Velvildarmenn Íslands eiga undir högg að sækja

 bjorn-valur-gislason-133x200Margir undrast að Bretar hafa beitt ýmsum þvingunarmeðulum til að fá Íslendinga til að taka á sig umdeildar skuldir með háum vöxtum án þess að leyfa þjóðinni að leita dómstóla

Málsmetandi hagfræðingar telja að Ísland muni sitja uppi með ósjálfbærar skuldir. Ef það gengur eftir  liggur fyrir þjóðinni þ.e. niðjum okkar  að verða efnahagsleg nýlenda Breta og Hollendinga. 

Ég undrast háttsemi íslenskra þingmanna, sem ráðast tafarlaust eins og úlfar á þá sem af velvild voga sér að taka upp hanskann fyrir Ísland. image_preview


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Það má vís hvorki segja né rita orðið sem er það eina rétta yfir þá Íslendinga sem tala málstað þeirra þjóða er nú reyna að sölsa okkur undir sig.

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 19:31

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Væri ekki ástæða til að athuga bankareikninga í Lúxemburg, þeirra Íslendinga sem harðast berjast fyrir hagsmunum Breta og Hollendinga ? Málflutningur eins og þau Björn Valur og Ólína bjóða uppá, getur ekki stafað af öðru en mjög ríkum hagsmunum.

Útúrsnúningur á orðum Alain Lipietz og beinar lygar þeirra hjúa eru svo ótrúlegar að þarfnast opinberrar rannsóknar. Eins og þú bendir á Sigurður, eru þetta þingmenn þjóðarinnar en ekki handrukkarar dópsala eða leigumorðingar Mafíunnar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.1.2010 kl. 20:20

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Án þess að hafa ástæðu til eða umboð að verja Björn Val og Ólínu Þorv. vil ég segja þetta: Ég hef engan heyrt eða séð viðra grun um hagsmunatengsl þeirra við útrásarbanka eða útrásarþjófa (sem auðvitað eru tvö óskyld mál)

Aftur á móti ganga ýmsar óstaðfestar sögur af beinum sem óbeinum tengslum þeirra síðarnefndu við áhrifamenn úr öðrum stjórnmálaflokk(i)(um)

Og talað er um milljarða á bankareikningum á hinum ýmsu skerjum og eyjum auk Luxemburg.

Auðvitað var ekki einleikið hversu mikla áherslu ráðherrar í ríkisstjórn hrunflokkanna lögðu á það í upphafi að nú ættu allir að faðmast og forðast að falla í þá gryfju að leita uppi sökudólga.

Og í þeirri stöðu var þessi þjóð allt þar til Egill Helga þröngvaði Evu Joly inn í rannsóknarferlið.

Enginn hefur minnst á það orði í mín eyru að Björn á Kleifaberginu og Ólína Þorvarðar hafi gengið úr augnaköllum jafnvægis við þá fregn eins og ýmsir afbragsgóðir og dyggir sjálfstæðismenn gerðu. 

Árni Gunnarsson, 11.1.2010 kl. 20:45

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrir hverja eru þau að vinna????

Jóhann Elíasson, 11.1.2010 kl. 20:48

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Góður formáli hjá þér Árni Gunnarsson, það er að segja fyrsta línan.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.1.2010 kl. 21:22

6 Smámynd: Hannes

Það sem skiptir þessa háttvirtu aumingja mestu máli er að líta vel út á aðlþjóðavettvangi svo að þeir geti  þvinga' þjóðina inní ESB.

Hannes, 11.1.2010 kl. 21:41

7 Smámynd: Rannveig H

Siggi það má margt seiga um Björn Val og Ólínu en aldrei held ég að þau geti orðið okkur jafn hættuleg eins og Loftur og hans áhangendur.

Rannveig H, 11.1.2010 kl. 21:54

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Rannveig, það væri fróðlegt að fá rökstuðning fyrir fullyrðingu þinni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.1.2010 kl. 22:00

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rannveig ég skil engan vegin þessi orð um Loft Þorsteinsson, sem ég þekki ekki af neinu öðru en góðu. En jafnvel þá hann væri afleitur, jafnvel hættulegur, þá þykir mér það haldlítil vörn fyrir þá sem svíkja Ísland.

Sigurður Þórðarson, 11.1.2010 kl. 22:43

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

"Þetta eru landráð"

Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 00:01

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Árni minn ekki vorum við par hrifnir af kvótakerfi þeirra Þorsteins og Halldórs. En getur ekki verið að þú sért að vanhugsuð máli að endurtaka einhvern innistæðulítinn frasa? Varla myndir þú halda því fram að aðrir flokkar en þessir tveir séu lausir við tengsl við útrásarvíkinga. Illa myndi ég trúa því.

Sigurður Þórðarson, 12.1.2010 kl. 00:19

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hannes ég held að þú farir nærri því að það stendur auðvitað til að koma þjóðinni í ESB. 

Nafni, ég er ekki lögfróður held að  það varðar við lög að kalla tiltekið fólk landráðamenn.  Það er óþarfi að fara yfir þá línu.

Sigurður Þórðarson, 12.1.2010 kl. 00:25

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til upprifjunar fyrir Árna Gunnarsson.
 
 
 
Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?

Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.

Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000

Þorleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 23:26

Sigurður Þórðarson, 12.1.2010 kl. 00:34

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

þakka vinsamlega ábendingu Sigurður. Langt er síðan ég áttaði mig á því að eftir að útrásarsturlunin sem fylgdi kapphlaupi einkavæddu ríkisbankanna og síðan vetrunganna sem þöndu á eftir- greip um sig múgæsing sem varð til þess að "hið venjulega fólk" stökk í ofboði á vagninn.

 Afleiðingarnar sjáum við í dag. Framsóknarflokkurinn bætti svo slatta af bensíni á eldinn með því að virkja Íbúðarlánasjóð svo næstum öll þjóðin missi stjórn á sér og byggði hús.

Svo sá Samfylkingin að nú væri hennar tími kominn, ruddi Framsókn frá og settist að krásinni. Flokkur félagshyggjunnar!!!!!

Ég hef- að ég held fáu gleymt af þessum aðdraganda öllum því ég var svo óheppinn að standa allan tímann á hliðarlínunni- ég var viðstaddur.

Og ég tók meira að segja afstöðu allan tímann; stóð með þeim hópi sem stækkaði dag frá degi; varaði við; andmælti Kárahnjúkavirkjun og var á móti öllu!

Flestir þeir sem með þessu brölti mínu fylgdust úrskuðuðu mig vinstri mann,  niðurrifsmann og hryðjuverkamann á mála öfgahópa.

Ég er ekki vinstri maður þó mér finnist staða þeirra í dag vera skárri eftir hrunið. Ég trúi ekki öðrum kennisetningum en þeirri einu kenningu að mér beri skylda til að taka afstöðu út frá eigin skynsemi. Oft hefur mér orðið hált á því en mér finnst það illskárra en að viðurkenna að boðendur réttrúnaðar hafi haft mig að fífli. Í þeirri stöðu eru flestir Íslendingar í dag.

Bankahrunið var orsök en ekki afleiðing þeirrar stöðu sem Steingrímur og lið hans er að berjast við í dag. Hann átti engan hlut að því svo nú höggva margir þeirra harðast til hans sem hlífa skyldu. Maðurinn kann hinsvegar að mínum dómi ekki til þeirra verka sem hann tók að sér sjálfsviljugur.

Það breytir ekki því að ábyrgðina bera þeir sem trúðu í blindni á kenningu!

Og sú kenning var jafn einföld og hún var heimskuleg:

Græðgin skal ævinlega ráða för því hún er öllum samfélögum til hagsbóta. Græðginni má aldrei setja skorður því hún er mótor markaðhyggjunnar og í markaðurinn hefur innbyggðan "regulator."

Markaðurinn leiðréttir sig sjálfur.

Þessi kenning fer sigurför (sneypuför) um heiminn með nokkurra ára bili og endar ævinlega á sama veg- með hruni.

Einn íslenskur stjórnmálaflokkur hefur gert þessa kenningu að sínu leiðarljósi og við vitum öll hvað hann heitir.

Bráðskarpur sem þú ert frændi minn góður skaltu rifja upp margt af geymdum fróðleik fyrir marga þá sem eru gleymnari en ég.

Bestu kveðjur! 

Árni Gunnarsson, 12.1.2010 kl. 11:35

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er ekki bara sáttur við þig frændi ég er algjörlega sammála.

Hitt er svo allt annað mál hvernig spilað er úr þessari stöðu, ekki er það allt gæfulegt og mig grunar að við séum æði sammála í því líka.

Sigurður Þórðarson, 12.1.2010 kl. 12:35

16 Smámynd: Auðun Gíslason

 

skarfur

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave

11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)

16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.

Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrir­greiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.

Umsamin viðmið

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík 16. nóvember 2008

Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar  dynja á núverandi ríkisstjórn.  Svona hófst í raun þessi samningaruna.  Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls!  Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð.  Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda!

Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:53

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta minnisblað var gert undir gríðarlegum þrýstingi og hótunum Evrópusambandsins t.a.m. að segja einhliða upp EES samningnum, viðskiptaþvinganir ofl.  ISG hefur þrætt fyrir að þetta minnisblað hafi skuldbundið Ísland og hefur m.a. bent á ákvæðið um að tekið skyldi tillit til  þeirra fordæmalausu stöðu sem Ísland var í.

Sigurður Þórðarson, 13.1.2010 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband