atvinnulífsins, setur fram vel rökstuddar skoðanir, og þið durgarnir hlaupið skrækjandi eins og gamlir rónar í næsta forarpoll til þess að ausa hana auri. Það er leiðinlegt að sjá þessar aðfarir og þær eru ykkur til minnkunar. Sem betur fer gusast mesta drullan yfir ykkur sjálfa og það er ykkur mátulegt.

Hvernig væri að sýna stúlkunni lágmarks háttvísi og svara röksemdum hennar af kurteisi og skynsemi - en þið eruð kannski of blýfastir í innantómum klisjum til þess að ráða við slíkt?

Baldur Hermannsson, 28.5.2010 kl. 12:35

50 Smámynd: Jens Guð

  Halldóra,  hefði verið snjallara fyrir Færeyinga að afnema ekki kvótakerfið til að ná sér upp úr kreppunni?  Væri betra að það væri ennþá kreppa í Færeyjum?

Jens Guð, 28.5.2010 kl. 14:29

51 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Baldur, þessu tók ég eftir líka að Halldóra er stórgáfuð eins og þú segir. Ég er alltaf sérlega kurteis við kvenfólk og hef gaman af að rökræða við ungt fólk sem oftast er til í að velta fyrir sér ólíkum flötum. Öðru máli gegnir um gamla kjaftbrúksskarfa sem fastir eru í viðjum vanans og fullkomlega fyrirsjáanlegir. 

Því sorglegra er það að Halldóra skuli haldin svo gagnrýnislausri aðdáun á  Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og meintri þekkingu hans á fiski  að hún leiði til fullkomins vanmats eigin dómgreindar. Þessu vil ég breyta Halldóru sjálfrar vegna sem vill geta átt frjóar samræður við aðra en trú- og reglubræður.  

Halldóra ef þú ert frjálshyggjumaður áttu ekki að tala eins og lénsskipulagssinni. Það hefur enginn "selt sig út úr greininni" Það er stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi á Íslandi.   Eins er ekki sjálfgefið að kvótasinnar séu snjallari þeim sem aðhyllast atvinnufrelsi í matvæla- og markaðsstarfi. 

 Að lokum langar mig að árétta spurningu Jens hér fyrir ofan hvort þér finnist að hyggilegra hefði verið fyrir Færeyinga að sitja með hendur í skauti  í stað þess að afnema kvótakerfið þegar kreppan reið þar yfir fyrir um 10 árum. 

Sigurður Þórðarson, 28.5.2010 kl. 16:44

52 Smámynd: Auðun Gíslason

Varðandi þorskstofninn í Barentshafi, þá er athyglisvert, að alþjóðstofnun hafði lýst stofninn í útrýmingarhættu.  Norðmenn og Rússar ruku upp til handa og fóta, og ákváðu að útrýma síðustu þorskunum í eitt skipti fyrir öll!  Útkoman:  Þorskstofninn í Barentshafi blómstrar sem aldrei fyrr og hefur "aldrei" gefið meira af sér!  Kannski vegna þess að nú hefur hann nóg að éta!

Auðun Gíslason, 28.5.2010 kl. 23:17

53 Smámynd: Auðun Gíslason

Eru menn enn að rífast um þessa ríkisábyrgð?  4. desember 2008 lögðu þáverandi stjórnarflokkar, Délisti og SF, fram tillögu um ríkisábyrgðina, og samþykktu!  Um þetta geta menn lesið á vef Alþingis ef þeir nenna!  Bjarni Ben talaði fjálglega um málið þá, en hafði að sjálfsögðu allt aðra skoðun  á málinu en nú, einsog á flestum sviðum! 

Ég hef alltaf dáðst að mönnum, sem eiga svona mikið af skoðunum til skiptana, einsog Bjarni og undirsátar hans!

Auðun Gíslason, 28.5.2010 kl. 23:23

54 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ég held að raunverulega vitum við meira hvað skeður á tunglinnu enn það sem skeður í sjónum. Það er búið að tala um allskonar fiskitegundir í 40 ár eins og þeir væru síðasti geirfuglinn. Sem ég held að hafi verið étinn af einhverjum sem var svangur. Og hvað með þó einhver fiskistofn minnki? Hvað er ofveiði? Veit einhver það raunverulega? Fiskurinn verður synilegur þegar má veiða hann og svo stingur hann af til að fjölga sér....

Óskar Arnórsson, 29.5.2010 kl. 06:12

55 Smámynd: Árni Gunnarsson

Halldóra. Ég hef frá fyrstu sporum verið tengdur sjávarútvegi og kynnst af eigin raun næstum öllu sem snertir þá atvinnugrein.

Ég vil ekki rita langan pistil hér á bloggsíðu Sigurðar en bendi þér að lesa allt það sem Kristinn Pétursson frá Bakkafirði og f.v. fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Alþingi hefur ritað á sína bloggsíðu.

Það nægir þér reyndar að lesa svona tvær til þrjár. 

Svo mættir þú íhuga skrif Jóns Kristjánssonar fiskifræðings og lesa bloggsíðu hans.

Síðan mættir þú hugleiða hvaða nágrannaþjóð okkar treystir nær eingöngu á fiskveiðar og fljótt munt þú staðnæmast við Færeyjar.

Þá skaltu næst íhuga það að Færeyingar notuðu íslenska fiskveiðstjórnkerfið í tvö ár og hugsa til þess með hryllingi.

En hagsmunasamtök Sjálfstæðisflokksins og LÍÚ hafa með dyggum stuðningi Hafró haldið því fram- og gera enn að allt sem Færeyingar segja um ástand fiskistofna og stöðu útgerðar þar sé bull.

Það er varla unnt að ganga lengra í lygaþvættingi og blekkingarleikjum pólitískra álitaefna en að halda því fram að íslensk hagsmunasamtök viti meira um reynslu Færeyinga í útgerðarmálum en þeir sjálfir.

Eða hvað?

En láttu ekki deigan síga Halldóra. Nú skalt þú bregða þér til Færeyja og halda fyrirlestur um heimsku þeirra við nýtingu fiskistofnanna.

 Þú skalt segja þeim það að nú séu síðustu forvöð fyrir þá að snúa af villu síns vegar svo ekki fari fyrir þeim eins og Norðmönnum og Rússum sem tókst á 10 árum að margfalda verðmæti aflans úr Barentshafi.

Það gerðu þeir með því að margfalda veiðar umfram veiðiráðgjöf vísindamanna.

Árni Gunnarsson, 29.5.2010 kl. 17:28

56 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Því sorglegra er það að Halldóra skuli haldin svo gagnrýnislausri aðdáun á  Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og meintri þekkingu hans á fiski  að hún leiði til fullkomins vanmats eigin dómgreindar. Þessu vil ég breyta Halldóru sjálfrar vegna sem vill geta átt frjóar samræður við aðra en trú- og reglubræður.

 Ég er ekki haldin gagnrýnislausri aðdáun á Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Það eru þín orð en ekki mín, Sigurður.

Ávallt er hægt að ræða málin við fólk, þó að það sé á annarri pólitískri skoðun og hingað til hefur það verið lítið vandamál. Frjálshyggjan er hvorki trúfélag né reglubandalag.

Halldóra ef þú ert frjálshyggjumaður áttu ekki að tala eins og lénsskipulagssinni. Það hefur enginn "selt sig út úr greininni" Það er stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi á Íslandi.

Það eru þessir fjármagnseigendur sem nota þig og fleiri góða menn í baráttu sína fyrir endurúthlutuðum kvóta á pólitískum forsendum. Fjármagnið fengu þeir við sölu eða leigu á kvóta og hafa þannig selt sig úr greininni.

Er atvinnufrelsi á Íslandi í dag, Sigurður? Hvernig færðu það út þegar atvinnu dansarar mega ekki lengur skaka sér fáklæddir við súlu?

Hvað með nýtingarréttinn? Á hann að vera fyrir alla, þannig að þeir sem fjárfest hafa fyrir milljarða innan greinarinnar voru bara óvart hafðir að fífli? Greinin myndi skila mun meiri arðsemi ef fiskveiðar yrðu einfaldlega byggðar á eignarétti. 

 Að lokum langar mig að árétta spurningu Jens hér fyrir ofan hvort þér finnist að hyggilegra hefði verið fyrir Færeyinga að sitja með hendur í skauti  í stað þess að afnema kvótakerfið þegar kreppan reið þar yfir fyrir um 10 árum. 

Þið félagar skautið léttilega framhjá þeirri staðreynd að á tímabili af sökum ofveiði var lagt blátt bann við þorskveiði og eins sást varla til ýsu á Færeyjum. Síðar vildi það heppilega til að það lifnaði yfir auðlindinni og veiðum var haldið áfram.

Í upphafi var það aflabrestur sem startaði lúmskt kreppunni, en þá höfðu Færeyingar uppgötvað dálítið sem heitir erlent fjármagn og fóru offari í lélegum fjárfestingum. Þegar kreppan skall á þá bjuggu íbúar við aflabrest og einnig auknar skattbyrgðar, þar sem allar þessar fjárfestingar lentu á herðum skattgreiðenda. Þetta leiddi til fólksflótta. 

Einhver kom inn á ríkisábyrgð áðan og gaman að segja frá því að Færeyingar voru neyddir til þess að ábyrgjast útibú Danske Bank.

Hinsvegar felldu Danir niður sem svaraði heils árs landsframleiðslu Færeyinga og á sama tímabili lifnaði yfir auðlindinni. Ef Færeyingar myndu lenda í aflabresti yrði samdráttur í hagkerfinu þeirra sem myndi valda þeim efnahagslegum örðugleikum. Þeir gera sér grein fyrir þessu og rækta aðrar atvinnugreinar samhliða sjávarútvegnum til þess að minnka höggið ef/þegar þar að kemur.

Sóknarmarkskerfið (það fiskveiðistjórnunarkerfi í Færeyjum) er ekki það sama frjálsar óheftar veiðar og það hefur sína galla líkt og aflamarkskerfið.

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 29.5.2010 kl. 17:31

57 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Einn af fylgifiskum kvóta er brottkast. Hvað segir HHG um brottkast?

Sigurður Þórðarson, 29.5.2010 kl. 19:50

58 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sigurður, það var brottkast stundað á Íslandsmiðum áður en kvótakerfið kom. þýðir ekkert fyrir þig að koma með svona léleg skítarök og tilbúnar söguskýringar um að aldrei hafi verið brottkast fyrir tíma kvótakerfisins.

og síðan má benda á eitt. yfir 80% fyrirtækja í Sjávarútvegi standa í skilum á sínum lánum. 8% eru athuganarlista en aðeins 12% eru í endurskipulagningu samkvæmt tölum frá Íslandsbanka sem var nærst stærsti lánveitandi íslensks sjávarútvegs.

annað sem mætti líka benda á er að skuldir sjávarútvegsins í heild er aðeins 2,5% af heildar skuldum hagkerfisins. bróðurparturinn af umræðunni hjá ykkur um skuldastöðuna er um fyrirtæki sem hafa minnihlutan af lánum og standa í skilum á sínu. 

er þetta ekki gott dæmi um að þið sjáið fæstir annað en það sem þið viljið sjá. þið eruð alveg orðnir blindir á hatrinu á kvótakerfinu. 

Halldóra spurði hér að ofan hvort að menn hérna væru stuðningsmenn kvótasölumannanna sem bíða núna á hliðarlínunni eftir nýrri endurgjöf og nýjum gjafakvóta. menn sem höfðu ekki meiri áhuga á sjávarútvegi en þann að þeir seldu sig út og fóru til spánar og lágu þar á vindsæng. eða eins og einn maður sem þið dáðuð sem fór til Mexíkó og drakk þar frá sér kvótaauðinn og kom síðan heim staurblankur og vildi endurgjöf svo að hann gæti endurtekið leikinn.

og svona í lokinn.  ætti Eiríkur ekki að vera sísti maðurinn í umræðum um skuldir og efnahag? hvernig stendur lífeyrissjóðurinn sem hann hafði yfir umsjón með á sínum tíma? eitthvað búið að fást fyrir Decode bréfinn?

Fannar frá Rifi, 2.6.2010 kl. 22:09

59 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað áttu mikin kvóta Fannar frá Rifi? Þú ert að verja ástæðunna fyrir bankahruninnu kjánin þinn...

Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 00:17

60 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fannar, við Óskar vorum báðir á sjó fyrir daga kvótakerfisins og ég tel mig þekkja þetta ágætlega og við skulum ræða málin rólega.

Ég veit ekki hvað þú ert að tala um í sambandi við  brottkast fyrir daga kvótakerfisins? Það var enginn efnahagslegur ávinningur af því að henda fiski þvert ámóti fengu menn borgað fyrir að koma með hann að landi.

Ef ekki er verið að verka í skreið þá er þriggja nátta marflóarétinn fiskur ónýtur og var hent. Markaðsstarf var líka lélegt enda einokun og lítil sem engin markaðsleit. Þannig höfðu menn ekki fundið markaði fyrir tindabikkju hvað þá að menn vissu hvernig ætti að vinna hana, sama  má segja um t.d. rottufisk, sem þykir herramannsmatur í Frakklandi. 

Skötuselur var nánast óþekktur í Breiðafirðinum en þó kom fyrir að menn fengu einn "ljótan fisk með stóran haus" (skötuselur) yfir vertíðina  og var honum þá umsvifalaust hent því hann var talinn óætur og jafnvel eitraður.

Þá voru fiskimarkaðir ekki komnir og það var landsambandsverð. Frystihúsin voru neydd til að taka allan fisk en ég veit um dæmi þess t.d. á Hellissandi að frystihúsið lét taka til í geymslunum og fleyja keilu, löngu,karfa og kola af því að þeir voru ekki með markað fyrir þetta í Ameríku.Þetta gerðist raunar skömmu eftir að kvótakerfinu var komið á.

Sigurður Þórðarson, 3.6.2010 kl. 06:08

61 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góð samantekt hjá þér Sigurður og rétt. Sjómenn hentu líka flatfiski því hann var talin óætur líka. Márhnút er hægt að selja í Þýskalandi og það yrði bara hlegið að því á Íslandi. Selur þarf ekki veiða sér til matar lengur, hann eltir bara línubátanna og étur fiskin sem sjómenn veiða handa honum á móti sínum vilja. Að kvóti þarf að vera á stærð fiskiflotans enn ekki á eitthvað sem ekki er hægt að reikna, er bara sjálfsagt mál. Enn þar sem svo margir giska á það sem er rétt og sem hafa enga reynslu af flóknu kerfi fisksins og veiða á honum, hefur útgerð farið algjörlega úr böndunum. Og þetta þarf að laga, held ég að flestir séu sammála um. Og svo koma þeir sem beinan hag af þvi að hafa þetta svona, og mótmæla og þvæla málið  með eiginhagsmunum sem líta fyrst í stað eins og hagsmunir alltra. Þá aðferð hefur fólk lært af öðrum málefnum, og hún á sannarlega við hér. Nú voru að koma fréttir að vigtarmaður, skipstjóri og einhverjir fleyri hafi verið handteknir af lögreglu. Það eftir að æsispennadi "James Bond" aðferð Fiskimálastofu greip þá glóvolga að vigta framhjá. Og að sjálfsögðu eru þetta stórhættulegir glæpamenn sem þóttist vera venjulegt fólk...það vita allir af þessu, það er ekki tekið mark á þessum lögum einfaldlega af því þau eru röng. Það eina sem hefur áunnist í kvótakerfinu er að nokkrir einstaklingar eru orðnir moldríkir án þess að þurfa vinna fyrir því, og að sjómenn allmennt eru að verða glæpamenn á þessari vinnu...

Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 23:02

62 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sigurður þú ert semsagt að sverja að aldrei hafi verið stundað brottkast þegar það var frjáls veiði?  en hvernig var með bræðsluna? hversu mikið af verðmætum fór til spillis útaf ofveiði og sóunar þegar fiskin var ekki hægt að veiða og öllu mokað í bræðsluna?

það verður samt aldrei aftur frjálsveiði. að halda slíku fram er hálvitalegt. markaðurinn myndi aldrei kaupa fisk af okkur. það myndi bara ekki gerast. þeir sem halda slíku fram eru ekki með raunveruleikatengsl og skilja ekki hvernig staðan er í dag í þessum heimi. 

ég nenni ekki að rífast við ykkur mikið. Óskar menn voru að landa framhjá vigt fyrir 1980. hvernig útskýriru það? 

hvernig sem kvótakerfinu er breitt, uppstokkað eða hvaðeina. munu völd Hafró minnka? helsti forvígismaður fyrrningarleiðarinnar, hún Ólína hefur sjálf svarað því að hún sjái ekkert að Hafró eða aðferðum þeirra stofnunar. þannig að þið lifið í einhverjum draumaheimi sem á ekkert skilt við raunveruleikann. 

ef völd hafró og aðferðirnar sem þeir nota er ekkert breitt, hver er þá tilgangurinn með breytingum annar en sá að setja þá sem vilja vinna og hafa staðið í því að gera út séu knúðir í gjaldþrot og hrakktir burt og síðan verði þeim sem seldu sig út eða gátu ekki rekið fyrirtæki í sjávarútvegi hleypt inn aftur í kostnað hinna og á kostnað þjóðarinnar? 

og ég segi kostnað þjóðarinnar því bankarnir munu tapa því sem nemur útlánum þeirra til sjávarútvegsins (plús vexti) auk þess sem þeir munu tapa þeim lántakendum sem best standa af öllum atvinnugreinum í landinu og borga best af sínum lánum? haldiði kannski að það muni ekki hafa nein áhrif? eruði alveg blindir á bleiku skýi?

Fannar frá Rifi, 6.6.2010 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband