Gordon Brown tilætlunarsamur við flokksbróur sinn Össur
Þriðjudagur, 6. október 2009
Össur Skarphéðinsson er ekki sáttur við formann sinn Gordon Brown í Verkamannaflokknum breska og finnst hann vera of tilætlunarsamur. Össur segir að viðsemjendurnir "yrðu að gera sér grein fyrir því að þeir væru að þvinga ríkisstjórnina til að bera fram lausn sem erfitt verði að fá samþykkta á Alþingi."
Þetta er rétt hjá Össuri Hollendingar og Bretar sem beita ESB og AGS fá ekki liprari viðsemjendur en Samfylkinguna.
![]() |
Icesave-deilan skekur stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslendingar hafa um tvennt að velja: Tekjuleið eða skuldaleið
Þriðjudagur, 6. október 2009
Íslendingar hafa um tvennt að velja, þ.e. að nýta auðlindir sínar eða gerast bónbjargarmenn Breta með því að skuldsetja sig á þeirra forsendum.
Við getum stóraukið jafnvel margfaldað tekjur okkar af hafinu t.d. með handfæraveiðum og veiða makríl sem Evrópusambandið telur sig eiga þó hann syndi og nærist í íslenskri lögsögu, við getum nýtt sjávarspendýr sem innbyrða 20 falt það magn sem við veiðum og slegið tvær flugur í einu höggi. Haft tekjur af afurðunum og nálgst jafnvæi í hafinu sem eru stærri hagsmunir.
Í báðum tilvikum verðum við að taka á okkur lífskjaraskerðingu en sá er munurinn að sé fyrri kosturinn, tekjuleiðin, valin er vandinn tímabundinn auk þess sem við og afkomendur okkar geta staðið upprétt skuldlaus til framtíðar.
![]() |
Sameinast um að fordæma hvalveiðar Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |