Ólína Þorvarðar: "Þjóðinni hollt að taka að sér Icesave"

 Það er rangt hjá Ólínu að börnin okkar eigi skilið að borga Icesave.

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Þjóðinni hollt að taka á sig skuldbindingar Icesave?

19.10 2009 | 00:30 | 32 ummæli

Guðmundur Heiðar Frímannsson nálgast Icesave málið á nýjan og óvenjulegan hátt, eins og fram kemur í Silfri Egils. Guðmundur Heiðar vann siðfræðilega úttekt á Icesavemálinu fyrir fjárlaganefnd þingsins í sumar, en álit hans fór ekki hátt.

Nálgun Guðmundar Heiðars er í stuttu máli þessi:

Það er siðferðilega hollt fyrir íslenska þjóð að taka á sig Icesave skuldbindingarnar. Þar með tekur almenningur þátt í því að þrífa til eftir hrunið og leggja drög að nýrri uppbyggingu. Þar með er einnig tryggt að þjóðin gleymir ekki því sem gerðist, a.m.k. ekki á meðan hún ber byrðarnar af því.

Athyglisverð nálgun - ég er sammála henni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag | Facebook




mbl.is Fjárlagaagi verður erfiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar viðurkenna fullveldi Íslands

icesave_203x150Þeir sem kynnt hafa sér skuldastöðu íslenska ríkisins samanborið við þjóðartekjur vita að landið kemur ekki til með að geta greitt vexti af lánum í framtíðinni þannig að þeir munu bætast við höfuðstólinn.

Þetta þýðir á mæltu máli að landið er löngu orðið tæknilega gjaldþrota á álþjóðlega mælikvarða og gæti tilkynnt greiðslufall og óskað niðurfellingu skulda. Þess vegna var það ákvæði í Icesave samningnum að Ísland afsalaði sér rétti til að geta óskað griða ótímabundið og óafturkallanlega vægast sagt ógnvekjandi. Á mæltu máli þýðir þetta að ef neyðarástand skapaðist á Íslandi gætu íslensk stjórnvöld ekki óskað þegnum sínum griða með vísan í alþjóðlegan þjóðarrétt. Þegar íslenska samninganefndin hafði undirritað þetta splæsti hún kampavíni á viðsemjendurna.

Núna segir Steingrímur hróðugur að mikill árangur hafi náðst:

"Þá féllust Bretar og Hollendingar á fyrirvara sem lúti að fullveldi og eignum landsins. Einnig verði þeir efnahagslegu fyrirvarar, sem Alþingi gerði, felldir inn í samninginn."

Íslendingar þurfa að borga út í hið óendanlega og mega fara í mál en þurfa samt að borga þó þeir vinni.

Lengra verður ekki komist sagði Jóhanna

 

 


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband