Evrópuhugsjón "hins feita þjósns"

Sannur evrópuhugsjónamaður er sá er vill fórna auðlindum eigin þjóðar og fá vinnu í Brussel


mbl.is Í boðsferð ESB til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er rétt hjá Sigurði og væri ekki úr vegi að þú Jón Frímann skoðaðir ESB, grundvöll þess og stöðugleika.  Hvað er límið sem heldur því saman?

Útrásar víkingarnir fengu tæki færi og notuðu það.  Reglugerðar fargan ESB mun framleiða fleirri tækifæri fyrir siðblinda og þau verða notuð. 

Evrópusamband gæti verið ágætis tæki, en það er komið svo langt út fyrir alla skinsemi.  ESB er Samfylking Evrópu og Samfylking Jóhönnu er útibú þess.  Þarmeð sjáum við hverskonar rugludalla og rolur þetta samband framleiðir. 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.2.2010 kl. 14:49

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Hrólfur og vertu velkominn!

Hún amma mín kenndi mér fyrir margt löngu að svo skyldi leiðum svara að anso honum engu. Ég hef lengi viðhaft þessa ágætu reglu gagnvart Jóni, hann hefur fengið að tjá sig að vill á mínu bloggi þó ég hafi ekki nennt að svara honum.  Hann hefur nýtt gestristni og umburðalyndi til að ganga of langt í ávirðingum. Tölva hans hefur einfaldlega fyllt kvótann á mínu bloggi og ég tel að umræðan muni ekki skaðast af fjarveru hans. 

Sigurður Þórðarson, 27.2.2010 kl. 15:04

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir Sigurður og viturlega tilvittnun í Ömmu þína, því prúpmenska er dygð. 

Amma mín á Hverfisgötunni kunni það allt saman, en var stólpa kona sem eingin átt inni hjá.   Við áttum að koma strags er hún kallaði og fá mjólk og brauð og svo kanski eina köku og svo áttum við að fara strags út og leika okkur fallega.  

Hún leit eftir öllu og stjórnaði sínu heimilli af skörungskap og festu sem lítt sést til í dag.  Held að þessar konur hafi verið meiri og verðmætari uppeldisfræðingar heldur en allar mentuðu fóstrunnar og kennarar nútímans.  Að þeim þó ólöstuðum.    

Hrólfur Þ Hraundal, 27.2.2010 kl. 16:52

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vel mælt Hrólfur

Sigurður Þórðarson, 27.2.2010 kl. 18:37

5 identicon

Sæll frændi.  Ósköp er nú aumur málflutningurinn frændi minn sæll.  Ertu að brigsla mönnum um að vilja fórna auðlyndum þjóðarinnar ef þeir skoða kosti og galla inngöngu í esb?  Getur þú nefnt mér eina auðlynd sem ein þjóð af þeim 27 núverandi ríkjum hafa misst við inngöngu í esb?  Er ekki hægt að hafa umræðuna málefnalegri?  Hvað getur hugsanlega verið slæmt við það að esb fræði menn og kynni fyrir þeim hvernig raunveruleikinn er í esb löndunum.  Sér í lagi þurfa bændasamtökin á því að halda því fáfræðin og vitleysan þar reiðir ekki við einteyming.  Íslensk bændabýli eru eins og fátækrarslömm í samanburði við landbúnað í esb, en þú veist þetta sjálfur búinn að ferðast um í þessum löndum.  Hvar sérðu jafn niðurnídd bú íEvrópu eins og eru út um allt á íslandi.  Bændur eru fátækir á Íslandi.

 Í guðanna bænum hafið umræðuna á skynsamari nótum, nema þetta hafi átt að vera grín hjá þér.

 Og Hrólfur minn, voru það ekki íslendingar sem eru glæpamenn en ekki hinir grunlausu fálkar sem treystu þessum útrásargosum, hvernig svo sem stóð á því.  Íslenskir "athafnamenn" fóru á skítugum skónum aðallega yfir ísland og skildu það eftir í rúst en eitthverju tókst þeim að stela erlendis líka.  Það voru ekki ees tilskipanir sem leyfðu þeim að tæma öll stór íslensk fyrirtæki, alla banka, tryggingarsjóði, flugfélögin, skipafélögin og lífeyrissjóðina.  Nei það voru bara ósköp venjulegir íslenskir glæpamenn og spiluðu eftir al íslenskum lögum sem enginn hefur nema við. Er ekki komin tími til að líta í kringum sig og sjá hvort betri kostir bjóðast?

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 02:08

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll ágæti frændi,

ég legg alltaf við hlustir þegar þú talar enda ertu  ekki bara fróður heldur rökvís og talnaglöggur. Ég veit að þú hefur kynnt þér ESB skýrsluna og ég þakka þér hér með fyrir að senda mér hana. En ég hef reynt að kynna mér þessi mál frá fleiri hliðum. Það er langt frá því að vera öruggt hald í reglugerð um stöðugleika og allar þessar reglugerðir eru tímabundnar auk þess sem Evrópudómstóllinn hefur vikið frá þeim, í þeim tilvikum sem þær ganga gegn sáttmálum og lögum sem eru æðri. þetta eru upplýsingar sem ég hef frá norskum þjóðréttarfræðingi.  Þá er langar mig að benda þér á að einn Íslendingur þekkir stefnu Evrópusambandsins öðrum betur, Jón Kristjánsson, sem verið hefur útgerðamönnum í Skotlandi og Írlandi til halds og trausts og farið á þeirra vegum til Brusselþingsins.  Jón er frábær náungi, reyndar eins og þú og mig langar endilega að kynna ykkur og myndu báðir hafa gaman af.

Þá er komið að útflutningi mörkuðum okkar með fisk utan ESB sem eru mikilvægir meðal annar að þangað sendum við afurðir sem við getum ekki selt annarsstaðar má þar nefna hvalkjöt, loðnuhrogn, úthafskarfa auk ýmissa vaxtarbrota svo sem ígulkera og sæbjúgna.  Hætt er við að þessir markaðir myndu lokast um leið og allar tollaívilnanir falla niður.

Sigurður Þórðarson, 1.3.2010 kl. 08:27

7 identicon

Það eru rök sem hægt er að ræða sem þú kemur fram með hér í þessu innleggi.  Vissulega ber margt að varast ef við göngum þarna inn og það dettur engum í hug að sambandið sé gallalaust.  Einn af höfuðókostum þess að ganga í sambandið er að við munum ekki lengur geta haft sjálfsákvörðun um hvalveiðar til dæmis og munum ekki geta gert samninga við ríki utan esb.

En að kenna esb um ófarir íslands er fráleitt.  Afhverju eru norðmenn ekki í sama skítnum og við, afhverju töpuðu hvorki Noregur né Svíþjóð svo dæmi sé tekið öllu sínu?  Þeir bjuggu við nákvæmlega sömu esb tilskipanirnar og við.

Og svo þá verður þú að taka undir með mér, ef einhver býðst til þess að mennta og fræða bændastétt íslands þá ber að fagna því þótt augljóslega læðist að manni grunur um að þeir viti ekki alveg hversu ólíklegt er að slíkt framlag verði til góðs.  Fáfræði er stundum nefnilega ákvörðun.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 10:03

8 Smámynd: Mofi

Þetta er hárrétt hjá þér Sigurður!  Mér finnst það mikil blinda að halda að allt verði betra ef við förum inn í EB eða að taka upp Evru. Eins og að ef við höfum annan gjaldmiðil að þá verður maður sjálfkrafa ríkari. Hérna vantar skilning á því hvernig peningar virka, mæli með myndinni Money Masters til að sjá þetta í samhengi.

Mofi, 1.3.2010 kl. 10:14

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég þakka ykkur báðum fyrir góðar athugasemdir. Auðvitað getum við ekki kennt öðrum um öll okkar mistök og með sama hætti munum við ekki geta komið ábyrðgð á eigin málum yfir á aðra í framtíðinni.

Sjálfsákvörðunarrétturinn í landhleginni t.d. gagnvart hvalveiðum skiptir rosalega miklu máli enda innbyrða sjávarspendýrin 20 sinnum meira magn en við veiðum.  Það þarf að skoða þetta allt í samhengi

Sigurður Þórðarson, 1.3.2010 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband