Guð gefi Íslendingum kjark og vit

ossur_keilir Íslendingar standa vissulega frammi fyrir miklum vanda en það mun enginn koma okkur út úr honum nema við sjálf. Nýlenduveldin hafa ekkert á móti því að þiggja auðlindir okkar eða að gera komandi kynslóðir að skattþegnum. Til þess að komast fram úr þessu þarf þjóðin og stjórnvöld að sýna samstöðu fá heiðarlega,skynsama og kjarkmikla stjórnmálamenn en ekki metnaðarlausar lyddur sem liggja flatar fyrir nýlenduveldunum og ESB.
mbl.is Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guð????

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2010 kl. 03:54

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefurðu einhvern sérstakan hugarburð í huga?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2010 kl. 03:55

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jón, þessi tilvitnun er stolin úr æðruleysisbæninni, þar sem menn biðja Guð um  kjark til að breyta því sem þeir geta breytt,æðruleysi til að sætta sig við það sem þeir geta ekki breytt og vit til að greina þar á milli.

Þetta hefur hjálpað mörgum og myndi hjálpa stjórnarherrunum líka ef þeir hefðu einlægan vilja. Um þetta erum við vonandi sammála. 

Sigurður Þórðarson, 26.2.2010 kl. 04:26

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég ætla að taka undir þetta hjá þér frændi minn góður. Litlu máli skiptir hvernig sá Guð er í laginu sem ákallaður er í nauð. Ætli ég sé ekki jafn guðlaus í einhverjum afmörkuðum skilningi og þið báðir en leyfi mér þó ekki að hæðast að mætti bænarinnar fyrir þá sem þangað leita.

Og mörgu barninu hefur orðið rórra eftir að hafa beðið með mömmu sinni litla bæn fyrir svefninn.

En til að losna við hættulega valdstjórn á viðkvæmum tímum og erfiðum hef ég nú samt öllu meiri trú á særingum!

Þarna er ég nú að vísa til ESB umsóknar. Icesave apaspilið er á ábyrgð flestra pólitísku drullusokkanna.

Árni Gunnarsson, 26.2.2010 kl. 09:52

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri frændi, að örðum ólöstuðum ert þú að mínu mati langskemmtilegasti penninn hér á blogginu. Guðmundur Böðvarsson orti eitt sinn kvæði sem hann kallaði Mitt heiðna goð og þinn kristni kross, þar lýsir hann þessu en þar segir meðal annars:

Þótt ólík nöfn við hrópum hátt//

þar hinst í kvíðans ranni//

Við væntum báðir sama svars//

frá sama ferjumanni.

Auðvitað  sér hver maður "guð" með sínum augum. Hann getur verið kletturinn og lækurinn í sveitinni eða "guð í alehimsgeymi og guð í  sjálfum þér". Okkur er vonandi öllum eitthvað heilagt.

Sigurður Þórðarson, 26.2.2010 kl. 10:26

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott hjá okkur nú þokumst við til lýðræðis.

Sigurður Haraldsson, 26.2.2010 kl. 10:36

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þjóðin leggur traust sitt á forsetann og forsetinn leggur þetta í hennar hendur.

Sigurður Þórðarson, 26.2.2010 kl. 11:27

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Heill forseta vorum!... og- og- og.............?

Árni Gunnarsson, 26.2.2010 kl. 22:23

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Ekki veitir af að biðja fyrir stjórnarliðinu þessa dagana. Þau eru alltaf að reyna og reyna að semja með Tjallana og Túlípananna en til hvers? Af hverju ekki að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði gegn Icesave og fara svo dómsmálaleiðina. Ég vil meina að ef þetta sé gert þá erum við með pálmann í höndunum gegn kvölurum okkar.

Megi almáttugur Guð vernda land og þjóð gegn kvölurum okkar.

Guð blessi þig Siggi minn sem ert uppáhalds  heiðingjann minn :-)

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.2.2010 kl. 00:53

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Árni svo slaufum við þetta með ferföldu húrra!

Sæl Rósa mín þú ert líka í mjög miklu uppáhaldi hjá mér.

Ég veit að Guð "heldur verndarhendi sinni yfir þér, þí þú ert mikil Guðskona"

En til að allt sé tryggt, heiti ég á almáttug goð og góðar vættir að veita þér styrk og stoð!

Sigurður Þórðarson, 27.2.2010 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband