Alþingismenn í óökufæru ástandi!

Ýmsir stjórnarliðar hafa látið eins og þeir hafi með harðfylgi náð hagstæðum samningum um lausn Icesave deilunnar við Breta. En um leið og fréttir bárust af hvers eðlis samningar eru brást markaðurinn hart við og gengi krónunnar féll um 3,6 stig í dag. Það sem formaður samninganefndar Íslands, Svavar Gestsson, telur mikið fagnaðarefni ályktar markaðurinn að muni leiða til falls Íslands. Það sem formaður samninganefndar Íslands, Svavar Gestsson, telur bestu fáanlegu niðurstöðu segja sérfæðingar í Evrópurétti að eigi að skjóta til dómstóla. Flestir sem skoða þetta mál halda því fram að Ísland hefði ekki skrifað undir slíka uppgjafaskilmála nema undir þungum hótunum. Formaður samninganefndar Íslands, Svavar Gestsson, segir þetta ekki rétt þvert á móti hafi góður andi ríkt og engar hótanir átt sér stað.

Sendiherrar eru menn með góða þjálfun í að skála í kampavíni. 

Alþingismenn, ykkur er treyst til að vera í ökufæru ástandi: Segið nei takk. "Eftir einn aki ein neinn" !


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband