"Svo bregðast krosstré sem önnur tré"
Föstudagur, 14. desember 2012
Ég held að ríkisstjórnarflokkarnir höfði einkum til opinberra starfsmanna og telur sig helst geta unnið fylgi með því að stofna allskyns stofur. Verkafólkið er að gefast upp á þessu og meira að segja Gylfi Arnbjörnsson leitar bjartari framtíðar.
![]() |
Gylfi segir sig úr Samfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sól skein sunnan
Föstudagur, 14. desember 2012
Í Bjarna Harðarsyni sameinast þeir þætti að vera í senn þjóðlegur og skemmtilegur. Sunnlendingar hafa löngum sýnt að þeir kunna að meta slíka kosti og þessi könnun staðfestir það. Vonandi verður Sunnlendingum að ósk sinni.
![]() |
44% vilja Bjarna Harðar á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flugstjórinn les stöðuna
Föstudagur, 14. desember 2012
Forsetinn kann að lesa á landakort og greinir þá möguleika sem fullveldisrétturinn gefur. Hann er flugstjórinn en Jóhanna er yfir-flugþjónn ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Ísland í betri stöðu utan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ESB vill gera Ísland að beitarhjáleigu
Föstudagur, 14. desember 2012
Evrópusambandið skortir haga fyrir 1,5 milljón tonn af banhungruðum makríl sem það hefur stefnt inn í íslensku lögsöguna til að nærast og fita sig á íslenskum lífmassa þ.m.t. seiðum sem þessi massi dauðhreinsar á því svæði sem hann fer yfir. Meðan Íslendingar eru utan Sambandsins ráða þeir veiðum innan sinnar landhelgi og bera ábyrgð á því að makríllinn raski ekki lífríkinu. Nýleg dæmi sýna að svokölluð þróunaraðstoð t.d. í Máritaníu er grímulaus auðlindaleiga án þess að almenningur njóti góðs.
![]() |
Sífellt erfiðara að láta sem ekkert sé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |