Vandamálið er kjarkleysi

Ruglið náði líka inn í sjávarútveginn, þar sem stjórnvöld litu á fiska sem synda í hafi sem "dautt fé" sem öðlaðist líf með því að þeir fiskarnir væru veðsettir. Núverandi stjórnvöld eru kjarklaus og í engu betri því þau sjá enga aðra "lausn" en að ganga í ESB og afhenda sjávarauðlindina sem þau vanmeta.
mbl.is Hefðu átt að halda sig við fiskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hættum á að næra taugaveiklun þjóðarinnar með nýju fóðri. Allt ómögulegt, vonda stjórnin sem vill gefa fiskveiðiauðlindirnar. Það er ekki hægt að halda lengra í þessari sjálfseyðingarhvöt sem að er keyrð áfram á óttanum.

Segðu frekar Sigurður frá fegurð drauma þinna og framtíðarsýn! Þú ætlar auðvitað að svara neitandi í þjóðaratkvæði, fara í stríð við heiminn og viðhalda óvissu um Icesave út árið 2010.

Temprum nú niður yfirlýsingarnar og bullið. Hugum að þjóðarhag og leiðum inn í samhug.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.1.2010 kl. 09:02

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

þetta eru eftir á skýring Siggi. eftir á skýringar til þess að reyna að klína bankaviðskiptaaðferðunum upp á sjávarútveg.

kvóti er takmörkun á veiðum. kvóti er verðmætur því að hann er gefur þeim sem hefur kvóta rétt á því að koma með fisk að landi og vinna hann og selja. 

kvóti er verðmætur útaf því að um takmarkaða auðlind er að ræða. þegar samdráttur er í úthlutun heildar aflamarks þá verða útgerðir með lítin kvóta óarðbærar. það er í raun ekki lengur hægt að borga af lánum, kaupa og olíu og borga laun. önnur útgerð sem býr við sama vandamál kaupir af annara útgerð kvótann. þá getur seinni útgerðin haldið áfram rekstri. 

ef þetta væri ekki leyft þá værum við að veiða eins og þeir í Evrópussambandinu þar sem menn meiga bara koma með ákveðið mörg kíló eða tonn að landi á hverjum degi. hver færi út á tryllu héðan fyrir t.d. 300kg af þorski sem þeir mættu veiða á hverju degi? nægir það upp í olíu og annan kostnað? það nægir ekki til borga af lánum fyrir nýsmíði á bát eða á kaupum á rúllum. 

kvótinn er verðmætur útaf því að hann ávísun á veiðar. hátt verð á milli 2004 og 2007-8 er hægt að útskýra með sama hætti og allt annað. það var eignarbóla. skiptir engumáli hvað það er, allt hækkaði í verði. óbyggðar eyðijarðir margfölduðust í verði á þessum tíma svo dæmi séu tekin. 

Fannar frá Rifi, 6.1.2010 kl. 09:02

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Samfylkingin og Vinstri Grænir komu í vetur í veg fyrir aðgang Íslenskra fyrirtækja að erlendum lánum. Þrátt fyrir allt tal um nauðsyn erlendsfjármagns til Íslands þá er það bara bull þegar á reynir af hálfu vinstri flokkanna.

Norskur banki sem hefur langa sögu í því að lána Íslendingum og Íslenskum útgerðarfyrirtækjum fyrir nýsmíði á skipum í Noregi. Þeir komu hingað til lands til að skoða sig um. voru tilbúnir að auka við útlánastarfsemi þeirra. leist vel á rekstur útgerða og hversu góður hann væri. vildu veita íslendingum aðgang að erlendum gjaldeyri til framkvæmda á góðum kjörum því þeir treystu og trúðu á sjávarútveg á Íslandi. hann er sá best rekni í álfunni. 

til að gera langa sögu stutta þá fóru fulltrúar bankans til íslenskrastjórnvalda til að ræða málin. daginn eftir fóru allir fulltrúarbankans úr landi. þeim hryllti svo við hugmyndum stjórnvalda og stefnu þeirra í sjávarútvegi að þeir hafa ekki komið aftur til íslands eða hugsað til þess að lána nokkuð hingað til lands. 

enda er það ekki skrýtið. stefna íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi er að endurtaka öll mistökin sem gerð voru við eignarnám, fyrrningu og endurúthlutun á jarðnæði í Zimbabwe. árangurinn þar varð sá að eitt stærsta útfluttningsríki Afríku á matvælum, ríkir hungursneið. þriðjungur þjóðarinnar hefur flúið land og það er um 5 til 10% atvinna. já ég sagði atvinna ekki atvinnuleysi. atvinnuleysið er 90 til 95%. það er árangurinn á fyrrningarleið og endurúthlutun. engin treystir þeim ríkjum sem fara í slíkt. 

Fannar frá Rifi, 6.1.2010 kl. 09:10

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir efnismikil innlegg

 Fyrst Gunnlaugur, takk fyrir gagnrýnina. Ég tek þig á orðinu og skal ekki eingöngu vera neikvæður. Ísland er hreint land með nægan mat, orku, vatn og gott húsnæði og þess vegna eru margir kostir við að búa hér þó lífskjör muni fyrirsjánlega lækka. En tekjur er hægt að auka verulega ekki síst í sjávarútvegi. Ísland á allt undir utanríkiviðskiptum og hagsmunir landsins liggja í því að að lækka tolla fyrir okkur skiptir mestu  að lækka tolla á sjávarafurðum.  Tollar á sjávarafurðum eru víða háir en nýlega hefur okkur tekist að lækka þá verulega í Asíu. Markaðirnir í Asíu eru mikilvægari en hlutfall þeirra af heildarkökunni segir til um vegna þess að þangað seljum við allar afurðir sem hvergi er hægt að selja annarsstaðar s.s. hvalkjöt, úthafskarfa, sæbjúgu, lýsi, seltyppi og svo mætti lengi telja.  

Við hefðum getað' náð fríverslunarsamning við bæði Kóreu og Kína sem hefði orðið gríðarleg lyftistöng fyrir sjávarútveginn og efnahaginn allan til langs tíma enda eru markaðirnir þar óplægður akur.  Stjórnvöld kusu að láta reka á reiðanum vegna þess að þau einblína á ESB, sem viðurkennir ekki fiskveiðilögsögu þjóðríkja sinna.  Þetta sýnir að allt tal flokksbræðra þinna um að Heimsýn vilji einangra landið er hreinöfugmæli. Með aðild að Evrópusambandinu myndi Ísland útiloka sig frá mikilvægum mörkuðum í framtíðinni.

Ég verð að svara Fannari síðar

Sigurður Þórðarson, 6.1.2010 kl. 10:51

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Fannar: Gætir þú stutt það að kvótakerfið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu? Fyrir nokkrum árum fór fram skoðanakönnun sem sýndi um 80% aðspurðra voru á móti kvótakerfinu.  Þá þyrfti ekkert að rífast lengur um þessa ömurlega fyrningaleið, bara láta fólkið í landinu ráða þessu. Ert þú ekki sammála? Eða hvað?

Bjarni Kjartansson, 6.1.2010 kl. 11:39

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það að ríkissjóður myndi greiða út til hvers landsmanns 10.000.000 króna. hvernig færi sú kosning?

ef það færi fram kosning um að fella ætti niður allar skuldir og öll lán hvernig færi sú atkvæðagreiðsla? 

í Zimbabwe var yfirgnæfandi meirihluti almennings sammála Mugabe um að það þyrfti að taka landið af hvítu bændunum. árangurinn í dag er sá að landið er gjaldþrota. gjaldmiðillinn var afskráður úr seðlabankalandsins sem verðlaus og nú er notast við Bandaríkjadal. þriðjungur Zimbabwebúa er flúinn landið. 

eignarnám hjá öðrum er alltaf líklegt til vinsælda. árangurinn hefur hinsvegar aldrei verið neinn og skaðinn alltaf gríðarlegur. ef við myndum segja í dag að við borguðum ekki krónu í Icesavemálinu þá yrði skaðin og mögulegur skaði af því lítill sem engin við hliðina á eignarnámi. hvort sem það yrði að frumkvæði almennings eða ríkisstjórnarinnar. 

engin, engin fjárfestir í landi þar sem eignarnám á sér stað. engin leggur peningana sín að veði þar sem eignarnám á sér stað. enda hrynja þau ríki mjög fljótt til grunna. nema þá þau eigi auðlind sem getur borgað upp tapið eins og t.d. Olíu. eigum við slíkt? 

Fannar frá Rifi, 6.1.2010 kl. 16:44

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mig grunaði nú að þú yrðir með útúrsnúning Fannar: Hvaða skuldir ert þú að tala um?  Hvaða eignarnám ert þú að tala um? Ert þú á móti því að fólk geti kosið um þetta mál sem stjórnmálamenn hafa ekki getað komið sér saman um?    Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti verið þessi:  Villt þú að ríkið leigi út kvótann og hirði af því arð?  Já eða Nei.

Bjarni Kjartansson, 6.1.2010 kl. 17:48

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég fylgjandi að auka fjölbreytni í fullvinnslu Íslenskra hráefna og 1 vinnslustigi þeirra, fara hægt af stað.  Selja minna magn á hvern stað og stórfjölga kaupendum.  Íslendingar geri einhliða sína leyni samninga við ráðmenn allra ríkja heimsins. Smár upphæðir hverfa oft í skuggann og sleppa í gegn. Sér í lagi hágæða snobb framleiðsla sem er ekki allra. Þolir jafnvel tolla.

Þegar ég var mikið í Portugal 75-85 þá tók ég eftir því að Norðmenn áttu um 10 litlar glerkrukkur af um tíu smárækjum fljótandi í pækli, í næstu hverri einustu búllu. 10.000 búllur x 10 krukkur á viku eru 100.000 krukkur eða 500.000 á mánuði.

Svo þroskuð sjávarfangs millifærslu er mikið öruggar heldur en aðgangur að alþjóðafjármálakostnaði. 

Ég vil að ríkið bjóð út rekstur á uppboðsmörkuðum á hráefni til full vinnslu og 1. stigs vinnslu þeirra. Sem er háð verðlagseftirliti Nefndar hér eins þykir eðlilegt að gildi í EU. Ofan á þennan grunn getur svo byggst upp fjölda fullvinnslu samkeppni. Þar sem allir sitja við sama borðið, og flutningur og vaxtakostnaður frá uppstað er á kostnað kaupenda sem staðgreiðir.

Þetta mætti gera við landbúnaðarvörur og grænmeti.

Fullvinnslu leyfi væru svo seld og kvótaskipt. Til að koma í veg fyrir fákeppni á alþjóðamælikvarða 1 færri en 12 samkeppni aðilar. Best að lámarkið sé alltaf 100. 

Júlíus Björnsson, 7.1.2010 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband